Reginn


Reginn - 03.08.1940, Page 2

Reginn - 03.08.1940, Page 2
2 R E G 1 N N siðspillandi og þar byrjar óreglulíf margra unglinga. Því það sem viðheldur þessari starfsemi er fyrst og fremst áfengið, og allir vita, að afleiðingar þess samrýmast hvorki líkamsmenntun, líknarstarfsemi. slysavörnum eða öðru, sem til menningar horfir. Sé nú litið eingöngu á málið frá fjárhagslegu sjónarmiði, verður oft og tíðum harla htill ágóði af þess- um dansleikjum fyrir félögin, sem að þeim standa, því meginhlutinn fer í allskonar kostnað. Þeir’ sem raunverulega græða á dansleikjunum eru veitingahúsin, þar sem þeir eru haldnir, og svo leynivínsalarnir, en einstaklingarn- ir og bæjarfélagið tapa og hljóta skaða og skömm af öllu saman. w Vilja nú ekki hin vinsælu félög, sem dansleikina halda, hugsa ræki- lega um þessa hlið málsins, sem hér hefir verið gei'ð að umtalsefni. Bezt væri að geta Iagt dansleikina niður með öllu, en þyki það ekki fært, þarf að fækka þeim verulega og sjá svo um að þeir verði ekki lengur Siglufirði til vansæmdar. Ó. Frá Sjómamia- helmiiiny. Sjómanna- og gestaheimili Siglu- fjarðar tók til starfa um mánaða- mótin júní og júlí, eða um það leyti, sem sildveiðarnar byrjuðu. Er starfstilhögun á heimilinu öll með svipuðum hætti ogs. I.sumar og lýst hefur verið áður hér í blaðinu. Aðsókn hefir verið mjög góð, einkum eftir að skip fóru að liggja inni og bíða löndunar oft svo tug- um skipti. Frá því heimilið tók til starfa hafa ekki færri en 50— 150 menn skráð nöfn sín í gesta- bök á hverjum degi, auk þess hafa komið þar fjölda margir aðrir, einkum á fréttatíma að kvöldi til. Um 1000 bréf hafa þegar verið skrifuð, og annast um að koma þeim í póst, peningar hafa verið sendir, munir geymdir og reyntað greiða fyrir mönnum, efíir því sem tök hafa verið á. Þá hafa verið flutt 4 erindi, 3 þeirra af hr. Pétri Sigurðssyni um bindindi og andleg mál, en eitt af hr. Eiríki Sigurðssyni, kennara á Héraösmói bindindismanna á Vestfjörðum. öll þau mót og allir mannfund- ir, er stefna mönnum saman til eflingar því, sem gott er, og ó- eigingjarnt, hafa tvöfalda og jafnvel margfalda þýðingu. Fyrst og fremst þá, að tryggja sigui' þess sameigin- Iega áhugamáls, er kallar menn saman á slík mót, og svo hitt, að sameina menn, og er það ekki létt- vægt. Þar sem menn hópast saman um sameiginleg áhugamál, kynnast menn, færast nær hver öðrum, fjarlægast flokkadrátí, tortryggni og fordóma, og nálgast bræðralagið. En það er hið himinháa takmark allrar menningar og hinn yndislegí draumur hugsjónanna ag sjáenda allra alda. Þau mörgu hundruð manna, er komnir voru saman sunnud. 14. júlí s. 1. á iðgræna og eggslétta túninu inni í Tungudalnum, á ísa- firði, í skjóli skógivaxinnar hlíðar, þar sem silfurtær foss steypist af stalli fram, urðu áreiðanlega ekki annars varir, en þess eins, að þar var gott að vera. Þar voru menn af öllum flokkum, játningum og stefnum, en allir sem ein sál, fundu það eitt, að þeir voru bræður og systur, er áttu mikilvægt og sam- eiginlegt áhugamál, og voru signdir þann dag af sól Guðs og yndisleika hins bjarta og skýlausa dags, er gat verið þeim um leið forboði þess þráða, skýlausa og fagra menningardags, sem í fylling tím- ans hlýtur að renna upp yfir stríð- andi lýði, er í sínu innsta eðli þrá lífið og Ijósið. Akureyri er hann nefndi: ísland í dag. Aðsókn var eftir atvikum góð og fór vaxandi. Síðasta hálfa mánuðinn hefir fjöldi sjómanna verið í landi, og hafa margir þeirra heimsótt sjó- mannaheimilið og setið þar við lestur og skriftir, Umgengni gest- anna hefir verið hin bezta og margir hafa látið ánægju sína í ljós yfir starfinu þarna og vonandi tekst heimilinu að efla svo starf- semi sína, að því takist að bæta úr þörfum sjómanna og verka- fólks, sem hingað koma yfir sum- artímanrr. Það var inndælt áð koma á fætur þennan fegursta og blíðasta dag sumarsins. Kl. 10 gengu svo bind- indinsmenn — Góðtemplarar og Skátar, Ungmennafélagar og fl. í myndarlegi'i skrúðgöngu frá Góð- templararahúsinu á ísafirði, um tvær aðalgötur bæjarins og til .kirkju. Þar sungu þeir messu prest- arnir séra Marinó Kristinsson og séra Jón Ólafsson, og flutti ræðuna hinn síðari. Söngmaðurinn tónaði, ræðan var ágæt og söngur kórsins og safnaðar var mikill og fyllti kirkjuna, eins og vera á. Eftir hádegið tókfólkið að streyma inn Tungudalinn, unz kominn var þar saraan mikiíl fjöldi manna, bæði úr ísafjarðarkaupstað og frá nær- Iiggjandi fjörðum. Á sléttu túni hafði verið reist mikið tjald til veitinga, myndar- legur og vel skreyttur ræðupallur og svo fánum" skreyttur skrauíbogi íil þess að bjóða gesti velkomna. Mótið setti umdæmis æðsti templ- ar Guðmundur Sveinsson, aðal ræð- una flutti skólastjóri Sveinn Gunn- laugsson, Flateyri. Aðrir ræðumenn voru: Skólastjóri Björn Guðmunds- son, Núpi, Halldór Kristjánsson. Kirkjubóli, Önundarfirði, Hörður Helgasson, fulltrúi bindindisfélaga í skólum, Páll Jónsson, kaupmað- ur, ísafirði, Séra Halldór Kolbeins, Friðrik Á. Brekkan rithöfundur og undirritaður. Lúðrasveit ísafjarðar og Karlakór ísafjarðar skemmtu á milli, en auk þess voru almennir söngvar. Þá var all mikilvægt at- riði í sambandi við mótið. Það var filmtaka Sigurðar Guðmunds- sonar ljósmyndara, semkomið hafði vestur til þess að fílma mótið og gera það þar með langlíft. Yfirleitt var mótið í alla staði þeim til sóma, sem að því stóðu og munu allir hafa horfið heim úr Tungudalnum glaðir og þakklátir fyrir yndislegan dag. Nokkrir urðu þó að bera hita og þunga dagsins eins og vant er, og var það ekki sízt sá hluti mannkynsins, sem jafnan inni'r af hendi hina óeigin- gjörnustu þjónustu, konurnar, sem á bak við tjöldin vinna til þess að auka á vellíðan þeirra, er skemmta

x

Reginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.