Skákblaðið - 01.02.1936, Blaðsíða 19

Skákblaðið - 01.02.1936, Blaðsíða 19
Skákblaöiö 13 Flohr, Botvinnik, Eliskases, Fine og heimsmeistarann dr. Euwe. — Stórþýzka sknksambandið ráðgerir þinghald í Wiesbaden 7. — 14. júní næstk. — í Zandwoort í Hollandi verður háð þing 19. —31. júlí n k. Helztu þátttakend ,r eru: dr. S. 0. Bernstein, Botwinnik. Spielmann, dr. Tartakower, Koltanowski, van den Bosch, Landau og dr. Euwe. í Bad Nauheim verður háð þing 16.—25. júlí og í Ostende í maí. — Auk þess skákþingið í Miinchen í ágúst, sem fyr er getið, í sam- bandi við Olympisku leikana. Hinn 9. janúar var Dr Euwe gestur alþýðuháskólans og skák- félagsins í Rotterdam. — Við þetta tækifæri gerði hann ráð fyrir, að endurkeppni sín við Dr, Aljechin færi fram t síðasta árs fjórðungi 1937, í Semmering. — Samningar um eiristök atriði einvígisins voru gerðir í Wien í febrúar. — Ef Dr. Euwe heldur heimsmeistaratign sinni, ætlar hann að láta Alþjóða Skáksambandið ákveða hver verði næsti keppinautur hans, þar sem margir eru um boðið. Capablanca hefir stungið upp á því viö Dr. Euwe að binda heimsmeistaratignina við 16 skákir. Euwe heldur þvi aftur á móti fram, að skákstyrkur sé ekki fyllilega reyndur með svo fáum skák- um — Capablanca vildi einnig láta breyta skáktímanum þannig, að fyrst yrði teflt í 4 stundir, síðan vildi hanrt gefa 1 l/s tíma hvíld ög að því lóknu tefla í 3 tímá Með þessu móti hélt hann því fram, áð skákmennirnir fengju ekki tíma til að gjörhugsa skákir sínar í hvíldartímanúm, eins og þótt hefir brenna við. Dr. Euwe Vildi ekki gera mikið úr þessu. — Aftur á móti taldi hann gott að hafa ein hvern til að telja í sig kjarkinn en það gérði Flohr ósþat't í heims- meistarakeppninni síðustu. F. J. Marshall, sem 27 síðustu ár hefir verið skákmeistari Banda- ríkjanna hefir nú afsalað sér tigninnr, án þess að nokkur keppni um hana fari fram. — Einvígið milli þeirra Kashdan og Marshaíl, sem ráðgert var, fellur þvf niður og verður teflt um meistaratignina á skákþingi innan skamms. - Dr. Em. Lasker, sem nú dvelur í Rússlandí, hefir verið gerður að heiðursdoktor við háskólann í Moskva. .. . .■Ti’jt ■;! -- *'-• ■ * • ' ' - í -. ■ Á skákþingi í Zlirich í janúar s.l. sigraði H. Grob, fékk 7 v. af 8, 2.—3. Seitz og Schiirmann 6 v., 4. Staehelin 5 v.

x

Skákblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skákblaðið
https://timarit.is/publication/1555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.