Reginn - 22.12.1970, Síða 8

Reginn - 22.12.1970, Síða 8
8 REGINN AÐ TIJLJILUTAN Áfengisvarnaráðs er Keginn sendur ókeypis öllum formönnum áfengisvarna- nefnda I landinu. Beginn flytur eftirtöldum aðiljum beztu þakkir fyrir fjárhagslegan stuðning: Áfengisvarnaráði Stórstúku Islands Áfengisvarnanefnd Siglufjarðar Umdæmisstúku Norðurlands. Einnig öllum skilvisum kaupendum sínum, gefend- um og auglýsendum. Landið okkar fslenzkt greni Klæðum landið skógi á ný. Birkið tU skjóls og gróðurverndar. Grenið og beykið til nytja og íegurðar. 2 í SKJÖLI SKÓGANNA Prá landnámsöld og fram á miðja 14. öld, lifðu fslend- ingar aðallega á búskap og hlunnindum landsins. En hvað var það, sem gerði vax- andi þjóð kleift að hfa nær eingöngu á landbúnaði í meir en fjórar aldir? Það var um- fram allt víðáttumikið gróð- urlendi, ekki hvað sízt birki- skógamir. IJr birkiskógun- um fengu menn eldivið og viðarkol og efnivið í allskon- ar búsgögn og amboð. Á fyrstu öldum íslands byggð- ar var járn unnið úr mýrar- rauða. Var sú jámvinnsla nefnd rauðablástur, þurfti til hennar mikið magn viðar- kola. Eiinnig þurfti viðarkol til hvers konar járnsmiða, og dengja gömlu, íslenzku ljáina. En birkiskógurinn veitti fyrst og fremst öðrum gróðri skjól og vemdaði hann gegn uppblæstri. Hann mildaði veðráttuna, skýldi búfé í ill- viðrum og gerði búfjárrækt arðbærari. Hann var líka oft þrautalendingin í harðindum, er heyskortur svarf að, en þá var lim höggvið til fóðurs búfé. Þá var kornrækt miklu árvissari í skjóli skóganna. Áhrif sígarettureykinga á hjarað og blóðrásina. Reykingar hafa aukizt stórlega á síðustu árum, einkum eftir 1940 og áhrifin eru þegar farin að sýna sig. Lungnakrabbameln er þegar farið að aukast ár frá ári og allt bendlr til, af reynslu annarra þjóða, að þessi sjúkdómur eigi Bindindisfélag ökumanna óskar yður gleðilegra jóla og gæfuríks árs. eftir að færast stórlega í aukana, 'f unga fólkið heldur áfram að reykja eins og það gerir nú. Ef við eigum að forðast maim- hrun á næstu áratugum, verðum við að brjóta við blað og hætta að reykja. Ekkert annað getur forð- að okkur frá þeim örlögum, sem aðrar reykingaþjóðir hafa orðið að mæta.

x

Reginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.