Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.1999, Blaðsíða 3

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.1999, Blaðsíða 3
 élcia smadurinn Kann vel við mig hjá Fiskistofu Fiskistofa er líflegur vinnu- staður. Við önnumst hér hina daglegu stjómun og eftirlit með fiskveiðistefnu okkar Is- lendinga. Mitt hlutverk hér er að vinna að landeftirliti, segir Sigurjón Aðalsteinsson deild- arstjóri, en hann hefur starfað í rúm tvö ár hjá Fiskistofu. - Það eru 14 sem starfa við landeftirlit og eru það upp til hópa allt þaulreyndir menn sem gjörþekkja allar aðstæður og því hægt að komast af með svo fáa í þessu mikilvæga starfi. Við erum í sambandi við hafnarvogir og þá aðila sem hafa leyfi til endurvigtun- ar á afla. Við söfnum saman upplýsingum frá þessum aðilum um landaðan afla og fyljumst með að þær upplýs- ingar séu réttar. Til þess að þetta geti gengið þurfum við að eiga gott samstarf við hafnarstarfsmenn á hverjum stað. Sem betur fer fyrir okkur þá byggjast tekjur hafnanna á þeim afla sem þar er landað. Þannig að sveitarfélögin hafa einnig hag af því að ekkert fari fram hjá vigt, segir Sigurjón, en bætir við að ekki sé mikið um að menn reyni að komast fram hjá vigt en alltaf sé þó eitthvað um það. - Við fáum stundum ábendingar frá starfsmönnum hafnanna þar sem þeir hafa orðið varir við að menn eru að landa fram hjá vigt. Það getur oft verið erfitt fyrir starfsmenn hafnanna að fara í slik mál og því snúa þeir sér beint til okkar, segir Sigurjón, sem auk þess að stjórna landeftirlitinu sinnir nefndarstörfum fyrir Fiskistofu. Sigurjón er Vestmanna- eyingur og hefur lokið námi í útgerðartækni frá Tækniskóla íslands, en ólíkt flestum öðrum Vestmannaeyingum hefur Sigurjón lítið sem ekkert verið til sjós, aðeins eitt sumar á trolli og mánuð á loðnu. Eftir sögulegan túr með loðnubát lauk sjómannsferli Sigurjóns. - Það má segja að þessi túr með loðnubátnum hafi gert út um minn sjómannsferil, því á heimleiðinni lentum við í snarbrjáluðu veðri og fengum tvisvar brotsjó yfir skipið. Þegar fyrra brotið reið yfir stóð ég á stímvakt með skip- stjóranum og má þakka fyrir að hafa ekki staðið við glugga þá stundina. Seinna brotið varð sínu verra því þá drapst bæði á ljósavél og aðalvél skipsins Það er ekkert sérstaklega gam- an að vera um borð í fulllestuðum loðnubát sem rekur stjórnlaust í snar- brjáluðu veðri. Sem betur fer var ráðagóður vélstjóri um borð, en honum tókst með harðfylgi að koma vélunum í gang aftur. Allt endaði þetta þó vel og við komumst heim til Vestmannaeyja að lokum í fylgd varðskips, segir Sigur- jón sem minnist þessarar sjó- ferðar með hrolli. Það fór hins vegar enginn hrollur um Sigurjón þegar hann var inntur eftir því hver Sigurjón Aðalsteinsson er deildarstjóri landeftirlits hjá Fiskistofunni. væru hans helstu áhugamál. - Eg eyði mest frítíma mínum með fjölskyldunni og ég er áhugamaður um líkams- rækt. A sumrin ferðast ég mik- ið og reyni að komast til út- landa á hverju ári, segir Sigur- jón, en bætir síðan við að honum líði þó hvað best þegar hann ásamt sínum félögum fer út í Suðurey að veiða lunda. - Eg verð að segja eins og er að það eru þessar veiðar og dvölin út í eyju sem gefa lífinu gildi og ég vildi ekki undir neinum kringumstæðum missa af þessum veiðiferðum, segir Sigurjón sem eins og sannur Vestmannaeyingur heldur með ÍB V í öllum grein- um íþrótta. Hann segir að mikill íþróttaáhugi sé meðal starfsmanna Fiskistofu og oft verði heitt í kolunum þegar íþróttir eru ræddar. Sigurjón segist vera mjög ánægður í sínu starfi, hafi reyndar aldrei unnið við eins gefandi og skemmtilega hluti eins og þá sem hann vinnur nú við hjá Fiskistofu. Starfsmannafélags ríkisstofnana Ábyrgðarmaður: Jens Andrésson Ritnefnd: Anna Atladóttir, Birna Karlsdóttir, Eyjólfur Magnússon, Sigríður Kristinsdóttir og Örn Egilsson Umsjón: Árni St. Jónsson og Jóhanna Þórdórsdóttir Umbrot: Blaðasmiðjan Prentun: Fljá GuðjónÓ Skrifstofa SFR er á Grettisgötu 89, 105 Reykjavík Opið: 8-16 Sími: 562 9644 Bréfasími 562 9641 Símatímar: 9-16 Jens Andrésson formaður og Árni Stefán Jónsson framkvæmdastjóri eru með símatíma kl. 9-10 Netfang: framkvæmdastjóri: arni@sfr.bsrb.is formaður: jens@sfr.bsrb.is Félagstíðindi 3

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.