Reginn - 20.09.1952, Blaðsíða 3

Reginn - 20.09.1952, Blaðsíða 3
3 REGENN Siglfirðingar Norðurlandsmeistarar í knattspyrnu 1952 Meistaramót Norðurlands í knattspyrnu fór fram í Siglufirði dagana 13., 14. og 15. sept. s.l. Að þessu sinni tóku fjögur félög þátt í keppninni: Knatt- spyrnufélag Akureyrar (K.A.), Iþróttafélagið ,;Þór“, Akureyri, Iþróttafélagið „Völsungur“ frá Húsavíik. og Knattspyrnufélag Siglufjiarðar (K.S.), sem sá um mótið að þessu sinni. Leikar fóru svo, að K.S. varð Norðurlandsmeist- ari í knattspymu að þessu sinni. K.S. hlaut 5 stig, vann „Þór“ með 4 mörkum gegn 2 og „Völsunga“ með 5 gegn 1, en gerði jafntefli við K.A., 2 mörk gegn 2. „Þór“ hlaut 4 stig, vann K-A. með 3 mörkum gegn 2 og „Völsunga" með 3 gegn 2, en tapaði fyrir K.S. K.A. hlaut 3 stig: Vann „Völsunga“ með 6 gegn 1, gerði jafntefli við K.S. en tapaði fyrir „Þór“. „Völsungur“ hlaut ekkert stig; tapaði öllum leikjunum. Dómari mótsins var Hannes Sigurðsson úr iRvík, og leysti hann starf sitt af hendi með prýði. Mótið fór vel fram og drengilega í alla staði. —oOo— ISnglingaregluþingi 1352 60 barnastúkur með 6326 félögum 28. þing lUnglingareglunnar á Islandi var háð í Templarahöllinni i Reykjavík dagana 18,19 og 23 júlí s.l. Á þinginu voru mættir 27 fulltrúar frá 14 stúk- um, auk þess sátu þingið 15 gæzlumenn með full- trúaréttindi. Ársskýrsla istórgæzlumanns, frú Þóru Jóns- dóttur, var rædd á öðrum fundi þingsins. Nokikrar umræður urðu um skýrsluna, og: fóru allir gæzlu- menn viðurkenningar og þakkarorðum um starf stórgæzlumanns. Á skrá eru nú 60 barnastúkur með 6326 fél. Þingið gerði ýmsar samþykktir, þar á meðal þetta: „Unglingaregluþingið felur stórgæzlumanni ungl- ingastarfs að fyrirsikipa fyrsta sunnudag í febrúar ár hvert, sem hátíðis- og fjáröflunardag fyrir Ungl- ingaregluna, eins og á þessu ári-“ „Unglingaregluþingið leggur til við framkvæmda- nefnd Stórstúkunnar, að tekinn verði upp nýr hátt- ur við regluboðun. Ráðinn verði erindreki, er starfi á svipaðan hátt og umferðakennari ISl og UMFI. Erindrekinn dvelji eina til tvær vikur á hverjum stað, og haldi námskeið með stúikufélögum, kenni iþar heppilega starfshætti, iþjálfi embættismenn í siðum Reglunnar og kenni, og fleira er að skemmt- anastarfi lýtur. Æskilegt væri, að erindrekinn starf- aði í samráði við stórgæzlumann, jafnt að stofnun og eflingu barnastúkna sem undirstúkna. Tóbaksbindindi. „Unglingaregluþingið lýsir ánægju sinni yfir því, að Samband bindindisfélaga 'I sikólum, hefur tekið tóbaksibindindi á stefnuskrá sína, og skorar á önnur æskulýðssamtök að taka það til fyrirmyndar.“ Verðlaun Eins og áður voru veitt nokkur verðlaun til þeirra barnastúikna, sem fram úr sköruðu í ýmsum starfs- gxeinum. I þetta skipti hlutu þessar stúkur verð- laun: Barnastúkan „Lilja“ nr. 26 fyrir mesta fé- lagafjölgun hlutfallslega, kr. 100.00. Barnastúkan „Fyrirmyndin“ nr. 83, fyrir mesta félagafjölgun kr. 75,00. Barnastúkan „Árroðinn“ nr. 112, „Sumargjöf“, nr. 108 og „Lindin“ nr. 135, allar kr. 50,00 hver fyrir næst mestu félagafjölgun. Fyrir bezta fundarsóikn „Árdís“ nr. 101, kr. 100. Fyrir næst bezta fundarsókn „Haustrós“ nr. 123, kr. 75,00. Fyrir flest meðmæli upp í undirstúku „Eyrarrós“ nr. 68 kr. 100,00. —oOo— HÁLFRAR ALDAR STARF Barnastúkan EILlFÐARBLÖMIÐ á Sauðárkróki minntist 50 ára afmælis síns 2. marz s.l. Jón Þ. Björnsson skólastjóri hefur verið gæzlumaður Ei- lífðarblómsins í 44 ár og mun það vera einn sá lengsti starfstími sem nokkur gæzlumaður á að baki Á iþessum fimmt'iu árum hefur stúkan haldið 607 fundi. Félagar hiennar eru nú 115. Reginn flytur Jóni slkólastjóra og afmælisbarni hans beztu þakkir fyrir störfin á liðnum aldarhelm- ing, og væntir þess, að stúkan eigi á ókomnum ár- um mikinn þátt í vexti og þroska æskunnar á Sauð- árkróiki. —oOo— Berklaskoðun í Siglufirði, Grímsey og Kelduhverfi. Á hverju ári eru nú framkvæmd heildarberkla- skoðun á einstökum svæðum á landinu, stórum eða smáum, og mun slíkum rannsóknum haldið áfram í framtíðinni, eftir því sem framast verður við ikomið. 'Nýlokið er nú slíkri skoðun á Siglufirði, og voru þar skoðaðir nær 2500 manns. — Sam- kvæmt upplýsingum frá Sigurði Sigurðssyni, 'berklayfirlækni, gekk skoðun þessi ágætlega, og mættu yfirleitt allir til skoðunar, sem ekki voru veikir, fatlaðir, eða höfðu önnur fullgild forföll. Mjög lítið reyndist iþar um ný sýkingartilfelii. Þegar lokið var heildarsikoðun þessari í Siglu- firði, fór fram skoðun á íbúum í Grímsey og einnig með mjög góðum árangri. Ennfremur fór fram ein heildarskoðun á takmörkuðu svæði í sveit og var Kelduhverfi í Suður-Þingeyjarsýslu tekið fyrir að þessu sinni.

x

Reginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.