Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.1999, Qupperneq 4

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.1999, Qupperneq 4
Stofnun SFR árið 1939 Nokkur orð um nánasto aðdroganda Guðjón B. Baldvinsson, fyrsti formaður SFfí. Hinn 17. nóvember næstkom- andi verður Starfsmannafélag ríkisstofnana 60 ára. Stofnfund- ur samtakanna var haldinn í Reykjavík, í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, árið 1939. Umþær rnundir voru íslendingar í kringum 120 þúsund talsins. í höfuðstaðnum bjuggu hátt í 40 þúsund manns. Margt bar til tíðinda á þessu herrans ári, stórt sem smátt. Af innlendum vettvangi má m.a. nefna að ný ríkisstjórn tók við völdum um vorið, þjóðstjórnin svonefnda undir forsæti Her- manns Jónassonar. Og um sum- arið var hafist handa við lagn- ingu hitaveitu í Reykjavík. Þannig mætti áfram lengi telja, að ekki sé minnst á heimssögu- legan atburð í útlöndum sem öllum er kunnur - upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari. En áður en lengra er haldið víkur sögunni að allt öðru, hversdags- legu og sívinsælu umræðuefni, tíðarfarinu. Sól og hiti Sjaldan höfðu Islendingar kynnst annarri eins veðurblíðu á öldinni og þeirri sem breiddi faðrn sinn yfir landið sumarið 1939. Viku eftir viku skein sól í heiði þar til svo var komið að hún virtist jafnsjálfsagður hluti af daglegu lífi og væta og dumbungur í venjubundnu meðalári. „Notið sjóinn og sól- skinið“ voru hvatningarorð sem hurfu ekki af síðum Reykjavrk- urblaðanna þetta sumar. Og í höfuðstaðnum var bæj- arbragurinn í fullu samræmi við það og ekki örgrannt um að hann minnti eilítið á Suðurlönd. Hundruð Reykvrkinga streymdu suður í Skerjafjörð og böðuðu sig í sjó og sól. Á meðan hrönn- uðu ófriðarblikur loftið yfir meginlandi Evrópu. Heiðríkjan og hlýindin á Islandi voru í hróplegri mótsögn við ríkjandi ástand í efnahags- og alþjóða- málum. Á þeim vettvangi blöstu við eintómir erfiðleikar sem ollu því að réttlitlir ríkis- starfsmenn fóru að hugsa sinn gang fyrir alvöru. Sólskin og sjóböð höfðu aftur á móti lítil áhrif þar á. Dýrtíð og stríð í efnahags- og atvinnumálum íslendinga var grýtt braut að baki allt frá því um 1930 og þegar horft var fram á við í árs- byrjun 1939 sáust fá teikn um betri tíð. Enn gætti afleiðinga heimskreppunnar sem hafði drepið atvinnulíf landsins í dróma og valdið viðvarandi at- vinnuleysi. Eitt af fyrstu verk- um þjóðstjórnarinnar var að fella gengi krónunnar. Tilgang- urinn var m.a. sá að hleypa nýju blóði í undirstöðuatvinnugrein- ina, sjávarútveginn. En upp- skeran varð minni en vonir stóðu til. Afleiðingamar gagn- vart almenningi létu aftur á móti ekki á sér standa. Afrakst- urinn var verðbólga og minnk- andi kaupmáttur. Þjóðstjómin vildi ekki að- eins renna stoðum undir mátt- fama atvinnuvegi. Eitt af mark- miðum hennar var að þjóðin gæti orðið sem mest sjálfbjarga í væntanlegu stríði. Trúin á stöðugleika friðarins var ekki meiri. Óttinn við Þýskaland nasismans reyndist líka á rök- um reistur. í byrjun september 1939 hófst ein blóðugasta og ægilegasta styrjöld mannkyns- sögunnar. Fyrstu afleiðingar hennar birtust Islendingum þeg- ar um haustið í skömmtun á nauðsynjum, vöruskorti, verð- bólgu og versnandi lífskjörum. Þar við bættist nagandi óvissa um framtíðina. Það var við þessar aðstæður sem nokkrir framtakssamir einstaklingar áformuðu stofnun stéttarfélags meðal starfsmanna ríkisins til varnar og sóknar í kjaramálum - og ekki öldungis ókunnugir þeim sannindum að það sem einum er um megn mun fjöld- inn vinna. Þrengingar í stríðs- byrjun og tilheyrandi ótti við enn versnandi hag voru þannig einn helsti hvatinn að stofnun Starfsmannafélagsins í nóvem- ber 1939. Það er svo allt önnur saga að áður en langur tími leið varð styrjaldarreksturinn helsta lyftistöng efnahagslegra fram- fara hér á landi og færði flestum landsmönnum betri kjör en nokkru sinni fyrr. Félagið stofnað I bréfi til starfsmanna nokkurra fjölmennustu ríkisstofnana land- sins, dagsettu 19. október árið 1939, sagði m.a.: Vegna hinna alvarlegu tíma, sem framundan eru, og þess ástands sem ríkir nú, teljum vér knýjandi nauðsyn bera til, að launþegar ríkisstofnana beri saman ráð sín um á hvern hátt þeir geti best búist til varnar og sóknar til verndar hagsmunum sínum gegn yfirvofandi árásum, - vaxandi dýrtíð, launalækkun, hlunnindaskerðingum o.s.frv. Jafnframt var hvatt til þess að „reynt yrði enn að stofna til almennra samtaka“ meðal ríkis- starfsmanna. Fyrr á fjórða ára- tugnum höfðu a.m.k. tvær til- raunir verið gerðar til að mynda ámóta félög en þau náðu ekki að skjóta varanlegum rótum. Árangurinn af hvatningunni lét ekki á sér standa. Undirbún- ingsfundur var haldinn á Hótel Borg 12. nóvember. Þar voru mættir 12 karlar frá jafnmörg- um ríkisstofnunum. Einn þeirra var Guðjón B. Baldvinsson, starfsmaður Tryggingastofnun- ar ríkisins, en hann var helsti hvatamaðurinn að stofnun sam- takanna og fyrsti formaður þeirra. Meðal verkefna sem fyr- ir hópnum lágu var að semja fundarboð vegna yfirvofandi stofnfundar félagsins. Hann skyldi haldinn föstudaginn 17. nóvember „kl. 8.30 að kveldi". Og lokaorðin í fundarboðinu voru þessi: „Vér heitum á yður að mæta og hvetja aðra starfs- bræður og systur til þess sama.“ Þeirri áskorun tóku um 50 manns. En skráðir stofnendur voru 142 starfsmenn rösklega 20 ríkisstofnana í Reykjavík. Félagið var stofnað. Nú bjarm- aði loks af dagsbrún nýrra tíma í málefnum ríkisstarfsmanna. Barátta þeirra fyrir bættum kjörum og viðurkenndum mannréttindum launafólks á hinum almenna vinnumarkaði, samningsrétti og verkfallsrétti, gekk hins vegar hægt lengi vel. Þorleifur Óskarsson 4 Félagstíðindi-janúar 1999

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.