Börn og menning - 01.04.2008, Blaðsíða 18

Börn og menning - 01.04.2008, Blaðsíða 18
16 Börn og menning Magdalena eru augljóslega elskendur og hún mælir til hans ástarorð. í bókinni er mynd af því þegar Andrés kemur og ónáðar þau og Jesús rekur hann út og segir honum að leyfa þeim Maríu Magdalenu að vera í friði til morguns. Myndin sýnir þau liggja nakin í fleti á gólfinu undir teppi og hún er berbrjósta. Félagi Jesús var ekki bara sem bögglað roð fyrir brjósti margra íslendinga. Skömmu eftir útgáfu hérlendis var bókin gefin út í Færeyjum þar sem siðsamir og guðhræddir eyjaskeggjar supu ekki síður hveljur yfir guðlastinu en (slendingar. í Færeyjum mótmæltu Óli Breckman, þingmaður Fólkaflokksins og Hilmar Kass hjá Sjálvstýrisflokknum því með stórum orðum að Norræna ráðherranefndin styddi þýðingu á Félaga Jesús á færeysku. Þingkonur tókust á og trúarleiðtogar fordæmdu í byrjun desemer 1978 kvaddi Ragnhildur Helgadóttir sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi og fann að því að þýðing Félaga Jesús hefði verið studd af Norræna þýðingarsjóðnum. Ragnhildur sagði slíkar fúaspýtur koma óorði á Norræna samvinnu. Flún taldi að í bókinni væri fjallað með slíkum hætti um kenningar Krists að það hlyti að vekja spurningar um hvort Alþingi og ríkisvald risu undir 62. grein Stjórnarskrárinnar um stuðning ríkisvaldsins við þjóðkirkjuna. Þingkonan taldi líka vafasamt að útgáfa bókarinnar kæmi heim og saman við 125. grein hegningarlaganna, sem setur viðurlög við að smána átrúnað trúarsafnaða. Svava Jakobsdóttir, sem var stjórnarmaður í Máli og menningu á þessum tíma, auk þess að sitja á þingi, taldi hins vegar alveg vanta rök og sannanir fyrir því að Félagi Jesús smánaði trúarbrögð. Svava sagði bókina sögulega skáldsögu en ekki kennslubók í kristnum fræðum og hún sagði höfundinn hafa sett atburðina í pólitískt samhengi. Það væri það samhengi sem færi fyrir brjóstið á Ragnhildi Helgadóttur, prestum og skríbentum Morgunblaðsins. Skömmu eftir að Ragnhildur vakti máls á bókinni á þingi, eða þann 10. desember 1978, dró aftur til tíðinda þegar birtist í Morgunblaðinu yfirlýsing fjögurra trúarleiðtoga. Þeir voru biskup hinnar lúthersk evangelísku kirkju, herra Sigurbjörn Einarsson, Henrik Frehen biskup kaþólsku kirkjunnar á íslandi, Sigurður Bjarnason forstöðumaður Aðventistasafnaðarins og Einar J. Gíslason, forstöðumaður Fíladelfíusafnaðarins. í yfirlýsingunni var Félagi Jesús harðlega fordæmd og kölluð „blygðunarlaus storkun við helgustu tilfinningar kristinna manna." í niðurlagi þessarar einstöku samkirkjulegu fordæmingar sagði: „ Vér viljum eindregið vara grandalaust fólk við þeirri óhollustu, sem þessi bók hefur að geyma og hvetja alla heilbrigða menn, einkum foreldra og kennara til samstöðu um að verja börnin fyrir þessari og annarri ólyfjan, sem bókaútgefendur láta sér sæma að bjóða þeim". Óþarfa æsingur yfir gölluðu verki Mín skoðun er sú að fjaðrafokið vegna úkomu Félaga Jesús hafi verið kjánalega yfirdrifið. Einn varaþingmaður, Bragi Jósepsson, taldi reyndar umræðurnar sumpart gagnlegar, hann taldi þörf á betra kennsluefni, kennslubækur í kristindómi væru einstaklega leiðinlegar og illa gerðar. En líkt og á við um fleiri umdeildar bækur hefur umtalið vafalaust komið útgefandanum vel og bókin selst mun meira en annars hefði orðið. í grein sem birtist í Morgunblaðinu í júní árið 1990, var málið rifjað upp og sagt að fullorðnir hafi keypt og lesið bókina, þá er og sagt að starfsmenn bókasafna hafi sagt hana hafa verið mikið lánaða á sínum tíma, en ekki hafi börn og unglingar tekið hana til útláns, heldur forvitnir fullorðnir. Það fólk sem gagnrýndi Félaga Jesús af mestum móð sýnist mér algerlega hafa gleymt að benda á þann galla bókarinnar sem mest um vert er að hafa orð á. Það verður hreinlega að segjast að flestu bókmenntaáhugafólki, hvar sem það stendur í pólitík eða hvaða viðhorf það hefur til trúarbragða, hlýtur að finnast bókin „hundómerkileg", eins og sjálfur þýðandinn, Þórarinn Eldjárn, orðaði það í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins mörgum árum eftir útkomuna. Félagi Jesús hefur nefnilega elst býsna illa. Verkið er að mínu mati óttalega lítið heillandi, stíllinn er flatur, bókin er ekki vitund spennandi og eindreginn boðskapur höfundarins ber söguna gjörsamlega ofurliði. Ég efast stórlega um að margir krakkar hafi haft gaman að þessari bók, enda kólnaði áhuginn fyrir henni fljótt. Sennilega mun Félagi Jesús seint verða endurútgefin. Flöfundur er ritstjóri Barna og menningar

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.