Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.1999, Qupperneq 2

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.1999, Qupperneq 2
Verkalýðshreyfingin - ágreiningur Skoðanaskipti, ágreining og átök sem í dag eru innan verkalýðs- hreyfingarinnar eigum við að nýta okkur sem drifkraft til þess að finna lausnir á vandamálum dags- ins. Ágreiningur í ýmsu formi hef- ur alltaf verið til staðar, sem betur fer, því umræða og skoðanaskipti eru jú hvati að því að málin séu skoðuð og skilgreind og lausn fundin. Því miður verður oft vík milli vina innan hreyfingarinnar vegna ágreinings sem þjónar engum tilgangi nema að skemmta þeim sem vilja verkalýðshreyfing- una feiga. Aldrei hef ég verið eins sann- færður um gildi verkalýðshreyfing- arinnar og nauðsyn þess að efla félagsvitund og samtakamátt til varnar mannréttindum og ein- staklingsfrelsi eins og þjóðfélags- aðstæður eru í dag. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá er það fleira sem sameinar launafólk en sundrar því. Á vettvangi atvinnulífs og stjórnmála er orðinn óhugnanleg- ur samhljómur peningahyggju og stjórnendahyggju og við slíkar að- stæður þarf launafólk á sterkri verkalýðshreyfingu að halda. Verkalýðshreyfingu, sem í sam- einingu mótar stefnu í mennta- málum, velferðarmálum, skatta- málum og atvinnumálum. Því mega tímabundin ágreiningsmál ekki verða til þess að við náum ekki að skipa okkur í öfluga heild þegar nauðsyn krefur og ástæða er til þess að tala einni sterkri rödd út á við. Þess vegna þarf verkalýðs- hreyfingin að geta skipulagt sig hverju sinni með þeim hætti að hún geti sem best rækt hlutverk sitt í samfélaginu. Ekkert skipulag er eilíft og allt skipulag á að vera til stöðugrar skoðunar og endur- mats. Við þurfum að laga verka- lýðshreyfinguna að breyttum tím- um þannig að það auðveldi okkur að ná fram baráttumarkmiðum okkar. í skipulaginu eiga að felast leiðir til þess að geta jafnað ágreining sem upp kann að koma þannig að honum sé beint inn í já- kvæðan og uppbyggilegan farveg. Þess vegna þurfa samtök launafólks á öllum sviðum að stilla saman strengi sína. Því að sameinuð og samstillt geta sam- tök launafólks haft mikil og afger- andi áhrif. Ég fullyrði að íslenskt þjóðfélag hefur ekki efni á sundraðri verkalýðshreyfingu. Þess vegna þarf, eins og 38. þing BSRB ályktaði um, að koma á allsherjarþingi verkalýðshreyf- ingarinnar, þar sem saman kæmu fulltrúar allra helstu samtaka launafólks á íslandi til umfjöllunar um hvernig launafólk geti verið samstíga til framtíðar. Jens Andrésson Kæru félagar Þann 17. nóvember 1939 var Starfsmannafélag ríkisstofn- ana formlega stofnað og markaði sá atburður tímamót í samskiptum ríkisstarfsmanna við vinnuveitendur sína. Núna, 60 árum síðar, stöndum við einnig á tíma- mótum á afmælisári. Eins og SFR félagar vita þá var samið urn nýtt launakerfi í síðustu kjarasamningum. Nú að loknu starfi aðlögunamefnda er það að fullu komið til fram- kvæmda og benda öll teikn til þess að við getum verið hæfi- lega sátt og bjartsýn. Auðvit- að er ekkert það mannanna verk til sem er fullkomið og við munum þurfa að berjast áfram og halda vöku okkar hér eftir sem hingað til. En á þessu afmælisári getum við horft vongóð fram á veginn. Nú eru einnig tímamót í öðrum skilningi. Við stöndum á þröskuldi nýrrar aldar og nýs árþúsunds. Ekki leikur nokkur vafi á því að við ger- um okkur öll vonir um að ný öld beri í sér fyrirheit um betri og friðsamari heim. Og fyrir- heit um réttlátara og sann- gjarnara samfélag manna um allan heim. Einnig hér á ís- landi. Ef að líkum lætur munu okkar yngstu félagar í SFR í dag, vera í forystu þegar fé- lagið heldur upp á aldaraf- mæli sitt árið 2039. Við sem núna stöndum í baráttunni munum flest hafa gengið okk- ar veg á enda þegar að því kemur. En gleymum ekki að hlutverk okkar, sem núna ber- um hitann og þungann, er að hugsjónir okkar um betra samfélag verði veruleiki barna okkar árið 2039. Afmælisnefnd félagsins, sem í sitja stjómarmennirnir Ina H. Jónasdóttir, starfsmaður hjá Trygginga- stofnun ríkisins, Hjálmtýr Baldursson, starfsmaður á Skattstofunni í Reykjavík, og Jens Andrésson, formaður SFR, hefur unnið að hug- myndum um hvernig halda megi upp á afmælið. Fyrst ber að telja að félagið hefur ráðið sér sagnfræðing, Þorleif Ósk- arsson, til að rita sögu félags- ins. Þorleifur hefur aðstöðu á 3. hæð Félagamiðstöðvarinn- ar á Grettisgötu 89. Ljóst er að allt þetta ár mun fara í saman- tekt og skriftir og mun bókin væntanlega koma út á alda- mótaárinu. Afmælisnefndin hefur einnig unnið úr fjölda hugmynda vegna afmælisárs- ins og mun hún leggja þær fram á næsta aðalfundi félags- ins. Ljóst er að megin áhersla nefndarinnar verður á við- burði sem tengjast sem flest- um félagsmönnum og fjöl- skyldum þeirra. Má þar nefna auk vinnslu bókarinnar, fjöl- skylduskemmtun, farandsýn- ingu um sögu félagsins, sýn- ingu sem verður staðsett í Fé- lagamiðstöðinni, orlofsmál og fleira. Ennfremur mun félagið leggja sérstaka rækt við trún- aðarmenn sína með útgáfu dagbókar fyrir þá og fleira. Til hamingju með afmælið. ja

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.