Reginn - 01.02.1959, Síða 7

Reginn - 01.02.1959, Síða 7
7 REGINN ÉG ÖSKA ÞÉK TIL HAMINGJU, ungi maður, með þá ákvörðun þína að vera bindindismaður. Síðan í okt. s.l. hafa 31 unglingur á aldrinum 14-17 ára gengið í stúkuna Framsókn nr. 187. Flest af þessum ungmennum hafa áður verið árum saman í barnastúkunni Eyrarrós. Stúkan býður þetta unga fólk hjartanlega velkomið og væntir þess að það starfi sem lengst undir merkjum Góð- templarareglunnar. Hlutverk Góðtemplarareglunnar Markmið Atþjóðareglu góðteanplara (Interna- tional Order of Goodtemplars), sem stofnuð var árið 1851, er að skapa fegurra, frjálsara og full- komnara líf einstaklinga og þjóða. Reglan krefst af félögum sínum algers bindindis um áfenga drykki. Starfsemi Góðtemplarareglunnar er reist á hug- sjóninni um bræðralag allra manna. Allir eiga að hafa jafnan rétt til persónulegs þroska, frelsis og hamingju. Hver og ei-nn á að gæta náunga síns og sérhver er kallaður til starfs fyrir vaxandi mannheill og lífshamingju annarra. Góðteinplarar vilja: 1. Byggja upp félagshreyfingu um heim allan fyrir konur og karla, án tillits til kynþátta, þjóðernis, trúarbragða eða stjórnmálaskoð- ana. 2. Gefa mönnum fagurt eftirdæmi með algeru bindindi einstaklingsins um áfenga drykki, skapa heilbrigðar lífsvenjur í þjóðfélögunum og undirbúa jarðveginn fyrir menningu án áfengis. 3. Bjarga drykkjumanninum undan valdi áfengis- ins og veita honurn styrk í baráttu hans með því að taka hann í bræðralag Re-glunnar. 4. Auka þekkingu manna á afleiðingum áfengis- nautnarinnar og stuðla að vaxandi fræðslu í skólum um bindindis- og áfengismál. 5. Vinna að og styðja setningu laga, sem draga Til íhugunar: HVAÐ ER ÁFENGI ? ílreint áfengi er tær vökvi, sem lítur mjög sak- leysislega út, en er þó sterkt og hættulegt eitur. Það drekkur enginn óblandaðan vínanda, en hann er meira og minna í öllum áfengum drykkjuin. Tiltölu- lega minnst er af honum í öli og léttum vínum, en rneira í hinum svonefndum sterku drykkjum. Það er einkenni allra tegunda áfengis, að það verkar drepandi á allt lifandi, bæði jurtir og dýr, og því meir sem vínandinn er sterkari. ÁFENGI OG ÍÞRÓTTIK. Mikill íþróttaáhugi ríkir nú meðal karla og kvenna og er það gott. íþróttirnar stæla og styrkja líkamann og gera menn hrausta, þolna, styðja að fallegum vexti, lengja lífið og stæla viljann og vitið. Ef þeir sem stunda íþróttir, temja sér jafnframt að neyta áfengis og tóbaks, haga þeir sér líkt og maður, sem er að byggja sér hús, en rífur alltaf niður að kvöldi, sem byggt hefur verið vfir daginn. íþróttir og áfengi eru svarnir óvinir. — Sannur íþróttamaður neytir því aldrei áfengis eða tóbaks. AFENGI OG LANGLÍFI Brezku lífsábyrgðarfélögin skipta öllum þeim, sem tryggja sig, í tvo hópa: bindindistmenn og hóf- drykkjumenn. Ofdrykkjumenn tryggja þau alls ekki. Bindindismenn þurfa ekki að greiða eins há ið- gjöld og munar það allt að einum þriðja hjá sumum félögunum. Stafar þetta af margra ára rannsóknum, sem leitt hafa í ljós, að dauðsföll manna á aldrinum 29-60 ára eru miklum mun færri hjá bindindis- mönnum en hófdrykkjumönnum. Sænskar hagskýrslur telja 84 dauðsföll meðal bindindismanna á móti hverjum 100 í hópi hóf- drykkjumanna. Rannsóknir víðsvegar úr heiminum benda til þess, að meðalævi bindindismanns verði 28 % lengri cn þeirra, sem neyta áfengis. úr neyzlu áfengra drykkja, unz áfengisverzlun og áfengisneyzlu e-r með öllu útrýmt. G. Styðja gildandi bindindisilöggjöf og stuð-la að því, að hún komi að sem beztu gagni. 7. Styrkja þá. félagslegu starfsemi og menningu, sem elur félaga sína upp til að vera góð-ir þegnar og kemur þeim til andlegs og líkamlegs þroska. 8. Efla andlegt frelsi, umburðarlyndi og bróður- legt samstarf á öllum sviðum mannlegs lífs. 9. Vinna að því, að andi réttlætis og bræðralags nái að gegnsýra allt þjóðlífið. 10. Vinna að va-ranlegum friði meðal allra þjóða.

x

Reginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.