Reginn


Reginn - 03.08.1940, Blaðsíða 1

Reginn - 03.08.1940, Blaðsíða 1
3. árg. I Siglufirði, laugardaginn 3. ágúst 1940. 9. tbl. Sjómanna- og gesta heimili Siglufjarðar. Þótt oftast séu þeir menn fleiri, ; er kjósa hina breiðu og sléttu braut fjöldans, eða hitt enn verra, að velta sér niður brekkuna í stað þess að sækja á brattann, þá er þó jafnan hrósþeirr^ manna meira, sem klífa hin háu og torsóttu fjöll. Víst er það, að þeir menn, sem beitt hafa sér fyrir stofnun Sjó- manna- og gestaheimilis Siglu- fjarðar, hafa sótt á brattann, því að svo fer slík starfsemi í öfuga átt við moldvörpuiðju og alla háttu þeirra manna, sem auðga sig og fita á vesaldómi og veikleika bræðra sinna, og má um slíka menn hafa hin fornkveðnu kjarn- yrði ritninganna: að »þeir lifi á syncl lýðsins, og þá langi í mis- gjörðir manna«. Gagnstætt þessu er það ósk þeirra manna, er að Sjómanna- heimili Siglufjarðar standa, að sjómenn og vinnandi menn á Siglufirði geti átt eitthvert athvarf í frístundum sínum, um mesta annatíma sumarsins, án þess að fyrir þá séu lagðar snörur hins afmenntandi félagslífs. Sjómanna- heimilið er því eitthvert hið þarf- astaog lofsverðastafyrirtæki góðra manna á Siglufirði í seinni tíð. Það er orðið til af hinum beztu og óeigingjörnustu hvötum, fyrir tilstilli fórnfúsra og þrautseigra manna, með hið hrósverðasta mark fyrir augum, og öll skilyrði til þesá að. eflast og vaxa í fram- tíðinni og verða Siglufjarðarbæ til ómetanlegs sóma og velfarnaðar. ’ Þetta bætir þegar prýðilega ú hinni brýnustu þörf. Ekki getur verkalýður látið sér nægja í framtíðinni kröfur einar um vinnu og kaup, heldur verður krafa verkalýðsins að vera sú, að vinnandi menn geti búið við þau kjör, bæði við verk og í frísíund- um, er samboðin séu siðmenntuð- um mönnum, og miði til mann- bóta, en ekki mannskemmda. Eng- in störf, hvorki sjómanna né ann- arra, afsaka eða réttlæta neitt ómenningarástand, hvorki drykkju- slark, ljótt tal eða afmenntandi skemmtanir og félagslíf. ÖIl vinna er heiðarleg og hverjum góðum manni samboðin, en í frístundum sínum á verkamaðurinn að geta glatt sig við inndælt og elskulegt heimili, hollt og endurnærandi umhverfi, heilbrigt og menntandi félagslíf og alla þá aðbúð í þjóð- félaginu, sem að auknum þroska og manndómi stefnir. Allt siðspill- andi, mannskemmandi og arðræn- andi knæpulíf á að tilheyra sögu þeirra tíma, er siðmenntaður heim- ur skammast sín fyrir. Þennan stutta tíma, sem eg hefi dvalið hér- á Siglufirði, hefi eg reynt að líta í kringum mig, og hefi eg einnig virt fyrir mér »Sjó- manna og gestaheimili Siglufjarð ar«, og líst mér áþað hið bezta. Þar geta sjómenn setið óáreittir í ró- legheitum, lesið og skrifað, eða hlnstað á útvarp og notið ódýrra veitíngá. Það er líka sjáanlegt, að sjómenn kunna að meta þqtta, bæði ber aðsóknin þess vott og einnig prúðmannleg umgengni þeirra og virðing fyrir þessu almenna heim- ili þeirra. Vafaléust munuforráf amenii heim« ilisins hafa vakandi auga áöllu því, er til bóta má verða í framtíðinni og leitast við að fullnægja þörf- unum sem allra bezt. Heill fylgi þessu fyriitæki, þeim til blessunar, er starfa þess njóta, og hinum, sem framkvæmdir annast til sóma og ánægju. Pétur Sigurðsson. Danslðikir ©g góðgerðarsfarfsemi. Oft hefur það tíðkast á sumrin, yfir síldartímann, að haldnir hafa verið dansleikir, einn eða fleiri, á hverju 'kvöldi. Nú er óðum að færast í þetta sama horf og eru nú dansleikir auglýstir á hverju kvöldi á Hótel Siglunesi. Allir, sem til þekkja vita, að dansleikir þessir eru skröll af Iökustu tegund, enda hafa -síldarskröllin* á Siglufirði löngum verið fræg um land allt. Hvað réttlætir nú þessa starf- semi? kynni einhver að spyrja og því er hún látin viðgangast? Það sem hingað til hefur þótt réttlæta hana er, að dansleikir þessir eru oftast haldnir til ágóða fyrir ýms góðgerða- og menningarfélög hér í bænum, sem njóta vinsælda. En er nú ekki eitthvað að athuga við þessa fjáröflunaraðferð, þegar á allt er litið. Er ekki einmitt hér verið að rífa niður með annari hendinni, það sem kann að vera byggt upp með binni. Allir, sem þekkja þessa dans- jeikí, vita, að þeir eru í hæsta máta

x

Reginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.