Börn og menning - 01.09.2004, Side 38
36
Börn og menning
Skólastofa í gámi i Höfðaborg
fer fram. Vagn Plenge frá Danmörku sem
setið hefur í stjórn IBBY-samtakanna í tvö
ár gaf áfram kost á sér til tveggja ára. Sagði
hann okkur tíðindi af stjórnarstarfinu en
þar ber hæst að Kimete Basha, annar af
framkvæmdastjórum samtakanna hefur sagt
starfi sínu lausu af persónulegum ástæðum
eftir stutta viðveru. Er nú leitað að arftaka
hennar. Annað stórmál á dagskrá er breyting
á aðildargjaldaflokkum samtakanna. Ef fram
fer sem horfir munu aðildargjöld IBBY á
(slandi hækka um helming en þau eru nú
u.þ.b. 115.000 kr. á ári.
Á miðvikudeginum var aðalfundur IBBY
haldinn á þingstaðnum en við sóttum hann
allar þrjár stjórnarkonurnar. Hafði ég tekið
þátt í vinnufundi um framtíð IBBY sem fram
fór um morguninn á undan aðalfundinum.
Var þátttakendum skipt í hópa sem ræddu
um ýmsar hliðar starfseminnar og gerðu
tillögur að úrbótum. Var öllum tillögunum
safnað saman í lokin til umfjöllunar innan
stjórnar IBBY. Verður fróðlegt að sjá hvort
einhver af þeim hlýtur náð fyrir augum
stjórnarinnar.
Óvenju lítið málþóf var á aðalfundinum
að þessu sinni. Forseti IBBY, Peter Schneck
frá Austurríki var endurkjörinn sem og allir
stjórnarliðar sem gáfu aftur kost á sér, þar
með talinn Vagn Plenge frá Danmörku.
Á fimmtudeginum var gestum boðið að
fara í kynnisferð í eitt af braggahverfunum
sem standa í útjaðri borgarinnar. ( þessum
hverfum búa fjölskyldur, sem eru að mestu
leyti atvinnulausar, við ákaflega lélegar
aðstæður. Þetta er fólk sem flytur utan
af landi í leit að betra lífi og sömuleiðis
fólk sem kemur frá öðrum löndum Afríku,
jafnvel á flótta vegna stjórnmálaástands í
heimalöndum sínum. Fólkið býr í hreysum
á afgirtum svæðum þar sem nánast engin
þjónusta er veitt af borgaryfirvöldum. Farið
var á tveimur rútum inn í „Langa Township"
sem er eitt elsta hverfið af þessari tegund
og fengum við að skoða barnaskóla
og almenningsbókasafn. Skólastofurnar
samanstóðu af einu litlu húsi og nokkrum
vöruflutningagámum sem var raðað f
hálfhring út frá húsinu. Ekki er ósennilegt
að kennslan fari fram utandyra þegar því
verður við komið enda mjög loftlaust og
þröngt innan í gámunum. í einum gáminum
var bókasafn sem sennilega var lítið notað,
bækurnar voru (stöflum meðfram veggjum
og á miðju gólfinu og greinilega hafði
komist raki að þeim. í Ijós kom að þessar
bækur voru að mestu leyti gjafasendingar
frá Bretum, vissulega vel meintar en alls ekki
nothæfar vegna þess að efni og útlit höfðar
engan veginn til afrískra barna enda birta
þær veruleika sem er gjörólíkur þeim sem
þau þekkja.
Fróðlegt er frá því að segja nú þegar
kennaraverkfall stendur yfir á íslandi að
kennarar í þessum skóla höfðu ekki fengið
greidd nein laun í nokkra mánuði en komu
samt til vinnu. Einnig skal þess getið að þrátt
fyrir bágar aðstæður eru börnin söm við sig
hvort sem er í Súdan eða Grímsnesinu. Þau
voru glöð og kát og sungu af hjartans lyst
fyrir gestina.
Almenningsbókasafnið var í þokkalegu
og stóru húsnæði en það stakk í augu hve
tómar hillurnar voru. Nokkrar tölvur voru
þar til afnota fyrir gesti. Á safninu starfar
menntaður bókasafnsfræðingur og tjáði
Kristín Steinsdóttir með heiðurslistaskjalið
hann okkur að hlutfall útlána væri mjög
hátt og safnið ákaflega vel sótt. Þegar
hann nefndi tölur því til staðfestingar
tóku bókasafnsverðir í hópnum andköf af
hrifningu og var á þeim að skilja að þær
væru langt yfir þeim sem þekktust víðast á
Vesturlöndum.
Um kvöldið lauk þessu vel heppnaða
heimsþingi með skemmtilegum hátíðar-
kvöldverði þar sem við stöllurnar sátum
til borðs með fólki frá Eystrarsaltslöndum,
Slóvakíu og Slóveníu. Ég nefni þetta vegna
þess að mér finnst það segja sína sögu um
hverju svona þing fær áorkað - að tengja
saman ólíkt fólk frá öllum heimshlutum sem
deilir sömu áhugamálum.
Guðlaug Richter