Reginn - 22.12.1970, Side 2

Reginn - 22.12.1970, Side 2
2 R E G I N N Sr. KRISTJÁN RÓBERTSSON: Fögur jól - fegurra mannlíf Að halda jól er meiri list og vandi en margur heldur. Við reynum öll að gera okkur einhvem dagamun um jól- in, og þar föram við bæði eftir okkar eigin smekk og hugkvæmni. Og víst er góðra gjalda vert að gera sér slíkan dagamun. I öllu jólahaldi er einhver tilbreyting fólgin frá amstri og striti dægranna. I jólahaldi okkar flestra cr líka einhver fegurð, hátíðleiki og birta, sem lyftir huganum upp yfir myrkur og lífleysi skammdegisins. Því eldri sem við verðum, því tamara verður okkur að líta yfir farinn veg um hver jól. Þá finnum við vel, að fegurstu og beztu stundir ævinnar eru einmitt tengdar jólunum. Þessi hátíð friðar, fegurðar og kærleika mildar hugarfar- ið, eykur birtuna í sálinni, endurvekur barnið í okkur sjálfum, ásamt hæfninni til að hrífast og gleðjast með öðrum. Hin góðu áhrif jólanna eru því mikil og margvísleg. Víst myndi mannlífið vera dapurlegra og snauðara, ef engin væru jól. Og menning okkar myndi vera fátækari að verðmætum og inni- haldi, ef þessi hátíð ljóssins hefði al- drei verið til. Samt má ekki halda, að auðævi og fegurð jólanna komi fljúgandi í fang okkar fyrirhafnarlaust. Sú blessun, sem jólahaldið færir okkur, er í öraggu hlutfalli við það, sem við sjálf leggjum í jólin úr sjóði hjartans. Það er hægt að halda íburðarmikil jól. Það er hægt að kaupa sér tilbreyt- ingu og dagamun fyrir peninga. En ef ekki fylgir jólunum neitt annað og meira, er hætt við, að blessunarrík á- hrif jólanna í lífi okkar verði minni en vera þyrfti. Það sem gerir gæfumuninn um unaðslegt og blessunarríkt jóia- hald, er að kunna þá list og þann vanda að skapa og halda hátíð. Það er hægt að reisa glæsileg og íburðarmikil hús, ef nægir peningar eru fyrir hendi. Það er hægt að fylla slík hús með dýrum og vönduðum hús- gögnum, ef gjaldmiðilinn vantar ekki. En til að gera slík híbýli að heimilum þarf meira en peninga. Það þarf sál til að skapa sannarlegt heimili. Unaður, vellíðan og hamingja þrífast ekki þar sem sálina vantar. Mannabústaðir verða aldrei fagrir né aðlaðandi, nema þar sem fagurt mannlif og sálarfegurð fá að þróast. Og þannig er það líka með jólin. Há- tíðasiðirnir og fegrun umhverfisins veita alltaf einhverri fegurð inn í líf okkar. En það hvort þín persónulegu jól verða þér auðug eða snauð, er undir þér sjálfum komið. Sönn hátíð er ekki fólgin í ytri íburði. Sönn hátíð á upp- tök sín í þínu eigin hjarta. Að kunna að halda jól er liið sama og að kunna að lifa lífinu rétt. Ef þú kannt þá sönnu gullgerðarlist lífsins, þá verða hver jól þér auðug og full unaðar. Slík jól stuðla meir að fegrun mannlífs og menningar en þau jól, sem keypt eru íyrir peninga. GLEÐILEG JÖL. Kristján Róbertsson Gleðileg jól! Farsœlt komandi ár! Þökk fyrir viðskiptin Verzlunarfél. Siglufjarðar Gleðileg jól! Farsœlt komandi ár! Þökk fyrir vlðskiptin Bókaverzlun Hannesar Jónassonar KrLstín Hannesdóttir Gleðileg jól! Farsœlt komandi ár! Þökk fyrir viðskiptin Aðalbúðin h.f. Bókaverzlun Lárusar Þ. J. Blöndal Gleðileg jól! Farsœlt komandi ár! Sjúkrasamlag Siglufjarðar Gleðileg jól! Farsœlt komandi ár! Þökk fyrir viðskiptin Sjóvátryggingafélag Islands h. f. Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! Þökk fyrir viðskiptin Eyrarbúðin Gleðileg jól! Farsœlt komandi ár! Þökk fyrir viðskiptin Föndurbúðin

x

Reginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.