Reginn


Reginn - 30.07.1941, Side 1

Reginn - 30.07.1941, Side 1
BLAÐ TEMPLARA 4. árgangur Siglufirði, 30. júlí 1941 SIGLUFIRÐI 6. tölublað Sjómanna- heimili og gesta- Siglufjarðar. Síldin er orðin ómissandi þáttur í afkomu þjóðarbúsins. Og það er hún, sem dregur fjölda fólks til Siglufjarðar á hverju ári. Margt af því fólki, sem hér dvelur við landvinnu, á hér engin heimili. Og þegar mörg skip liggja inni, er það fjöldi sjómanna, sem eiga engan stað til að víkja að. Þeir hafa ekki átt annars úrkosti, en að dvelja í óvistlegum síldarskipum og »brökkum* eða leita á náðir svartadauðans og kaffihúsanna til að eyða tímanum. Því miður taka of margir þennan síðari kost. Ekki skal hér kastað þungum steini á neinn fyrir þessa þróun. En það er augljóst, að það er þýðingarmikið menningarmál fyrir sjómannastéttina og þjóðina í heild, að sjómönnunum sé gefinn kostur á að eyða þeim tíma, sem þeir dvelja i landi, sjálfum sér til gagns og blessunar, en ekki hið gagn- stæða, og þeir eigi einhvern stað til að víkja að, þar sem fúslega er fyrir þeim greitt. Það fór hér sem oftar, að um- bæturnar komu ekki ofan frá. Flestar umbætur koma venjulega frá hópum áhugamanna, sem hafa dug til að framkvæma hugmyndir sínar. Undanfarið hefur starfað á Siglufirði góðemplarastúkan Fram- sókn nr. 187. Hún hefur starfað með ágætum undir stjórn Péturs Björnssonar. Brýn þörf var á þessu vígi Reglunnar gegn áfengisnautn- inni í bænum. En þessum áhuga- sömu bindindismönnum var það ekki nóg að halda hér uppi bind- indisstarfi. Jafnskjótt og stúkan hnfði cignast hús var byrjað að brjótast í því, að starfrækja það sem sjómannaheimili að sumrinu. Undanfarin tvö sumur hefir svo verið rekið sjómannaheimili í húsi stúkunnar, og er almennt talið, að sú starfsemi hafi gefið góða raun og bætt úr brýnni þörf. Hér er af góðum skilningi verið að koma á móts við þá sjómenn og verkamenn, sem hér eru yfir síld- veiðitímann, til að greiða fyrir þeim, og gefa þeim kogt á að verja tómstundum sínum á heilbrigðan hátt. Hér hafa menn getað Iesið blöð, hlýtt á útvarp, og fengið ýmsa fyrirgreiðslu. Nú hefur bætzt við töluvert gott bókasafn, sem fengizt hefur að sumu leyti fyrir frjáls samskot frá síðastliðnu sumri. Eg held líka, að sjómönnum og verkamönnum sé að verða það Ijóst, að hér er unnið gott og ó- eigingjarnt starf. Það sýndi sig meðal annars á því, að allmörg skip og útgerðarmen styrktu þessa starfsemi með fjárframlögum í fyrra sumar. Gekk sumt það fé til bóka- safnsins, en hitt til endurbóta á heimilinu sjálfu. Ef fleiri skipshafnir viðurkenndu þetta í verki, væri sennilega hægt að bæta heimilið mikið, meðal annars með þvi að koma upp baði, sem forvígismenn sjómannaheimilisins hafa fullan hug á að gera svo fljótt sem unnt er. Á meðan ekkert sjómannaheim- ili var hér til, var tæplega hægt að dæma sjómennina hart fyrir að eyða timanum með því að ganga breíða veginn í áfengisbúðina og þaðan í kaffihúsin. En nú þegar sjómannaheimilið með lesstofu, út- varpi og öðrum þægindum er hér opið fyrir hvern sem er, horfir málið öðruvísi við. Þetta er nokkur prófsteinn á það, hvort sjómenn og verkamenn kunna að meta slíka menningarstofnun. Athugum þetta ofurlítið nánar. Hugsum okkur tvo háseta á sama skipi. Skipið er komið inn á Siglu- fjörrð til að landa, Það þarf að

x

Reginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.