Reginn - 20.12.1976, Blaðsíða 8
8
R E G I N N
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
JÓHANN ÞORVALDSSON
Siglufjarðarprentsmiðja h. f.
1 Ontariofylki í Kanada er
ein þekktasta rannsóknar
stofnun í áfengis- og fíkni-
efnamálum i heimi, Addic-
tion Research Foundation.
Forstjóri hennar er H. D.
Archibald. Hann skýrir svo
frá að fjölmiðlar í Kanada
hafi árum saman reynt að
telja stjómmálamönnum trú
um að almenningur hataðist
við allar hömlur á sölu dreif-
ingu áfengis. Því skyldi á-
fengismálastefna þeirra miða
að æ frjálsari meðferð þessa
vímuefnis.
Stofnuin, sem hann veiitir
forstöðu, ARF, efndi nýlega
til skoðanakönnunar á þessu
máli meðal almennings. Þar
kom í ljós að fullyrðingar
f jölmiðJa eru rangar. Meiri-
hluti kanadamanna vill aukn
ar hömlur og strangara eftir
lit með sölu og dreifingu á-
fengis. Þeir vilja fækka
bæði vínveitingahúsum og
vínsölustöðum.
(Áf engis vamaráð)
Hjartað og áfengið
Svo lengi sem hjartaS slaer,
heldur lifið áfram.. Þegar hjartaS
gefst upp er lifinu lokiS. ( hjart-
aS bætast aldrei fleiri frumur en
þaS hafSi viS fraðingu. Þess vegna
verSum viS aS varSvelta þaS vel,
tll aS halda heilsu og lífi. ÁfengiS
skemmlr vðSvafrumur hjartans. Á-
fenglsneysla er þvi skaSleg fyrir
hjartað.
Til íhugunar um áfengismál
Það gerist nú æ sjaldgæf-
ara að sæmilegir menn láti
hafa sig til að andmæla þeim
staðreyndum sem kunnar
em um eðli og orsakir áfeng-
isvandamála. Hitt er öllu
hættulegra nú, að drykkju-
tískan, sem mögnuð er og
gerð eftirsóknarverð af þeim
öflum er hagnað hafa af
sölu áfengis, virðist eiga auð
velt með að ginna æ fleiri
einstaklinga í tálsnörur sín-
ar. Því fjölgar vínveitinga-
húsum og þess vegna skirr-
ast ráðamenn við að feta veg
menntamálaráðherra, af-
nema áfengisveitingar í veisl
um sínum.
Nýjar rannsóknir sýna að
um 90% íslenskra karlmanna
frá tvítugsaldri til fimmtugs
neyta áfengis. Prósenttala
Ikvenna og unglinga hækkar
mikið. Ef sú staðreynd er
höfð í huga, að tjón, sem
áfengisneysla veldur, stend-
ur í réttuhlutfalli við neyslu-
magn þá em augljós hættu-
merki þegar komin í ljós og
fleiri framundan, og það því
fremur sem menn hefja
neyslu áfengis allmiklu yngri
nú en fyrir nokkrum áratug-
um. Nú byrja karlmenn að
neyta áfengis tæpum þrem
ámm yngri að meðaltali en
fyrir 20-30 ámm og konur
fjómm árum yngri. Augljóst
ætti því að vera að virkrar
andstöðu er þörf meðal
þeirra sem falskur dýrðar-
ljómi áfengisins hefir ekki
enn slegið blindu á mein þau
er eiturveigar valda. Þökk
sé hverjum þeim, er vinnur
að áfengisvömum og hamlar
á móti áfengisneyslu.
Af erlendum vettvangi
munu þau tíðindi ef til vill
rnerkust að svokallað „frjáls
lyndi í áfengismálum, sem
hátt bar á Norðurlöndum
á sjötta og sjöunda áratugn-
um, virðist hafa gengið sér
til húðar. Unnið er að því að
stífla ýmsar flóðgáttir sem
opnaðar höfðu verið í þeirri
trú að kleift væri „að kenna
fólki að drekka áfengi.“
Komið hefur í ljós, að slíkt
er ókleift. Enda felst í því
orðalagi sams konar þver-
sögn og ef talað er um
kennslu í heróín- eða ópíum-
neyslu.
Fram hjá þeirri staðreynd
verður ekki komist á vorum
dögum, að einn af hverjum
10 áfengisneytendum verður
drykkjusjúklingur og annar
af þessum tug afdrykkju-
maður. Á Norðurlöndum er
unið að afnámi tollfríðinda
sem ferðamenn, farmenn og
flugliðar hafa notið varð-
andi kaup á áfengi.
Finnski vísindamaðurinn
dr. Kettil Bruun, einn virt-
asti kunnáttumaður um á-
fengismál í heimi, hefur lagt
til, að Sameinuðu þjóðimar
komi á alþjóðlegu eftirliti
með áfengisdreifingum á
svipaðan hátt og nú er varð-
andi fíkniefni. Er ætlunin
með því að leitast verði við
að draga úr áfengisneyslu
og minnka jafnframt með
því það tjón sem hún veldur.