Reginn


Reginn - 21.09.1939, Blaðsíða 3

Reginn - 21.09.1939, Blaðsíða 3
R E G I N N 3 R E G I N N ÚTGEFANDI: 9T. FRAMSÓKN nr. 187. ÓT KOMA 16 BL0Ð Á ÁRI ÁRG. KOSTAR KR. 1,50 RITST3ÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HANNES JÓNASSON. AFGREIÐSLUMAÐUR: PÉTUB BJORNSSON. AUGLÝSINGASTTÓRI: 3ÓN K3ARTANSSON. SIGLUFTARÐARPRENTSMIÐ3A. Það fé, sem hefir farið fyrirvín, tóbak og skemmtanir hér í Siglu- firði í sumar, má telja í tugum og jafnvel hundr. þús. kr. Eftir því sem peningum var fleygt fyrir ó- þarfa hér í Siglufirði í sumar, var ekki hægt að sjá, að fólk ætti von á styrjöld og kreppu, þóttaugljóst væri, að horfurnar voru hinar hættulegustu. Dansleikir voru hér haldnir á hverju kvöldi á tveim stöðum og hve mikið þeir muni hafa kostað þátttakendur yfir allt sumarið, má nokkuð geta sér til um af þvi, að eitt kvöld komu inn fyrir aðgöngumiða á báðum stöð- unum, 1000.00 — eitt þúsund krónur. Menn tala um háa skatta, dýrtíð og atvinnuleysi. og hafa til þess gild rök, en um þá skatta, er menn leggja á sig með óþarfri og óhollri eyðslu er sjaldan minnst og því síður undan þeim kvartað. —o— Þá má minnast á vín og tóbak sem er stærsti úigjaldaliðurinn, þegar minnst er á óþarfa eyðslu manna. Sem undantekningu má telja þá ungu menn og jafnvel konur, sem ekki reykja sigarettur. Sú vara er dýr og árlega fer hjá hverjum manni, er þær reykir, mikið fé. Ömurlegt er að sjá ungar, efnilegar og glæsilegar konur, reykjandi og púandi, og vita má, að þeim vana hætta þær ekki, þótt þær giftist og verði mæður. í blaði einu stóð nýlega smá- klausa, sem átti að vera skrítla, en er í raun og veru bitur ádeila. Skrítlan var á þessa leið: Ung móðir, með sígarettu í munninum, sat með ungbarn sitt í kjöltu sér og var að hagræða því, barnið hafði hlífðargleraugu. Aðkomukona spyr hvort barnið sé veikt í augunum. Nei, svaraði móðirin, en hann æpir svo mikið, anginn sá arna, þegar sígarettu- askan dettur í augun á honum. Um vínsölu hér í Siglufirði í sumar liggja ekki fyrir neinar handbærar skýrslur, en hún mun vera mikil eins og venjulega. Þó mun það hafa dregið allmikið úr sölunni, að vínbúðin hefir verið lokuð um nokkurn tíma nú um vertíðarlokin. Verður hér 1 blaðinu síðar vikið nokkuð aðþeimmálum er vínsölu snerta og þá, meðal annars, tekið til umræðu og at- hugunar frumvarp það umhéraða- bönn og sölufyrirkomplag á vínum, er lá fyrir síðasta alþingi og sem að líkindum verður tekið fyrir nú á haustþinginu. —o— Þeir tímar, sem standa yfir og framundan eru, munu vera þeir ægilegustu, sem komið hafa yfir heiminn. Enginn getur fyrir sagt, hve lengi styrjöldin muni standa, né heldur hve margar þjóðir að síðustu neyðast til að hverfa frá hlutleysi sínu og taka þátt í henni. Nú er ekki einungis barist um lönd, það er barist einnig um stefnur og um það, hvort lýðræði skuli í framtiðinni ríkja í heímin- um eða einræði örfárra raanna. Sá hildarleikur, sem nú er háður, getur, og reyndar hlýtur, að hafa hin áhrifaríkustu áhrif á framtíð allra þjóða. Sama og hann pabbi. Unglingspiltur kom í fyrsta skipti inn í veitingahús með föðursinum. Þjónninn spurði hinn unga mann um hvað hann vildi fá að drekka með matnum. Pilturinn var óvið- búinn að svara því, en hugsaði með sér, að réttast mundi að haga sér í því efni eins og faðirinn og segir því »sama og hann pabbi«. Og faðirinn heyrði auðvitað svarið. Honum flaug þegar í hug, að hér hvíldi á sér mikil ábyrgð. Bæði hann um áfengi, eíns og venja hans var, mundi sonur hans fá það líka og hvað kæmi svo á eftir? Honum hreys hugur við, er hann hugsaði til þess, að ýmsa unga menn hafði hann þekkt, er um eitt skeið höfðu verið engu óefnilegri en sonur hans, þótt efnilegur væri, en hefðu glatað gæfu sinni vegna drykkjuskapar. Allt í einu stóðu þeir honum fyrir hugskotssjónum, sem hátíðleg aðvörun. Hann mátti ekki til þess hugsa, að drengur- inn hans, sem var svo góður, ein- Iægur og vel innrættur, yrði vín- nautninni að bráð, og það fyrir hans, föðursins, fordæmi og áhrif. En þannig var farið fyrir hinum ungu mönnum, er honum flugu í hug. Þeir voru eyðilagðir menn, vegna vínnautnar. foreldrum sínum til minnkunar, byrði og sorgar og og þó sjálfum sér verstir. Hefðu þeir aldrei byrjað að neyta áfeng- is, hefðu þeir eflaust orðið nýtir menn og atorkusamir, eins og þeir höfðu ætt og atgjörvi til. Þessar hugleiðingar þutu eldfljótt gegnum huga hans. Hann afréði óðara hvað gera skyldi og hugsaði með sér: »Eigi það fyrir drengnum mínum að liggja að hrasa og verða vínnautninni að bráð, þá skal það samt ekki verða mér að kenna«. Hann kallaði þvítilþjóns- in§: »Eg drekk vatnl- Kunningjar hans, er staddir voru þarna, urðu hissa, þeim var vel kunnugt ura, að hann var vanur að fá sér »í staupinu« með matnum. Upp frá þeim degi hafði hann aldrei áfengi um hönd, hvorki heima hjá sér né annarsstaðar. Vel væri ef allir feður — og mæður sömuleiðis — fyndu jafn ríkt og þessi maður til hinnar miklu ábyrgðar er þeir baka sér með því, að kenna börnum sínum að neyta áfengra drykkja, hvort heldur er með því að neyta þeirra drykkja sjálf, eða með því, að vanrækja að skýra fyrir börnunum hín skaðlegu áhrif vínsins á sál og likama. Hugsið eftir þessu, þið sem börnin eigið, áður en það er orðið um seinan. Hvað er þegnskapur. Það er mikið rætt og ritað um þegnskap siðustu daga, og ekki að ástæðulausu. Menn finna ljósara til þess en endranær, að léttuð og ábyrgðar- leysi ei^ ekki traustur grundvö.llur að byggja á; barátta fyrir lífsnauð- synjum, barátta fyrir tilverurétti

x

Reginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.