Reginn - 21.09.1939, Qupperneq 2
2
öldum. Úr því sem komið er, væri
óskandi, að þeir erfiðleikar, sem
kunna að mæta þjóðinni á næstu
árum, verði til þess að hún þekki
betur sjálfa sig en áður, læri betur
að meta það, sem varanlegt gildi
hefur fyrir líf hennar, bæði frá
sjónarmiði hinna daglegu lífsþarfa,
og ekki síður frá sjónarmiði hins
andlega lífs.
í því trausti, að þjóð vorri tak-
ist að sigrast á erfiðleikunum,
horfum vér nú til framtíðarinnar,
með þeim ásetningi að reynast
trú í hverri raun, og styðja hvert
annað í baráttunni og uppfylla
þær skyldur, sem framtíðin kann
að leggja oss á herðar.
Ó. J. Þ.
Merkur
d a g u r.
Þessi dagur, sem nú er að liða,
er merkur dagur. — Það er dag-
urinn þinn! Dagurinn sem leið í
gær slapp úr höndum þér, — þú
getur ekki kallað hann aftur til
baka, hve feginn sem þú vildir.
Hann er þér horfinn um tíma og
eilífð, horfínn út í hið mikla úthaf
liðna tímans, sem þú ræður ekk-
ert við.
Hvort sem þú í gær hefir mætt
sorg eða gleði, brosum eðatárum,
sigri eða ósigri, afundnu viðmóti
eða lífsgleði — það er þér allt
horfið, þér úr höndum horfið vald-
ið til að setja annanblæ á viðburð-
ina. Ekkert loforð hefirþúfyrir því,
að morgundagurinn verði þinn.
Ekki þekkir þú né veist nærdagar
þínir eru taldir. Ekki veist þú
hvort þér gefst þess nokkurt tæki-
færi, að ráða nokkru um rás við
burðanna þá, eða hafa á þá nokkur
áhrif.
En dagurinn í dag er þér í hönd-
um. Þess ert þú vjs — annað
veist þú ekki. Honum getur þú
ráðið. Notaðu þetta tækifæri.
Hagnýttu þér þennan rétt þinn,
þetta vald þitt.
í dag er þér innan handar að
gleðja einhvern meðbróður þinn.
j dag getur þú lagt niður einhvern
R E G I N N ’
Iöst sem er í fari þínu. í dag get-
ur þú bætt það, sem þú áðurkannt
að hafa misgjört. í dag getur þú
hrest og huggað þá, sem þú veist
að þjást, andlega og likamlega.
Þetta og margt fleira til góðs,
er þér í lófa lagið að gera í dag.
Ef til vill átíu þess engan kost á
morgun. Og þó svo skyldi fara, að
þér yrði gefinn kostur þessa alls á
morgua, þá er tækifærið, er þú
vanræktir í slag, gengið þér úr
greipum fyrir fulltogallt. Hverjum
degi bor sitt. Hikaðu því ekki.
Geymdu þér ekkert! Gríptu tæki-
færið — nú strax — í dag — í
kvöld. Þú verður að vera við-
bragðsíljótur þegar hið góða kallar
á liðsinni þitt. Því dagurinn í dag
er mikilvægasti dagurinn á æfi
þinni — það er dagurinn þinn!
Haustþankar.
Sumarið er á förum. Síldarskip^-
in cru hætt veiðum og farin heim.
Síldarstúlkurnar eru líka farnar.
Aðalgatan er tómleg á kvöldin, nú
sést ekki lengur litfagur hópur
kvenna á götunum, jazz-músikin
er þögnuð á kaffihúsunum, straum-
ar af fólki með rauðan og gulan
ís í höndunum eru hséttir að renna
um göturnar, allt er að verðaautt
og snautt. Hið eina, sem minnir
á sumarið, með öllum þess marg-
háttuðu tilbreytingum, er það, að
Svíarnir hópast ennþá á gatna-
mótum.
—o—
Vorið og sumarið hefir verið
það blíðasta og besta, sem menn
muna eftir. Frá því í aprílmánuði
hefir sú blíða staðið og eru því
nytjar af landi ágætar. Grasspretta
var þó sumstaðar á landinu með
minna móti en nýting hin ákjósan-
legasía. Garðar hafa sprottið ágæt-
lega og kartöfluuppskera er mikil
i landinu.
Þótt tíðarfarið hafi verið gott,
hefir síldveiðin þó verið minni en
í fyrra. Fer hér á eftir skrá yfir
síldveiðina eins og hún var 10.
sept. árin 1937—’39.
Bræðslusíld: *
1937 2162.770 hl.
1938 1519.370 —
1939 1158.850 —
Söltuð sild:
1937 201.710 tn.
1938 309.239 —
1939 234.497 —
Þess ber að gæta, þegar þessar
tölur eru athugaðar, að skipafjöldi
sá, er stundað hefir sildveiðar í
sumar, er miklu meiri en hann
hefir verið nokkru sinni áður og
er veiðin því hlutfallslega minni
en tölurnar sýna, samanborið við
árin á undan.
—o—
Sökum þess, hve sildveiðin hefir
verið lítil, koma sjómenn og síld-
arfólk með lágan hlut frá sumrinu.
Ástæður margra munu því verða
erfiðar á komandi vetri, þegar litið
er bæði til lítils fjárafla og hækk-
andi vöruverðs. En hækkandi \ öru-
verð stafar frá styrjöld þeirri er nú
síendur yfir og ekki er fyrirsjáan-
legt að létti af fljótlega. Engin þjóð,
þótt hlutlaus sé og út á hjara ver-
aldar eins og við íslendingar, get-
ur sloppið við erfiðleika og
þrengingaí, þegar styrjöld geysar
í nálægum löndum.
—o—
Það er því eigi að ófyrirsynju,
að ríkisstjórnin brýnir nú fyrir
landsmönnum hinn ítrasta sparnað
í hvívetna og nákvæma hirðingu
alls þess, sem að gagni máverða.
Má búast við að þjóðin skiijiþörf-
ina á þessu tvennu og þá ekki
síst þeir, sem muna ogþekkjasíð-
asta ófrið, er á margvíslegan hátt
þjakaði okkur. Má þó búast við
að ástandið verði síst betra í þeim
ófriði er nú stendur yfirenþávar.
—o—
Þegar minnst er á sparnað er
vert að athuga það, að sparnaður
þarf víðar að koma fram en í því,
að minnka við sig daglegar nauð-
synjar svo sem mat og drykk,
fatnað, eldsneyti og annað, ertelja
verður til hins allra nauðsynleg-
asta. Það eru margskonar keipar
og kröfur, sem hægt er að leggja
á. hilluna og neyta sér um. Vín,
tóbak og ýmiskonar óþarfar og
kostnaðarsamar skemmtanir, má
að minnsta kosti minnka og ætti
helst að hverfa. Má vera að það
skapaði fyrst nokkra þvingun og
sjálfsafneitun en fljótt mundu menn
venjast við að vera án þessa spill-
andi óg eyðandi óþarfa og þá
mundi vellíðan manna vaxa.
o—