Reginn - 21.09.1939, Page 1
2. árgangur
Sigluíirði, fimmtudaginn 21. sept. 1939.
10. tölublað
Horft til framtíðarinnar.
Sjaldan eða aldrei hefur ástand-
ið í heiminum verið eins ískyggi-
legt og nú. Eftir Iangvarandi víg-
búnað og hernaðarundirbúning
hefir ófriður brotist út milli stór-
þjóða álfunnar, griramilegri og
ægilegri en nokkru sinni áður.
Enginn fær séð fyrir endalok
þess hildarleiks, sem nú er hafinn
og þvi síður getur nokkur ímynd-
að sér hvaða afleiðingar hann kann
að hafa fyrir menningu og iíf frara-
tíðarinnar.
Þó að stríðið hafi enn ekki stað-
ið lengur en í 3 vikur hafa afleið-
ingar þess komið greiuíiega í ljós.
Póll&nd hefir þegar verið eyðilagt
sem sjúlfstætt ríki, eftir hina grimmi-
Iegustu bardaga og miskunnarleysi
óvinanna og nú virðast Þýzkaland
og Rússland ætla að skipta með
sér landinu og íbúum þess í »mesta
bróðerni-.
Framkoma þessara stórvelda í
garð Póilands hefur vakið hrylling
og viðbjóð um allan heim, ekki
síst þegar menn hugsa um það,
að þessi þjóð hefur verið hrjáð og
kúguð um áratugi, þar til hún fékk
aftur hið þráða frelsi sitt eftir
heimsstyrjöldina síðustu.
En þó að örlög Póllands virðist
ráðin í bili, þá er framtíðís jafnt
í óvissu. Rás viðburðanna hefur
verið svo hröð og óvænt, að hinna
furðulegustu tíðinda má vænta á
hverri stundu, jafnvel hinir slyng-
ustu stjórnmálamenn virðast ekki
fremur en aðrir hafa áttað sig á
því, hvað raunverulega er að ger-
ust, og því síður að þeir geti spáð
nokkru um það, sem gerast kann
á næstu vikum.
Að líkindum verður þó nú á
næstunri úr því 'skorið, hvaða
stefnu cfriðurinn tekur og hversu
víðtækur hann verður og um inn-
byrðis afstöðu stórveldanna.
En hvað sem framtíðin ber í
skauti sínu, þá búast aliar þjóðir
við langvarandi styrjöld, og þær
ráðstafanir, sem gerðar eru meðal
þjóðanna, eru gerðar með það fyrir
augum að svo muni verða.
Hversvegna er nú svo komið,
að þjóðirnar skuli vera byrjaðar
á þeim hildarleik, sem nú er haf-
inn og enginn sér fyrir endann á,
hverjar eru hinar raunverulegu or-
sakir þess?
Við lok heimsstyrjaldarinnar
1914—18 töldu’ rnargir að nú yrði
aldrei framar háð stríð og þær
miklu fórnii, sem þjóðirnar þá
færðu, hefðu verið í þágu friðarins
og því myndi friðaröld framtíðar-
innar renna upp.
En þetta hafa reynst tálvonir.
Afleiðingar síðustu heimsstyrjald-
ar voru víðtækari en menn gerðu
sér grein fyrir. Hatur stríðsáranna
lifði í hjörtum ófriðarþjóðanna og
lítið var gert til þess að uppræta
það.
Efnishyggjuöld hófst í stríðslok-
in, sem raunverulega hefur síðan
verið að blása að glæðum haturs-
ins og tendra hið nýja ófriðarbál.
í þessum jarðvegi hefur þjóð-
ernisleg efnishyggja blómgast og
dafnað, en hugsjón kærleika og
og bræðralags farið hnignandi.
Því hefur stundum verið spáð,
að /nannkyn-ið þyrfti enn einu sinni
að ganga í gegnum hina geig-
vænlegustu eldraun, til þess að
augu þess opnuðust fyrir fánýti
þeirrar lífsskoðunar, sem byggir á
efnishyggjunni og treystis aðeíns
á eigin mátt,
Mikill hluti mannkynsins virðist
hata stríð og þrá ekkert fremur en
frið og bræðralag og þó einkenni-
legt megi virðast, þá heyja sumar
þjóðir nú stríð í þeirri von að
takast megi að tryggja varanlegan
frið.
En öllum j:eim, sem þrá frið og
bræðraiag, verður að vera það Ijést,
að guðstrá, eilífðaruissa og kœr-
leiksþjónusta, geta ein mótaðþann
grundvöll, sem varanlegnr friður,
bra^ðralag og lífshamingja hvílir á.
Vantrú á þessu verðmæti tilver-v
unnar eru hinar raunverulegu or-
sakir þess hildarleiks, sem nú er
hafinn milli þjóðanna.
Hver verður aðstaða vor íslend-
inga í þessari styrjöld? Enn er
það fulikomlega óvíst. Þjóð vor
treystir því, að hluíleysi hennar
verði virt og tega landsins gerir
það að vsrkum, að vér verðum
fjarri sjálfum átökum ófriðarins.
En enginn gengur þess dulinn,
að margvíslegar afieiðingar muni
ná til vor, og að miklir erfiðleikar
muni skapast á sviði atvinnuveg-
anna og viðskiptalífsins, er muni
hafa margháttaðar afleiðingar á líf
fólksins.
Lífsvenjur manna hljóta að breyt-
ast, óþörf eyðslu verður að hverfa
og fyrsta og æðsta skylda hvers
borgara landsins er að styðja að
velferð heildarinnaí. Eitt verður
að ganga yfir alla og þjóðin öll
verður að vera sem ein fjölskylda.
Á erfiðum tímum reynir á þegn-
skap fólksins meir en nokkru sinni
áður og það mun nú koma í ljós,
hvort ekki er enn eitthvað til af
því þolgæði og þrautseigju, sem
einkennt hefur íslendingseðlið í
baráttu við eld og ís á liðnHm