Reginn


Reginn - 17.05.1938, Síða 2

Reginn - 17.05.1938, Síða 2
2 R E G I K N helgidómum Reglunnar, er þeir hafa náð efsfu stigum hennar. Strax árið 1853 voru stofnsettar og starfándi 100 stúkur. Samdi þá læknirinn og háskólakennarinn D. W. Bristol stjórnarskrá fyrir Regluna og siðbók. Árið 1867, eft- ir 15 ára baráttu, voru starfandi í Ameríku 4432 stúkur og var með- limatala þeirra um 300.000. Ári síðar, eða 1868 var fyrsta stúkan stofnuð hér í álfu. Stúka þessi var stofnuð í Englandi af Joseph Malins og ekki leið á löngu áður Reglan væri útbreidd orðin um þvert og endilangt Stórbretaland og þaðan barst hún til annara landa álf- unnar. Árið 1876 klofnaðí Reglan í tvennt. Var sú orsök til þess, að margir Good-Templarar vildu ekki leyfa svertingjum upptöku í Regluna. En hinn flokkurinn var engu minni, er hélt því fast fram, að bræðralags- hugsjónir Reglunnar væru brotnar, ef sliku ætti fram að fara. Fylgdi þessum flokki stórmikill meirihluti Norðurálfu-Templara og var Malins, sá er fyr var nefndur, foringi þeirra, enda voru þeir kallaðir Malins- menn. Höfðu þeir jafnrétti allra þjóðflokka til upptöku í Regluna efst á sinni stefnuskrá. Andstöðuflokknum stýrði Ameríku- maðurinn Hickmann liðsforingi. Hélt sá flokkur íast við það, að ekki væri svertingium leyfð upp- taka í stúkur hviíra manna, en styrktir voru þeir eftir föngum að stofna sérstakar svertingjastúkur. Þetta stríð, um réttindi svertingj- anna, varð til þess, að veikja svo Regluna í Ameríku, að fádæmum sættí, fór svo, að fullur 5|6 hluti Templara þar sagði sig undan merkjum Reglunnar, meðan barátt- an stóð yfir. En eftir 10 ár létu Ameríkumenn undan síga og beygðu sig fyrir ákvæðum Evrópu- Templara, sem þá voru orðnir margfalt liðsterkari, því Reglan hafði að sama skapi blómgast og dafnað í Evrópu sem henni hafði hnignað í Ameríku. Eins og fyr segir voru Templarar orðnir 735.000 árið 1876 — eftir 25 ára starf. — En við ósamlyndið út af svert- ingjunum lá við sjálft að allt kæm- ist á ringulreið. Árið 1911 voru ekki eftir nema 55.000 af öllum skaranum í Ameríku. En þá voru lika Templarar í Evrópu orðnir yfir 580.000. Það gerði gæfumuninn. Til Danmerkur fluttist Reglan árið 1880. Þar greindist hún síðar í fleiri flokka vegna þess, að sumir meðlimir Reglunnar vildu fá að neyta bindindisöls. Allar þessar Reglur starfa þó eftir grundvallar- atriðum I, O. G. T. í Noregi var fyrsta stúka I.O. G. T. stofnuð árið 1877 og hefir Reglan haft þar mikinn viðgang. í Svíþjóð var fyrsta stúkan stofn- uð árið 1879 af prestinum O. Berg- ström. Þar er félagatalan nú 125 þús. í 2032 undirstúkum og 65.555 í 1340 barnastúkum, eða samtals 190.555 meðlimir i 3372 st. Sænska stórstúkan er langsamlega öflug- asta stórstúkan innan I. O. G. T. í Finnlandi erfyrstaGood-TempI- arastúkan stofnuð árið 1914. Regl- an starfar þar í tveimur stórstúk- um, finnsku- og sænskumælandi. Sænska stórstúkan telur 2168 fé- laga í 25 undirstúkum, innan henn- ar starfa engar barnastúkur. Finnska stórstúkan telur 1677 félaga í barna- og undirstúkum. Innan I. O. G. T. í Bandaríkj- unum eru nú alls rúmlega 10 þús. félagar í 289 stúkum. Á Bretlandseyjum telur Reglan alls 90.522 félaga í barna- og und- irstúkum. — Hin fyrsta stúka á íslandi var stofnuð á Akureyri 10. jan. árið 1884 af Norðmanninum Ole Lied. Hlaut sú stúka nafnið ísafold. Stofnendur voru 12 og var þriðj- ungur stofnendanna Norðmenn. Þaðan breiddist svo Reglan út og í ágústmánuði 1885 eru stúkurnar þegar orðnar 10 á landinu. Fyrsta stúka í Reykjavík, st. Verðandi, var stofnuð árið 1885, af Birni Pálssyni, en Stórstúka íslands var stofnuð í Reykjavík í júní 1886. í Siglufirði var st. Framsókú stofnuð árið 1898, að tilhlutun st. Gleym mér ei á Sauðárkrók. Mun saga Reglunnar hér í Siglufirði verða að nokkru rakin síðar hér í blaðinu, ef tækifæri gefst. Að undanskildum byrjunarárun- um mun Reglan hér á landi hafa haft fæsta meðlimi árið 1918. Þá voru í Reglunni 1443 félagar í 28 undirstúkum og 1127 börn í 19 barnastúkum. Hæst komst félaga- talan árið 1928. Þá voru í Regl- unni 6749 félagar í 81 undirstúku og 4625 börn í 52 barnastúkum. Félagar í Reglunni nú, hér á landi, munu vera nálægt 3900 í undirstúkum og 3700 i barnastúk Amatöralbum 8 teg., verð 1.00 tíl 6.25 nýkomin. Hannes 3ónasson. um. Á síðastliðnu stórstúkuári óx félagatalan um 500 manns og á stórstúkuárinu, sem nú er að enda, má búast við að fjölgunin verði um 600. Það má því segja að Reglan sé í hröðum vexti nú, og er vel að svo er. Hver hugsandi maður hlýt- ur að sjá og finna til þess hvílík hörmung það er og ógæfa, fyrir hina íslenzku þjóð, að fleygja milj- ónum króna á miljónir ofan fyrir það eitt, sem veikir þjóðina og spillir henni fjárhagslega, andlega og líkamlega. Hér þarf eigi að- eins viðnám heldur og öfluga sókn á hendur þeim skæðasta fjanda, af öllum þeim mörgu, sem hafa ofsótt þjóð vora, kúgað hana og kvalið. En til þessa þarf öflugt átak, mikla krafta og sterkan vilja. Vér eigum þetta hvortveggja til, íslendingar, vér höfum oft sýnt það áður. Beinum nú atorku okk- ar að útrýmingu áfengisins. Það er göfugt hlutverk. H. J. Fermingarbörn 22. maí. Drengir: Aðalbjörn G. Þorsteinsson Hverfisg. Ásgrímur Helgason Ránarg. 16. Ástvaldur Kristinsson Norðurg. 23 Barði G. Ágústsson Lindarg. 14. Björn Fr. Björnsson Aðalg. 8. Daníel Heigason Hverfisg. Einar Á. Þorvaldss. Vatnsenda Héð.f. Friðrik Kjartansson Kirkjug.v. 6R Gunnar H. Benónísson Túng. 33 Haraldur E. Pálsson Hlíðarv. 17A Ingimar H. Þorláksson Lindarg. 32 Ingólfur Á. Guðmundsson Aðalg. 8 Jóhann Sigurðsson Efri-Höfn Jónas Þ. Sigurðsson Vetrarbr. 14 Jón Guðjónsson Grundarg. 18. Jón Kristinsson Eyrarg. 3. Júlíus G. Gunnlaugsson Túng. 41 Ólafur Guðbrandsson Þormóðsg. 11

x

Reginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.