Reginn - 28.05.1943, Síða 6
6
R E G I N N
„EINING
„Sameinaðir stöndum vér,
sundraðir föllum vér.“
Hvað er „Eining“? — „Eining“
er nýtt blað.
IJtgef endur:
Samvinnunef nd:
, Stórstúku Islands,
íþróttasambands íslands,
Ungmennafélags Islands og
Sambands bindindisfélaga í
skólum.
Drengilegur og fríður flokkur
stendur því að blaðinu, og nafn
þess táknar, að allir vilja starfa í
einingu að áhugamálum sínum, en
þau eru að vinna að öllu því, sem
er siðbætandi o^ mannbætandi.
Er þetta einhver merkilegasta
samtakatilraunin, sem íslenzkir á-
hugamenn í fjölmennustu félaga-
samböndum landsins hafa gert til
þessa.
Þau sex blöð, er ég hef séð af
„Einingu,“ eru hin ágætustu. Blað-
ið vill láta sem flest félags- og
menningarmál til sín taka, „upp-
eldi, heimilislíf, hjúskap, ástalíf,
heilbrigði, hreinlæti, íþróttir, list-
ir, verkmenningu og daglegt líf
manna“. Fjölbreytni er því ó-
venjulega mikil, og leikur hress-
andi blær og bjartur um blaðið,
vermdur eldi áhuga og trúar á sig-
urmátt góðs málstaðar.
Mætti vel svo fara, að „Einingu“
auðnaðist að skapa nýtt, sterkt og
heilbrigt almenningsálit í bindind-
ismálunum og fleiri menningarmál
um, er alltof mörgum virðist
ganga yfrið seint að átta sig á. —
„Reginn“ árnar „Einingu“ allra
heilla og væntir þess, að gengi
hennar og áhrif verði jafn víðtæk
og mikil, sem málstaður hennar,
tilgangur og málefni eru mikils-
verð. —
Ritstjóri „Einingar“ og ábyrgð-
armaður er Pétur Sigurðsson,
erindreki.
Kaupið og lesið „Eininguna“.
Hún er blað æskumannanna, blað
áhugamanna, blað íþróttamanna,
blað bindindismanna, blað allra
hugsandi manna
F. H.
Gdrðstæði
V tsæðiskartöflur
Garðáburður
PÉTUR BJÖRNSSON.
\
Seljum nýjan jisk daglega
frá kl. 10 til 12 á hád.
H.f. HRÍMNIR.
Tilkynning
frá Sumardvalarnefnd.
« •
Sumardvalarheimilið að Barði í Fljótum verður starfrækt á þessu
sumri á líkan hátt og síðastliðið sumar. Ætlunin er að heimilið taki
til starfa um 20. júní. 50 börn á aldrinum 3—8 ára geta komizt í sum-
ardvöl að Barði.
Nefndin hefur ákveðið að hafa opna skrifstofu í Barnaskólanum
dagana 31. maí til 2. júní (mánudag, þriðjudag og miðvikudag), kl.
4—6 e. h.
Þeir foreldrar, sem hafa í hyggju að koma börnum sínum að
Barði, mæti til viðtals á skrifstofunni einhvern þessara daga. Einnig
þeir, sem þegar hafa talað við einhverja úr Sumardvalarnefnd, eru
beðnir að koma til viðtals áðurgreinda daga.
SUMARDVALARNEFND
Gildaskáli.
Gildaskáli í nýbyggingu Kjötbúðar Siglufjarðar er til leigu frá
1. júlí n. k.
Lysthafendur sendi leigutilboð, sem miðist við eitt ár,. til skrif-
stofu Kjötbúðarinnnar fyrir 12. júní n. k.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Allar nánari upplýsingar gefur undirritaður.
f. h. KJÖTBÚÐAR SIGLUFJARÐAR
RAGNAR JÓHANNESSON.
ÞEIR, sem undanfarið hafa haft garðstæði hjá mér, eru vinsamlega
beðnir að láta mig vita hvort þeir þurfa þeirra í sumar, annars verða
þau lánuð öðrum eða ráðstafað á annan hátt.
N
PÉTUR BJÖRNSSON.