Smiðjan - 01.03.1934, Blaðsíða 1

Smiðjan - 01.03.1934, Blaðsíða 1
Reykjavík KAFFISTOFAN. Á síðastliðnu hausti var tekin upp su nýbreytni á öllum stærri verkstæð- um bæjarins, að ákveða 15 mín. kaffi- hlé tvisvar á dag, og eru Þær dregn- ar frá vinnutímanum, en dagvinnutím- inn lengdur sem Því svarar. Áður var Það svo að hver drakk kaffi bæði fyr- ir miðdag og eftir miðdag Þegar best stóð á, og engum tíma var skift. En nú veröa menn að drekka á ákveðnum tíma, hvernig s.em á stendur, við Þvx er ekki mikið að segja út af fyrir sig, en hvar er Þá kaffistofan? Hún er engin, heldur verða menn að gera sér að góðu að sitja innanum skít og skran, á hverju Því sem hægt er að gera s.ér sæti úr á hverjum tíma, Þessi kaffihlé eru Því hreinasta plága fyrir smiðina, í staðinn fyrir að Þau eiga að vera hvíld og hress- ing, ekki einungis líkamleg heldur einnig andleg, Þar sem menn geta hvílt hugann og heilann frá erfiöum viöfangsefnum dagsins. Við hljótum Því að gera kröfu til Þess að fá sérstaka kaffistofu upp- hitaða með borði og bekkjum. M*ö.o. samboðna mönnum en ekki dýrum. Ef Þetta er ekki fæst, verðtim við að berjast fyrir Því aö kaffi tímámir séu ekki dregnir frá. Einn af Þeim óánægðu. mars 1934, KAFFISTOFA, ÞVOTTASIÚÁLi\R , FATASKÁPAR. Fáir menn ganga eins óÞrifalegir milli vinnustaðarins og heimilanna eins og járnsmiðirnir. Ekki er Það Þó vegna Þess að Þeir séu í eðli sínu óÞrifalegri en aðrir.j verkamenn, held- ur vegna Þess að vinnan. er óÞrifa- legri en flest önnur vinna. Smiðim- ir Þurfa Því að Þvo sér og skifta um fÖt á vinnustaðnum, en hvar eru fata- skápamir og Þvottaskálamar? Þao er hvorugt til, en Það Þarf að koma liið hráðasta, slíkt ómenningarástand, sem átt hefir sér stað hingað til verður að hverfa. Kostnaður er ekki mikill við að koma Þessu í kring, sérstak- lega ef Þetta yrði sameinað kaffi- stofu, sem nauðsynlegt er að setja ...... upp. Það Þarf ekki að orsaka óhrein- læti, Þótt Þetta tvennt sé sameinað. Við getum hugsað okkur Þvottaskálarn-*- ar eða rennu meðfram einum veggnum, t.d. fyrir gaf li , en meðfram annari hliðinni væru númeraðir fataskápar fyrir hvern mann á viðkomandi verk- stæði. Kaffistofa, Þvottas.kálar, fata- skápar, Þaö er Þetta, sem alstaðar er til staðar, Þar sem menning er komin á hærra stig en hér er. Hversu lengi eigum við aö vera eftirbátar stéttabræðra okkar í öðrum löndum.

x

Smiðjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smiðjan
https://timarit.is/publication/1551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.