Reginn - 20.12.1976, Blaðsíða 6

Reginn - 20.12.1976, Blaðsíða 6
§ R E G I N N Hömlur og hátt verð iVísindamenn austan hafs og vestan eru sammála um að ekki verð drykkjusýki út- rýmt með lækningum einum saman. Góðra gjalda er vert að leitast við að lækna drykkjusjúklinga og endur- hæfa ofdrykkjumenn. Hitt er ljóst að beint samband er milli heildaráfengisneyslu þjóðar og tíðni ofdrykkju. Þess vegna fjölgar ofdrykkju mönnum og drykkjusjúkhng um þótt vel sé unnið að lækningum og endurhæfingu ef ekki er unnt að minnka heildameysluna. Niðurstöður rannsókna í mörgum þjóðlöndum sýna að nærtækustu leiðirnar til að draga úr heildameyslu áfengis og minnka þar með tjón það fyrir þjóðir og ein- staklinga, sem áfengis- neysla veldur, em: 1. Hátt verð. iÞví hærra sem verð áfengis er miðað við verðlag nauðsynja, þeim mun minna er dmkkið. 2. Hömlur. Því færri sem dreifingarstaðir áfengis eru, því styttri sem opnunartími þeirra er og því færri sem leyfi hafa til áfengiskaupa þeim mun minni verður heild arneyslan. (Glöggt dæmi um það fékkst hérlendis í þjóna- verkfallinu svonefnda). Því hafa ýmsar þjóðir, m.a. finn- ar og kanadamenn, lagt á- herslu á að fækka áfengis- útsöliun og vínveitingahús- um undanfarið. Fræðsla um áfengismál getur aldrei komið í staðinn fyrir aðgerðir þær, sem að framan greinir, að mati vís- indamanna. Hins vegar er hún nauðsynleg til að búa fólk undir að skilja og styðja nauðsynlegar aðgerð- ir stjórnvalda í þessum efn- um. (Áf engisvarnaráð) (Heimild: Addiction Rese- arch Foundation o fOrutario). THOMAS A. EDISON sagði: „Ég neyti aldrei áfengra drykkja. Mér hefur alltaf fundizt ég þurfa á öskertri skynsemi minni að halda." TILKYNNING Eins og að undanfömu er fólki gefinn kostur á að lýsa upp leiði í kirkjugarðinum um jólin. Þurfa öll ljósastæði að vera komin í garðinn í síðasta lagi 20. desember. Þeir sem síðar koma með ljósiastæði, eiga á hættu að fá þau ekki sett í samband. Öll ljósastæði skulu vera vel merkt eiganda. Nánari upplýsingar gefa starfsmenn Rafveitunnar. RAFVEITA SIGLUFJARÐAR SOKNARNEFND SIGLUFJARÐAR Óskum öllu starfsfólki voru og viðskiptamönnum. gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Lagmetisiðjan Siglósíld Siglufirði Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökk fyrir viðskiptin. Rafveita Siglufjarðar TiJ lesenda Regins Árgjald blaðsins er 100 kr. Sendið 200 kr. (árgjald fyrir 1975 og 1976). Utanáskrift blaðsins er: Reg- inn Eiríksgötu 5 Rvík. Reginn pósthólf 143, Sigluf.

x

Reginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.