Skákblaðið - 01.02.1936, Qupperneq 20

Skákblaðið - 01.02.1936, Qupperneq 20
14 SkákMaðið Skáksamband íslands tekur við útgáfu „Skákblaðsins”. Eitt af mestu áhugamálum skákmanna um land allt er að takast megi að halda út ísler.zku skákblaði, sem sambærileut sé við blöð annara þjóða. Tvær tilr.iunir hat'a nú verið gerðar um útgátu slíks rits Önnur af Skáksambandi Islands en hin af nokkrum áhuga- mönnum um skák. — Öllum mun hafa verið oiðið það Ijóst, hve mikill hnekkir það varð íyrir íslenzkt skáklif, að »íslenzkt skákblað* skyldi liða undir lok. Munu afdrif þess nokkuð hafa dreg;ð kjarkinn úr skákinönnum um að takast mætti að halda slíl-u riti út til lang- frama. — Et'tir að Skákblaðið nú hefir komið út í eitt ár mun þá sú reynsla fengin, að nokkuð muni öðruvfsi umhorfs nú í skákmálum landsins en þá er »íslenzkt skákblað* háði lokabaráttuna. — Miklar likur eru til að hægt sé að satneina skákmenn landsins enn meira um blaðið en orðið hefir og því ekki ástæða til að örvænta um framtíðina. — Nýskeð hefir orðið samkomulag milli útgefenda Skák- blaðsins og Skáksambands ístands um að Skáksambandið taki við útgáfu blaðsins frá og með þessu hefti. — Okkur úfgefendum hefir allt af verið það ljóst að heppilegast væri að Skáksambandið stæði að blaðinu Hlutverk sambandsins er að hlúa að skáklífinu í iand inu og munu ílestir sammála um að þeim tilgangi nái það bezt með útgáfu góðs blaðs. — Væntum við þess að allir skákvinir styðji nú Skáksambandið til að gera útgáfu þessa þannig úr garði, að íslenzk- um skákmönnum verði sómi að. Útgefendur SkákbJaðsins Meist2ratignina fyrir Lettland 1936 vann Petrow, fékk 12 v. aí 13 mögulegum. Feigin varð annar, fékk 9Ya v. Capablanca, fyrv. heimsmeistari, ferðaðist um Spán í síðustu Evrópu-för sinni nú njdega og tefldi samtímaskákir. Af 233 skákum vann hann 219, tapaði 8 og gerði 6 jafntefli. — í fyrirlestri við eitt af þessum tækifærum varð honum m.a. rætt um heirnsmeistaratignina. Áleit hann, að næst þeim doktorunum Aljechin og Euwe, stæði hann til að keppa um tignina. Auk þess kæmu til mála dr. Em. Lasker, Salo Flohr og e.t.v. Botwinnik og Reseschewsky.

x

Skákblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skákblaðið
https://timarit.is/publication/1555

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.