Reginn - 12.12.1978, Síða 1
Gleðileg jól
R ■: Gl M M
BLAÐ
TEMPLARA
4-5. tölublað. Þriðjudagurmn 12. des. 1978
41. árg
Eru stúkurnar úreltar
Sumir kunna að segja að það sé liðin tíð að stúkustarf templara eigi við og
henti mönnum. Það sé ekki lengur í takt við tímann. Annað mál hafi verið fyrir
og um aldamót. Þá var fátt um önnur félög, hvorki sjónvarp né útvarp o.s.frv.
Við þessu er sitthvað að segja.
Fyrst er nú það að Góðtemplarareglan er ekki óumbreytanleg. Nú er templ-
urum í hverju landi í sjálfsvald sett hvernig þeir haga siðastarfi sínu. Félags-
menn í hverju landi á hverjum tíma geta hagað því að vild sinni og gera það
Annað er það að á öld hraðans, tækninnar og þéttbýlisins vex og magnast þörf
manna fyrir félagslíf. I borgum lifir fjöldi manns án þess að mynda nokkur kynni
að gagni við nágranna sína. Slík einangrun var óhugsandi í sveit og smáþorpi.
Þar þekktu menn granna sína.
Þessum ókynnum borgarlífsins reyna menn að mæta og verjast með ýmis-
konar félagsskap. Það má minna á saumaklúbba og spilahópa. Það má minna á
það að í stærri þorpum á landi hér eru víða a.m.k. sex klúbbar eða stúkur sem
tilheyra alþjóðlegum samtökum. Allt er þetta vottur.um þörf samtímans fyrir
náin félagskynni.
Stúkur templara hafa öll skilyrði til þess að fullnægja þessari félagsþörf. En
auk þess hafa þær þá mikilsverðu yfirburði að þar er áfenginu hafnað. Hinu er
ekki hægt að neita að sumir klúbbarnir verða nánast drykkjuklúbbar í reynd.
Þar er áfengi haft um hönd við öll hátíðleg tækifæri, þar ríkir drykkjutízkan og
nær aukinni útbreiðslu þeirra vegna.
Það má færa sterk rök að því að íslenzkt félagslíf og íslenzkt þjóðlíf hafi aldrei
haft meiri þörf fyrir öflugt stúkulíf templara en einmitt nú. Aldrei hafi stúk-
urnar haft meiri tækifæri til að bæta úr brýnni og bráðri þörf en einmitt nú.
Hvers vegna gera þær það þá ekki betur en raun ber vitni?
Einfaldlega af því að þeir eru svo margir sem standa hjá, eru ekki með. Það er
öll skýringin. í þriðja lagi má svo vel minna á það sem æðsti maður Góð-
templarareglunnar, Sven Elmgren, sagði í hátíðaræðu sinni á aldarafmæli
reglunnar í Noregi. Hann ræddi um hinar miklu framfarir sem orðið hefðu á
hundrað árum. Þrátt fyrir það hefði aldrei verið meiri þörf en einmitt nú fyrir
samtök sem beittu sér fyrir bindindi. Á sama hátt mætti segja að aldrei hefði
meira legið við að vel væri unnið að bræðralagi; allra manna og allra þjóða svo
sem væri grundvallarhugsjón Góðtemplara.
Þegar þessa er gætt hlýtur það að vekja furðu hversu veikur og fámennur
félagsskapur templara er á Islandi. Það er furða vegna þess að bindindismenn
eru langsamlega nógu margir til þess að hafa félagsskapinn miklu öflugri. Þó er
einnig á það að líta að til er fjöldi manns sem eru bindindismenn í hugsun, óska
þess að þjóðin sé bindindissöm og vilja að bindindi eflist, enda þótt þeir láti til
leiðast að taka þátt í samdrykkjum fyrir siðasakir þegar svo ber undir. Meðfram
stafar þetta af þreytu og vonleysi um að nokkur umtalsverður árangur náist í
bindindisboðun. Er þó mála sannast að þeir varnarsigrar sem bindindishreyf-
ingin hefur unnið á síðustu árum við hin erfiðustu skilyrði eru ómetanlegir.
Okkur vantar nú fyrst og fremst betri samstöðu þeirra sem vilja eitt og hið
sama, — þeirra sem vilja bindindissama þjóð. Halldór Kristjánsson.
Stúkan Framför nr. 6 í Garði
Stúkan Vík nr. 262 í Keflavík
Stúkan Daníelsher nr. 4 í
Hafnafirði
Stúkan Morgunstjarnan nr. 11
í Hafnafirði
Stúkan Verðandi nr. 9 í
Reykjavík
Stúkan Eining nr. 14 í
Reykjavík
Stúkan Víkingur nr. 104 í
Reykjavík
Stúkan Mínerva^ nr. 172 í
Reykjavík
Stúkan Framtíðin nr. 173 i
Reykjavík
Stúkan Freyja nr. 218 í
Reykjavík
Stúkan Frón nr. 227 í Reykja-
vík
Stúkan Andvari nr. 265 í
Reykjavík
Stúkan Akurblóm nr. 3 á
Akranesi
Stúkan Helgafell nr. 269 í
Stykkishólmi
Stúkan Isfirðingur nr. 116 á
Isafirði
Stúkan Norðurstjarnan nr. 276
á Dalvík
Stúkan Ísafold-Fjallkonan m.
1 á Akureyri
Stúkan Brynja nr. 99 á Akur-
eyri
Stúkan Akurlilja nr. 275 á
Akureyri.
senda landsmönnum öllum
óskir um gleðileg jól og gott
farsælt komandi ár.
Ef bindindið bregst er
hamingjan í hættu.
Stórstúka íslands
óskar landsmönnum gleðilegra
jóla og farsældar á komandi ári,
með þeirri ósk og von að þjóðinni
aukist skilningur á þeim megin-
sjónarmiðum, sem grundvalla
bindindisstarf allra þeirra aðila,
er að þeim málum vinna meðal
þjóðarinnar