Reginn - 01.02.1959, Side 8

Reginn - 01.02.1959, Side 8
REGINN 8' Ávarp til þjððarinnar. Þriðja þing Landssambandsins gegn áfengisböl- inu, haildið í Reykjavík dagan 8. og 9. nóv. 1958, viil vekja athygli allra landsmanna á því ískyggiiega ástandi í áfengismálum meðal þjóðar vorrar, sem enn ríkir og í vaxandi mæli. Sífellt hækka þær upp- hæðir stórkostlega, sem þjóðin ver til áfengiskaupa, og lítur út fyrir, að ekki verði iangt að bíða, að sú fjárhæð fari fram úr hálfu öðru hundraði milljóna króna á ári. Vantar þá ekki orðið mikið á, að til áfengiskaupa fari þúsund krónur á hvert manns- barn á landinu, eða 5000 kr. á fimm manna fjci- ókyldu, og sé meðtalið það fé, sem fer fyrir smygiað áfengi, mun ekki fjarri sanni, að þessi sé áfsngis- skattur þjóðarinnar orðinn í dag, og þó ekki nema sá hluti hans, sem greiddur er í peningum til að afla þess. Ótalið er þá allt hið gífurlega tjón, sem á- fengið veldur með glötuðum vinnustundum, slysum, sjúkdómum og beinni sóun efnisverðmæta. Alit er þetta þó aðeins ytra borð áfengisbölsins, og hitt enn geigvænlegra, sem birtist í siðferðislegri upp- lausn, glataðri heimilshamingju, glæpum og töp- uðuim manndómi. Þegar á allt þetta er litið, verður ckki ofmælt, enda mál margra vitrustu manna meðal menningarþjóða að áfengið sé sá versti böl- valdur, sem nú herjar mainnkynið. Fyrir því má enginn loka augunum né varpa frá sér ábyrgðinni í þeirri sérgóðu sjálfsblekkingu, að þetta sé honum óviðkomandi og gagnslaust um það að f jasa. Sagan hefur sýnt, að áfengisnautnin hefur komið heilum þjóðum á kné, og er enn að gegnsýkja svo sumar þekktustu menningarþjóðir heims, að það veldur leiðtogum þeirra mjög alvarlegum áhyggjum. Hér þarf íslenzkt aLmenningsálit að rísa á móti voðanum, áður en lengra verður farið á þessari braut. Þjóðin þarf að vakna til meðvitundar um það, að það er hverjum manni vansæmandi að skerða vit sitt og heilbrigði með áfengisnautn. Hver maður á að hafa gát á því, að sóa ekki dýrmætum fjármunum sínum og þjóðarinnar fyrir mannspiil- andi nautnalyf, og verða um leið valdur að enn meiri sóun andlegra og efnislegra verðmæta. Hvsr þegn þjóðfélagsins er ábyrgur í þessum efni gagn- vart sjálfum sér og þjóðairheildinni. En um leið ber að gera þær kröfur til ríkisvaldsins, að það gefi ekki spililingunni undir fótinn með síaukinni söiu áfengra drykkja. Stefna ber að því staðfastlega, að losa ríkissjóð við það að vera háður tekjum af áfengisverzlun, með það taikmark í huga, að öll áfengisverzlun verði niður lögð. Jafnframt verður að gera þá kröfu til ríkisvaldsins, að það íhagi ekki þannig úthlutun erlends gjaldeyris, að það leiði beinlínis til áfengis- smygls, eins og reynsla síðustu tíma benda ti'l. Og meðan leyfð er lögleg meðferð áfengis í landinu, verður einnig að krefjast þess, að stranglega sé gætt allra lagafyrirmæla um þau efni, og hvergi GÓÐTEMPLARAREGLAN Á ÍSLANDI 75 ÁRA (Framhald af 2. síðu) Benedikí ,S. Bjarklind, lögfræðingur, fæddur 9. júlí 1915, sonur Sigurðar Sig- fússonar Bjarklind kaupfélagsstjóra á Húsavík og konu hans, Unnar Bene- diktsdóttur. Fulltrúi borgarfógeta. Stórtemplar frá 1957. Benedikt S. Bjarklind, lögfr. Af regluboðum Stór- stúkunnar hefur enginn verið eins farsæll í starfi eins og Sigurður Eiríksson. Hann ferðaðist um landið fyrir Regluna í 15 ár og stofnaði 58 góð- templarastúkur. Núverandi regluboði er Gunnar Dal, rithöfundur. Sjötíu og fimm ára afmælis Góðtemplararegl- unnar var minnst hér á Siglufirði með afmælishófi sunnudaginn 11. jan. Stúkan Framsókn nr. 187 sá um afmælishófið en það sátu um 150 manns. séð í gegn um fingur við ólöglega áfengissölu, heldur tekið með festu og vægðarlaust á öllum áfengis- lagabrotum. Þessuim kröfum skýtur þingið til allra landsmanna og mælist til þess, að þeim verði sem víðast og oftast á lofti haldið, ekki aðeins í samþykktum funda og félaga, heldur einnig manna á milli af hverjum einstaklingi við öll tækifæri. 'Heitir Landssambandið á alla íslendinga, sem sjá í hvert óefni stefnir í þessum málum, að veita bind- indismálinu liðsinni sitt og vinna að því að um- skapa almenningsálitið í þessum efnuim. Bindindið er mannsmótið sjálft Bindindissöm þjóð er sterk þjóð. Stjórn Landssambandsins gegn áfengisbölinn.

x

Reginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.