Reginn - 20.12.1976, Blaðsíða 4

Reginn - 20.12.1976, Blaðsíða 4
4 R E G I N N Samþykktir 12. þings Landssambansins gegn áíengisbölinu 1. 12. þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu vek- ur athygli á því þjóðarböli, sem af áfengisneyslu stafar og hvetur íslendinga til að sameinast 1 samhæfmn að- gerðum til þess að draga úr áfengisneyslu. Fólk er hvatt til að nýta hvert tækifæri, sem gefst til þess að vinna gegn áfengis- tískunni og að aukinni bind- indissemi. Er þá von til þess að árangur náist og hægt verði að eygja bjartari tíma fyrir land og þjóð. 2. 12. þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu þakk- ar dómsmálaráðherra fyrir að auka eftirlit með vínveit- ingum með því að fljölga eft irhtsmönnum. Þingið vill beina því til ráðherra að engar vínveiting ar verði um hönd hafðar í veitingahúsum, hvorki á sterkum vínum né léttum, tvö kvöld í viku hverri enda verði að minnsta kosti ann- að kvöldið um helgi og skiptist veitingahúsin þá á um að hafa vín laust kvöld. iÞá leggur þingið til að leyfisgjald til vínveitinga verði stórlega hækkað, t.d. upp í 1 til 2 milljónir króna árlega miðað við núgildandi verðlag og sé það til eins árs í senn. 3. 12. þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu telur rétt að komið verði í veg fyrir að sala áfengis hafi á- hrif á launakjör framreiðslu fólks. Á þetta eikum við um þjónalið veitingahúsanna. 4. 12. þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu telur að nú eigi að afnema toll- fríðindi ferðafólks, flugliða og farmanna af áfengi og tóbaki við komu þess til landsins. 5. 12. þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu telur fráleitt að erlendir seljendur áfengis hafi sér sérstaka um boðsmenn þar sem áfengis- lögin gera ráð fyrir að „rík- isstjórninni einni“ sé „heim- ilt að flytja hingað til lands áfenga drykki.“ 6. 12. þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu skor- ar enn á ný á stjórnvöld að afnema með öllu áfengis- veitingar í gestamóttökum og veislmn ríkis og sveitar- félaga. Yrði það öðrmn gott fordæmi og drægi úr þeim dýrðarljóma sem varpað er á neyslu áfenigis. 7. 12. þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu þakk- ar menntamálaráðherra fyr- ir að afnema á ný vínveit- ingar í skólahúsnæði utan skólatíma. Jafnframt telur þingið nauðsynlegt að bann- aðar séu áfengisveitingar á öllum samkomum sem haldn ar eru á vegum skóla. 8. 12. þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu skor- á fjármálaráðherra að láta fara fram fjárhagslega út- tekt á því efnahagstjóni, sem áfengisneysla veldur. Komi þar fram tap vinnu- stunda, stytting starfsaldurs aukinn sjúkrakostnaður og þar í kostnaður við byggingu og rekstur sjúkrahúsa og hæla vegna áfengisneytenda og manna er verða fyrir slysum vegna áfengisneyslu, aukinn kostnaðiu* við lög- gæslu og dómsmál, eigna- tjón o.s.frv. Úttekt þessi verði birt opinberlega. 9. 12. þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu hvet- ur stjómvöld eindregið til að stórauka fjárframlög til þeirra æskulýðssamtaka sem vinna fyrirbyggjandi starf á sviði bindindismála. 10. 12. þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu skor- ar á stjómvöld að fram- fylgja banni við hvers kon- ar auglýsingum á áfengi. Sérstaklega varar þingið Að gefnu tilefni vill Áfengis- varnaráð vekja athygli á eft irfarandi staðreyndum: 1. Hvergi hefur, svo kunnugt sé, tekist að draga úr áfeng- isneyslu með því að auka sölu sérstakra tegunda á- fengis. — Aukist til að mynda sala sterkra drykkja í vínlöndum bætist sú aukn- ing við neyslu léttra vína Það sama gerist er neysla léttra vína eða áfengs öls eykst að marki meðal þjóða sem neyta aðallega sterkra drykkja. (Dæmi: Italía, Finn land, Svíþjóð). 2. Svíar ætluðu að temja fólki neyslu veikara áfengis þegar þeir heimiluðu sölu milhöls fyrir áratug. Reynslan varð sú, að neysla milliöls dró ekki úr neyslu sterkari á- fengistegunda heldur jók hana. Nú hefur sænska þing ið samþykkt að banna sölu þessa öls frá og með 1. júlí 1977. 3. Ekkert bendir til að neysla léttra vína hafi miður skað- við lævíslegri auglýsinga- starfsemi sem umboðsmenn áfengisseljenda iðka hér ut- an við lög og rétt. Má þar nefna prentanir á plastpoka, öskubakka o. fl. Landssambandið gegn á- fengisbölinu eru samtök 30 félagasamtaka og stofnana. Landssambandið hélt 12. þing sitt 13. nóv. s.l. og þar voru þessar samþykktir gerð ar. Formaður Landssambands ins er PáU (V. Daníelsson. vænleg áhrif, er til lengdar lætur, en neysla sterkra drykkja, enda dagleg drykkja tíðari í vínlöndum. I mesta vínlandi heims, Frakklandi er í helmingi allra sjúkrarúma fólk sem þangað er komið sakir á- fengisneyslu. 4. Islendingar höfðu forystu um bann við áfengisauglýs- ingum. Margar þjóðir hafa fylgt fordæmi okkar að nokkru eða öllu leyti og enn fleiri stefna að því marki. Fráleitt væri að afnerna aug- lýsingabannið enda til slíks banns hvatt af ábyrgum að- ilum, t.a.m. ráðgjafanefnd Evrópuráðsins. 5. Vilji ÁTVR draga úr tjóni þvi, sem söluvamingur hennar veldur er sú leiðin auðveldust að hafa óáfeng vín á boðstólum og auglýsa þau. — Það leggur áfengis- verslunin sænska áherslu á. (Drik alkoholf rit!) SUkar auglýsingar eru heimilar skv. islenskum lögum. (Áfengisvamaráð) Um auglýsingar á léttum vínum

x

Reginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.