Reginn - 01.02.1959, Blaðsíða 5

Reginn - 01.02.1959, Blaðsíða 5
5 REGINN getur því ekki starfað eins og vera ber. Maðurinn, sem þarf fyrir heimili að sjá og er drykkjumaður hugsar stundum lítið sem ekki neitt um konu sína og hörn, heldur eyðir hverjum eyri sem hann vinnur sér inn fyrir áfengi. Og börnin horfa á föður sinn dauðadrukkinn, þann, sem ætti að vera fyrirmynd þeirra og hjá honum fá þau oft ekki það, sem kalleð er hin mikla föðurblíða. Þetta er ekki falleg sjón en því miður of algeng. En hvers vegna drekka menn þá áfengi þegar þeir vita hversu skaðlegt það er? Sumir segja til þess að iosna við allar áhyggjur og kviíða. Það getur vel verið að þetta sé satt. En ætli áhyggjurnar aukizt ekki aftur, þegar af manninum rennur, og að „hann beri þess sár um ævilöng ár, sem aðeins var stundarhlátur“. Aðrir segja, að þeir drekki til þess að verða skemmti- legir, til að eyða minnimáttarkennd, til þess að gleyma smæð sinni og eymd, og svona mætti lengi telja. En svo eru sumir, sem drekka af þeirri einföldu ástæðu, að þeim finnst vínið gott. Afengið hefur lamandi áhrif á starfsorku, getu og heilsu allra, sem þess neyta. — Hversu nauðsynlegt er það t.d. ekki fyrir íþróttamanninn að vera alger bindindismaður. Hann verður að halda starfsorku sinni óskertri, en það getur hann aðeins með því að neyta ekki áfengra drykkja. Af áfenginu stafar mikil slysahætta. Maður, sem ekur bíl, stjórnar flugvél eða einhvers konar farartæki, og er undir áhrifum áfengis getur ótt það á hættu, að valda slysi bæði á sér og öðrum . Og við rannsókn hefur komið í ljós, að þau eru ekki svo fó slysin, sem eru bein afleið- ing áfengisnautnar. Nú ættu allir unglingar að „stíga á stokk og strengja þess heit að neyta hvorki áfengis né tóbaks. Með því móti fáum við sterka og framtakssama æsku, sem óhrædd horfist í augu við það, sem framtíðin ber í skauti sínu. IndriSi Jóhcinnsson ★ Hættur áfengisnautnar. Áfengið hefur löngum verið mannkyninu hættulegt, og hafa Islendingar, eigi siður en aðrar þjóðir, átt í miklum brösum við Bakkus. Á síðari árum hefur mönnum þó tekizt betur að skilja hættuna, sem er samfara áfengisnautninni, og margur maðurinn hefur lagt fram mikið og þakkarvert starf í að bægja hættunni frá. Til dæmis hafa verið stofnuð sam- tök og komið upp hælum fyrir ofdrykkjumenn, þar sem reynt er að forða þeim frá áfengisbölinu og hjálpa þeim á rétta braut. Nú heyrist æ oftar um slys sem koma fyrir vegna ölvunar. Maður, sem ekur bifreið undir áhriifum áfengis er stórhættulegur bæði sjálfum sér og öörum, vegna þess, að dómgreind hans og sjónsviö hafa sljófgast, og verður hann því ekki eins viðbragðsfljótur, ef eitthvað óvænt kemur fyrir. En bifreiðastjórarnir eiga ekki alltaf sökina á slysunum. 0,ft getur það verið ölvaður vegfarandi, sem slangrar út á götuna í veg fyrir umferðina og veldur þannig slysi. En slysin eru aðeins einn iþáttur í því böli, sem áfengið veldur, þvi að hvarvetna eru heimili, sem áfengisneyzla húsbóndans og jafnvel húsmóðurinnar líka hefur lagt í rústir. Margir strákar byrja að drekka vegna þess að þeir vilja vera „kaldir" og sýna hvað þeir gera, þó iþeim í raun og veru finnist vínið vera vont. Og þegar þeir eru á annað borð byrjaðir er oft ekki svo auðvelt að hætta. Og svo þegar þeir verða fullorðnir og eignast l)örn læra börnin þetta ef til vill af þeim eða þau fá fyrirlitningu á full- orðna fólkinu. Þess vegna ætti allt ungt fólk að ganga í stúku og setja sér að bragða aldrei vín eða tóbak. Jóhann Heióar Jóhannsson ★ BARNASKÓLINN Bindindismál. I öllum áfengum drykkjum er efni, sem heitir alkóhól. Alkóhól er eitur. Áfengið lamar taugakerfið, og hefur einkum áhrif á æðri starfsemi heilans. Þeir, sem drekka áfengi verða fyrst mjög málgefnir, en þegar þeir fara að drekka meira, l)yrja þeir að slaga og rugla. Áfengið sljófgar minnið og skilning, viðbragðsflýtir minnkar og þar af leiðandi vinna þeir öll störf miklu ver en þeir eru vanir að gera. Samt eru fullir menn alltaf vissir um, að þeir geri allt betur en aðrir. Menn, sem eru undir áhrif- umvins og vinna við vélar eða stjórna farartækjum, stofna sjálfum sér og öðrum í hættu. Maður sem ekur bíl og er fullur, ekur með dauðann við stýrið. Og það er allt annað en fallegt að sjá drukkinn mann veltast um göturnar, en enn hryllilegra er að sjá kvenfólk, t.d. ungar stúlkur út úr fullar. Og það er sárt að vita til þess, að sumir heimilis- feður, sem eiga fyrir stóru heimili að sjá, drekka út hvern eyri, sem þeir vinna sér inn, en kona og börn líða skort. Áfengið er meira beimilisböl en flest annað. Og komið hefur það fyrir að eiginmaðurinn hefur misþyrmt konu sinni og börnum. Margt hefur verið gert til að bæta um fyrir drykkjusjúklingum, þar má telja fyrst og fremst stúkuna, sem unnið hefur mikilsvert og árangursríkt starf í mannfélaginu, og einnig hafa AA-samtökin unnið þarft verk. Margir hafa aðeins ætlað að fó sér einn lítinn, en þessi eini litli vill oft verða stór, og bezt er að talca aldrei fyrsta staupið, því að verra er að venja sig af en á. Soffía FriSgeirsdóttir ★ Áfengi og tóbak. Áfengi og tóbak er mikið þjóðarböl og hefur svo verið i mörg hundruð ár. Áfengi er mjög skaðlegur drykkur, og því miður eru alltof margir Islendingar, sem neyta þess. Áfengi er mjög hættulegur drykkur fyrir neytend- urna. Fyrst eru menn kótir og ræðnir, en þegar lengra líður, verður maðurinn meir og meir utangátta, unz hann sofnar alveg, og er það ljót sjón að sjá dauðadrukkinn mann. — Áfengi dregur úr mótstöðuafli líkamans, veikir alla tilfinningu, þannig að manninum er bráð hætta búin. Mörg slys hljótast af þvií að sá sem stýrir t.d. bíl, er undir áhrifum áfengis. Einnig gera menn margt, er þeir eru drukknir, sem þeir aldrei mundu gera ef þeir væru ódrukknir og svona mætti lengi telja. Og svo eru það peningarnir. Margt fallegt gæti só maður keypt, sem tæki andvirði hverrar flösku, sem hann annars mundi kaupa, og notaði það til þarfra hluta. Nú á tímum fárast sumir inenn yfir því hve skattarnir séu háir, en þeir tala ekki um þá upphæð, sem þeir borga í áfengi og tóbak, jafnvel þó hún sé ennþá hærri. Tóbak er ekki síður liættulegt en vínið; það orsakar oft krabbamein í lungum og marga aðra hættulega kvilla. Oftast byrja menn á reykingum af því að þeir halda, að þar með séu þeir orðnir „karlar í krapinu", en það er versti misskilningur. Þeir eru ekkert meiri menn, en aftur á móti eru þeir oft sjálfum sér til skammar og háð- ungar. Og einnig fara miklir peningar fyrir tóbakið eins og vínið. Oft vill það bera við, að frægir karlar eða konur auglýsa tóbak og vín, ekki vegna þess, að þeim þyki það gott, heldur aðeins vegna peninganna, og er það ljótur vani. Að endingu vil ég skora á alla Islendinga að fylkja sér undir merki Góðtemplarareglunnar, I.O.G.T., og halda vel heit sín. Fregsteinn Jóhannsson ★ Áfengisneyzlan er böl. Enginn æskumaður eða kona ætti nokkurntíma að byrja á að smakka áfengi, því að þó að það virðist skað-

x

Reginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.