Reginn - 01.02.1959, Síða 4
REGINN
4
<------um bindindismál ..
RADDIR ÆSKUNNAR
------------------------------
Eins og geti'ð er um á öðrum stað í blaðinu, efndi
Áfengisvarnanefnd Siglufjarðar til ritgerðasamkeppni um
bindindismál í efsta bekk barnaskólans og í gagnfræða-
skólanum. Nemendur voru látnir gera stíl um bindindis-
mál. Hér fara á eftir þeir stílar, er nefndin verðlaunaði:
GAGNFRÆÐASKÓLINN
Bindindismál.
Um áramótin birtist mynd í dagblaði, sem sýndi mikla
mannþyrpingu í biðröð fyrir jramaii hús nokkurt i
Reykjavík. Við getum látið okkur detta það í hug, að
fólksfjöldi þessi sé fyrir framan Þjóðleikhúsið, og fólkið
bíði eftir að fá aðgöngumiða að næstu leiksýningu, eða
einhverri annarri skemmtun. En svo var ekki. Þessi mikla
biðröð var fyrir framan útsölu áfengisverzlunarinnar í
Reykjavík. Salan virðist hafa gengið vel, því á hálfum
öðrum tíma seldist áfengi fyrir mikið á aðra milljón.
Áfengið átti svo að nota til iþess að fagna komandi ári.
Við þekkjum sögurnar af drykkjumanninum, sem lagði
heimili sitt í rústir; af manninum, sem stjórnaði ökutæki
sínu ölvaður og varð valdur að miklu slysi, eða jafnvel
dauða. Já, við þekkjum ótal sögur um þau leiðindi og
böl, sem alltaf fylgir neyzlu áfengra drykkja. — En
hvernig stendur þá á því, fyrst þjóðinni er böl áfengis-
neyzlunnar svo kunnugt, að ekki skuli vera hægt að
stöðva þessa illu þróun?
Fyrir skömmu minntust bindindismenn um land allt
þess merka áfanga, sem náðist með stofnun Góðtemplara-
reglunnar. Reglan var stofnuð fyrir 75 árum á Akureyri.
Þó að drykkjuskapur sé mikill nú, var hann þó meiri
þegar Reglan byrjaði að starfa. Forráðamenn vissu um
böl áfengisins, og settu sér það takmark að berjast gegn
áfengis- og tóbaksnautn, og náðu þegar miklum og heilla-
drjúgum árangri.
Við óskum og vonum, að árangurinn verði enn meiri, er
fram líða stundir. En til þess að svo verði, þarf æskan
að rétta Reglunni örvandi -hönd. Æskan ein er þess
megnug að stöðva hina illu þróun. Með því að temja sér
bindindi og reglusemi strax í æsku og skipa sér i raðir
þeirra, sem berjast fyrir bindindi, getur sú æska sem nú
er að alast upp, orðið boðberi nýrra tíma, og þá mun
verða bjartara yfir íslenzku þjóðinni.
Ingibjörg Möller
★
Áfengisvandamálið.
Áfengið er alltaf eitt hið mesta vandamál allra þjóða.
Það er hægt að komast hjá öllu því böli, sem af því
hlýzt, með því að útrýma því gersamlega.
Það ætti að banna sölu áfengra drykkja, en því miður
eru alltof margir í okkar litla þjóðfélagi, sem háðir eru
þessum banvæna drykk og geta ekki unnið gegn áfengis-
nautn sinni, jafnvel þótt þeir vildu það.
Þann 10. janúar fyrir 75 árum var félagsskapur nokkur
stofnaður hér á landi, er hafði meðal annars eftirfarandi
atriði á stefnuskrá sinni:
a) Gefa mönnum fagurt eftirdæmi með algeru bindindi á
áfenga drykki.
b) Bjarga drykkjumanninum undan valdi áfengisins og
veita honum styrk í baráttu hans, með því að taka
hann í bræðralag reglunnar.
c) Aauka þekkingu manna á afleiðingum áfengisnautnar-
innar og stuðla að aukinni fræðslu í skólum um
bindindis- og áifengismál.
d) Vinna að og styðja setningu laga, sem draga úr neyzlu
áfengra drykkja, unz áfengisneyzlunni er með öllu
útrýmt.
Margt fieira er á stefnuskrá félagsskapar þessa, en þetta
er Góðtemplarareglan. Starf hennar hefur verið einn þátt-
ur í frelsisbaráttu þeirri, sem iháð liefur verið á Islandi
undanfarandi 75 ár. Reglan er víðtækur menningarfélags-
skapur, sem hefur aðallega það markmið að útrýma allri
áfengisnautn, og hún á vissulega erindi til allra manna.
Áður fyrr var drykkjuskapur aðeins almennur meðal
karlmanna hér á landi, en margt hefur breyzt á síðari ár-
um, og því miður er nú svo komið að konur eru einnig
meðal drykkjusjúklinga.
Slys af völdum áfengis eru mjög algeng, og maður, sem
til dæmis ekur bíl undir áhrifum áfengis, hefur gerzt
lirotlegur við lögin. Drukkinn maður er miklu seinni til
viðbragða, en ef hann væri allsgáður, taugakerfið sljófgast.
Áfengið er eitur og hefur mjög vond áhri-f á ýmis líf-
færi mannsins. Maðurinn finnur Mtið til á-hrifa utan að,
til dæmis kulda eða meiðsla, þv,í að tilfinningataugarnar
sljóvgast einnig, meltingin spillist af því að slímhúð mag-
ans bilar, hjartað linast og getur gefist upp ef mikið
reynir á það; taugakerfið veikist í heild sinni. Svona
mætti lengi telja, en að lokum getur maðurinn orðið aum-
ingi, andlega og líkamlega, og þar af leiðandi ófær um að
gegna þeim skyldum, sem honum eru lagðar á herðar.
Mörg heimili eru það sem lagst hafa í rúst af völdum
þessa drykkjar, og hamingjusamt heimiiislíf eyðilagt.
Menn skyldu hugsa um allt þetta böl og alla þá óham-
ingju, sem af áfengisneyzlu hlýzt, áður en þeir tækju
fyrsta staupið og það er bezt og hollast fyrir hvern mann
að halda sér algerlega frá allri áfengisnautn.
Erla Jóhannesdóttir
★
IJm áfengi og bindindi.
„Drekkum aldrei dropa af víni,
dauðinn býr þar í“.
Allir unglingar ættu að strengja þess heit að verða
bindindismenn á vín og tóbak.
Með því að ganga í stúku, þegar á barnsaldri, stígur
maður fyrsta skrefið að því marki. — Af neyzlu áfengis
leiðir margt illt, t.d. heimilisböl, slys, dauðsföll, at-vinnu-
missir, mikil fjárútlát og m.fl. I fyrstu drekka menn aðeins
eitt og eitt staup en þegar frá Mður fer maðurinn ekki
að geta lifað án áfengisins, eins og þar segir.
„Margt smátt gerir eitt stórt“.
Alls kyns freistingar steðja frekar að drykkjumönnum
en bindindismönnum, og drykkjumaður á til að gera
margt, sem bindindismaður eða sá, sem ekki er á valdi
Bakkusar mundi aldrei gera. Það er sannað mál, að sá,
sem er undir áhrifum áfengra drykkja, vinnur störf sín
ekki eins vel og bindindismaðurinn.
Drykkjumanninum finnst allt leika í lyndi og allar
áhyggjur finnast honum fjúka út í veður og vind. Þetta
er vegna þess, að áfengið, sem er deyfandi nautnameðal,
hefur lamandi áhrif á allar frumur Mkamans, en þó eink-
um á frumur heilans, og liann kemst úr jafnvægi, og