Reginn - 01.02.1959, Qupperneq 6
REGINN
6
1. FEBRÚAK
(Framhald af 1. síðu)
láta ríkið hætta sölu áfengis og koma á algjöru
innflutnings- og sölubanni á áfengum drykkjum.....
Bindindismenn ihafa gert 1. febrúar að sérstökum
baráttudegi fyrir útrýmingu áfengis. Að vísu eru
allir dagar ársins baráttudagar fyrir hinu háleita
marki að losa þjóðina við bölvun áfengisins, en 1.
febr. á þó að vera sérstakur hvatningar- og bar-
áttudagur.
Bindindismenn ! Minnum ávallt á 1. febrúar 1935
til viðvörunar. Bendum þjóðinni á, að á íslandi
ræður nú heimskuleg og skammsýn efnishyggja í
áfengismálunum. Þar sem fyrir áfengisgróða er
greitt með fjölda mannslífa og framtíðarheiil
æskunnar fórnað fyrir peninga.
Hve lengi lætur íslenzka þjóðin stjórna sér þannig?
Bindindismenn heita á æskufólkið til stuðnings
við málstað bindmdis.
Minnist þess, að áfengið er hættulegasti óvinur
æsku og manndóms.
Áfenginu fylgir menningarieysi, ófrelsi, sjúkdém-
ar, örbirgð og dauði. Á móti öllu þessu berst æskan.
Þess vegna skipar heilbrigð æska sér undir merki
bindindismanna.
„ísland vínlaust, það er takmark vort“
Jóh. Þorv.
laust í fyrstu, þá er fyrsta staupið oft undirstaða Undir
ógæfu mannsins. Enginn ætlar í fyrstu að verða of-
drykkjumaður, en það getur orðið áður en þú veizt af.
Mikið væri hægt að kaupa fyrir þær gifurlegu fjárhæðir,
sem sóað er árlega í áfengiskaup, en þó er margt verra
en peningaútlátin, því bölið, sem af því stafar er svo
mikið, að því geta engin orð lýst. — Ötal glæpir eru
framdir undir áhrifum áfengis, sem maðurinn sér eftir
alla ævi að hafa framið, og aldrei hefðu átt sér stað, ef
áfengið hefði ekki verið annars vegar. Hugsið ykkur
muninn að sjá allsgáð fólk skemmta sér eða fólk. sem
ekki veit sitt rjúkandi ráð. Það finnst engin varanleg gleði
í því að drekka vín.
íslenzk æska! Vinn-um öll að því að útrýma áfenginu
úr landinu, þá mun okkar bíða betri og bjartari framtíð.
Hlín SigurTmrdóttir
★
Bindindismál.
Áfengi er mjög skaðlegur drykkur. Þess vegna ætti
enginn að byrja á því að drekka vín. Það gerir mann
hæði fátæka og óhrausta. Tóhak og áfengi kostar mikla
peninga. Þeir, sem drekka mikið áfengi, gera margt ljótt,
sem þeir myndu ekki haifa gert, ef þeir hefðu aldrei
smakkað vin. Þess vegna ættu allir að heita því ungir að
smakka aldrei áfengi, því áfengið er eins og smitandi
veiki, sem allir ættu að forðast. T.d. drykkjumenn, sem
eiga konu og börn, þurfa kannske að búa við fátækt og
verða að neita sér um allt nema það allra nauðsynlegasta.
Mér finnst mjög leiðinlegt að horfa á menn, sem eru
undir áhrifum áfengis slarka úti, og ég er því mjög fegin
að pabbi minn er alveg bindindismaður. Þegar menn eru
undir áhrifum áfengis mega menn ekki keyra bifreiðar,
því það getur oft valdið hættulegum slysum. ÖIl börn
ættu að g'anga í barnastúku, og vera áfram bindindis-
menn þegar þau eru orðin fullorðin, þá myndi mörgum
líða hetur en nú, þegar margir drekka vín.
Guóbjörg Ólöf Björnsdóttir
SJÓMANNA- OG GESTAHEIMILIÐ
(Framhald af 3. síðu)
arnar sneimma og fyrir ágústlok voru flest öll skip
hætt síldveiðum fyrir Norðurlandi.
Aflamagnið varð lítið en söltun með mesta móti
og bætti það nokkuð úr.
Gestaf jöldi í júlí .............. 3624
— - ágúst ............. 2962
Álls 6586
'VEL
Heimilið naut sem áður opinberra styrkja til
starfseimi sinnar, en þeir hafa verið óbreyttir í yfir
tíu ár:
Prá ríkissjóði ............ kr. 5.000,00
- Siglufjarðarkaupstað .... — 1.000,00
- Stórstúku íslands ...... — 3.000,00
Gjafir og áheit
Haraldur Böðvarsson, Akranesi ...... kr. 2.000,00
Júlíus Halldórsson, Akureyri ....... — 10,00
Jón B. Einarsson, Hafnarfirði ...... — 30,00
Skipverjar Böðvar A.K 33 ........... — 50,00
Hafþór R.E. 95 .......... — 220,00
— Hrönn G.K. 241 .......... — 200,00
— Vísir K.E. 70 ........... — 430,00
Úr gjafabauk ....................... — 165,00
Heimilið hætti störfum í ágústlok, og var þá lokið
síldveiðum fyrir Norðurlandi.
Stjórn Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarðar
þakkar öllum, sem studdu heimilið fjárhagslega og
á annan hátt.
I stjóm Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarðar.
Jóhann Þorvaldsson Andrés Hafliðason
Pétur Björnsson.
75 ára afmælis Góðtemplarareglunnar
minnzt á Akureyri.
Afmæli Góðtemplarareglunnar var minnst með
sameiginlegum hátíðafundi í st. Ísafold-Fjallkonan
nr. 1 og st. Brynju nr. 99 á Akureyri laugardaginn
10. jan. s.l. I stúkurnar gengu 11 nýir félagar á
fundinum. Fundinum stjórnaði séra Kristján
Róbertsson. Hannes J. Magnússon, skólastjóri, flutti
minni ísafoldar, en Jón J. Þorsteinsson, kennari,
minni Reglunnar. Auk þess voru ýmis skemmtiatriði
og dansað á eftir.
Á isunnudaginn var afmælisins minnst við guðs-
þjónustu í Akureyrarkirkju, þar sem séra Kristján
Róbertsson prédikaði. Gengu templarar í kirkjuna
undir Reglufána.
Nefnd frá Reglunni átti viðtal við ritstjóra viku-
blaðanna á Akureyri og afmælisins minnst rækilega
í öllum blöðunum.