Börn og menning - 01.04.2008, Blaðsíða 30

Börn og menning - 01.04.2008, Blaðsíða 30
Börn og menning stjórn. Setningaratöfn þingsins fer fram í Tívolí og verndari þingsins er Margrét Danadrottning. Þátttakendurá heimsþingum IBBY eru að jafnaði um fimm til sex hundruð manns og má búast við að félagsmenn í nágrannalöndunum sjái sér leik á borði og skelli sér á spennandi þing í Danmörku. í haustblaði IBBY verður vonandi hægt að fræðast betur um hvernig til tókst. Allar nánari upplýsingar um dagskrá þingsins eru á: www.ibby2008.dk Hans Christian Andersen-verðlaunin 2008 Vorfundur alþjóðastjórnar IBBY var að venju haldinn í Bologna á Ítalíu í byrjun apríl á sama tíma og barnabókamessan árlega fer fram. Tilkynnt var hverjir myndu hljóta HCA verðlaunin sem verða afhent við hátíðlega athöfn í heimalandi skáldsins á heimsþinginu í haust. Það er ítalski myndskreytirinn Roberto Innocenti sem hreppti mynd- skreytiverðlaunin. Rithöfundaverðlaunin hlýtur Jurg Schubiger frá Sviss. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur engin saga eftir Jurg Schubiger verið þýdd á íslensku en árið 1991 gaf Forlagið út bók með myndum eftir Roberto Innocenti. Þetta var Jóladraumur eftir Charles Dickens en þýðingin er eftir Þorstein frá Hamri. í dómnefnd segir m.a. um Júrg Schubiger að sérstök höfundareinkenni hans sem felast í stuttum heimspekilegum sögum, sögðum í trúanlegum myndlíkingum frá sjónarhorni barnsins, manngæska og alhliða frásögn í sögum hans hefi vegið þungt í áliti dómnefndar. Roberto Innocenti er afar áhrifamikill myndskreytir sem nýtur sín m.a. i útgáfum á klassískum verkum. Hann hefur myndskreytt sögur úr stríðinu og þannig kynnt ungt fólk fyrir hræðilegum staðreyndum mannskynssögunnar eins og t.d. helförinni. Sérstakur stíll hans er mjög áhrifamikill. 30 rithöfundar voru tilnefndir til verðlaunanna að þessu sinni. Auk Júrgen auk Schubiger komu til greina hjá dómnefndinni þauBartolomeuCamposdeQueirós(Brasílíu), Brian Doyle (Kanada), Guus Kuijer (Holland) og David Almond (Bretland). Innocenti var einnig valinn úr hópi 30 myndskreyta. Hinir myndskreytarnir sem komu til álita voru Isol Misenta (Argentína), Svjetlan Junakóvic (Króatia), Adolf Born (Tékkland) and David Wiesner (BNA). IBBY Asahai verðlaunin í Bologna á Ítalíu var einnig tilkynnt hverjir hljóta IBBY-Asahi verðlaunin 2008 en þau eru veitt hópum eða stofnunum fyrir framúrskarandi verk á sviði lestrarhvatningar. Þessi verðlaun eru nú veitt annað hvert ár og afhent með viðhöfn á heimsþingum IBBY. Að þessu sinni voru ellefu verk tilnefnd og var erfitt að velja þar sem allir sem komu til greina eru að sækjast eftir aðstoð á svæðum þar sem börn búa við bágar aðstæður og aðgengi að bókum er lítið sem ekkert. Eftir vandlega íhugun var ákveðið að veita tveimur verkefnum viðurkenningu: Action with Lao Children Japan og Editions Bakame, Books for Children in Rwanda. Upphafsmaður fyrra verkefnisins er Chanthasone Inthavong sem kemur frá Laos en er búsett í Japan. Eftir borgarastríðið f Laos hélt hún því fram að bara að viðurkenna flóttafólk nægði ekki til að leysa vandamálið. Árið 1982 stofnaði hún félag sem sendi í fyrstu japanskar myndabækur til barna frá Laos. Síðar þróaðist aðstoðin yfir í að styðja útgáfu barnabóka eftir höfunda og myndskreyta frá Laos. Nú, 25 árum síðar, hafa samtökin tekið sér nafnið Action with Lao Children sem stuðlar að bóklegri menntun og knýr á um réttindi barna í Laos. Frá upphafi samtakanna hafa um 620.000 bækur verið gefnar út á laosku, tungumáli Laos, og samtökin hafa m.a. haft áhrif á það að Þjóðarbókasafn Lao og Menntamálaráðuneytið sameinuðust um að styrkja þjóðarátak í lestarhvatningu sem eitt af forgangsatriðum landsins. Til að fylgja þessum markmiðum eftir hefur fjölmörgum lestrarátökum verið hrundið af stað. Eftir þjóðarmorðin í Rúanda árið 1994 stofnaði Agnes Gyr-Ukunda bókaútgáfuna Editions Bakame árið 1995, sjálfstæða bókaútgáfu fyrir börn og ungmenni. Markmið útgáfunnar er að gefa út bækur á Kinvarwanda, þjóðartungunni sem allir Rúandabúar skilja. Þannig vilja samtökin hjálpa unga fólkið að komast yfir hroðalega atburði þjóðarmorðanna með því að lesa góðarbækursem byggjaá þeirraeigin máli og menningu. Þetta er fyrsta útgáfan sem gefur út barna- og unglingabækur á Kinvarwanda- máli.Bakame útgáfan gefur út skáldsögur, heimildarit, myndabækur og fleira. Samtímis vinnur útgáfan að endurvakningu á sögnum í munnlegri geymd og að skrásetja þær; eflingu lestrar í Rúanda; þjálfun höfunda og myndskreyta í vinnuhópum og að gefa þeim möguleika á útgáfu verka sinna. Síðan Bakame var stofnað árið 1995 hafa 30 titlar verið gefnir út og fjöldi útgefinna bóka er um 450.000 eintök. Hvort verkefni fyrir sig hlýtur 10.000 bandaríska dollara í verðlaun en þau verða afhent á heimsþingi IBBY í Kaupmannahöfn í haust. Oddný 5. Jónsdóttir

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.