Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.1999, Qupperneq 8

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.1999, Qupperneq 8
Starfsmannafélaqs ríkisstofnana Sæludagar á Spáni Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að stéttarfélög bjóði félögum sínum upp á or- lofsdvöl á suðrænum sólar- ströndum. Það vakti því óblandna ánægju meðal félaga í SFR þegar orlofsnefnd fé- lagsins tók þá ákvörðun að bætast í þennan hóp. Félagið hefur undanfarin tvö ár boðið félagsmönnum sínum raðhús til leigu á sama verði og greiða þarf fyrir sumarbústaði hér- lendis. Ffús þetta er leigt fyrir milligöngu Félags húseigenda á Spáni. Undirrituð tók þessu til- boði fegins hendi og fór að reikna. Niðurstaðan úr því reikningsdæmi varð sú að þetta væri hagstæðasti kostur sem í boði væri til þess að komast á sólarströnd. Að teknu tilliti til afsláttar á flug- fargjaldi sem Félag húseig- enda á Spáni hefur samið um, ásamt góðum afslætti á bíla- leigubíl, lagði ferðin (þ.e. flug, hús og bíll) sig á u.þ.b. 50 þús. kr. á mann m.v. að tveir ferðist saman. Og svo kostar eiginlega ekki neitt að vera til þarna. Húsið sem boðið er upp á er í sumarhúsabyggð syðst á Costa Blanca (hvítu strönd- inni), þar sem heitir Las Mimosas. Þangað er u.þ.b. 45 mín. akstur frá Alicante, en þangað er flogið vikulega yfir sumarið. Húsið sem dvalið var í er á tveimur hæðum, afar vistlegt og með öllum húsbún- aði. Góð svefnaðstaða er fyrir 4 og hægt að bæta við beddum ef þarf. Góð sólbaðsaðstaða og sólbekkir eru þama og að- stæður allar hinar bestu. Einkasundlaug fylgir fyrir nokkrar húsalengjur. I hverf- inu, sem er nokkuð stórt, er auk þess almenningssundlaug með fallegum sólbaðsgarði og veitingasölu. Þama er líka lítil matvöruverslun og þrír veit- ingastaðir. Einnig er stutt í stórmarkaði í næstu hverfum. Um 10 mínútna akstur er til Torrevieja, sem er afar fal- leg borg með fjöldanum öllum af veitingastöðum, verslunum, skemmtilegu götulífi (einkum þegar kvölda tekur) og stórum útimarkaði á föstudögum. Úti- markaðir á Spáni eru einstak- lega skemmtilegt fyrirbæri. Þar er skrautlegt mannlíf, mik- ið vöruval og hægt að gera mjög góð kaup, ekki síst í leð- urvöru. Þetta svæði, sérstak- lega umhverfis Torrevieja, er þekkt fyrir saltframleiðslu, einkum fyrr á öldum, allt aftur til tíma Rómverja og er at- hyglisvert að sjá ummerki þess og einnig bera mörg staðanöfn vott um þessa starf- semi. I næsta nágrenni Las Mimosas eru margar fallegar baðstrendur, s.s. La Zenia og Horadada og einnig eru fjöl- Umsókn um orlofshús á Spáni sumarið 1999 Kennitala:_____________ Nafn: Heimilsfang:_ Vinnustaður: Heimasími: Póstnúmer: Vinnusími Tímabil sem sótt er um. Fyrsta ósk skal merkt með 1, síðan 2, 3 o.s.frv. _______22. og 23. vika 30. og 31. vika _______24. og 25. vika 32. og 33. vika _______26. og 27. vika 34. og 35. vika _______28. og 29. vika Umsóknarfrestur er til 5. febrúar 1999 margir golfvellir á þessum slóðurn. Stutt er til nokkurra áhugaverðra staða, s.s. borg- anna Murcia og Cartagena og gaman er að bregða sér í dags- ferð til Alicante og ganga þar eftir óralangri og fallegri strandgötu með pálmatrjám, gosbrunnum og hvítri sand- strönd þar sem allt iðar af lífi. Starfsmenn FHS á svæð- inu, þær Ágústa og Inga, voru til viðtals á skrifstofunni alla virka daga varðandi allar al- mennar upplýsingar um svæð- ið og nágrennið. Ómetanlegt var líka að eiga þær að eftir að undirrituð hafði verið rænd og þurfti að fá lögregluskýrslu því til staðfestingar vegna trygginga. Vel á minnst - passið ykkur á þjófunum. Þeir eru ótrúlega ófyrirleitnir og al- gjörir atvinnumenn. Þeir brjóta rúður í bílum á al- mannafæri um hábjartan dag ef eitthvað sést sem freistar, þeir fara ofan í töskur - jafnvel í vasa á fólki án þess að það verði vart við. Sérstaklega eru þeir kræfir á útimörkuðunum. Hafið því verðmætin í innan- klæðaveskjum eða lokuðum vösum og hafið þar að auki allar tryggingar í lagi. Ef frá er talið hversu kræf- ir spænskir þjófar eru og þegar maður var búinn að læra að varast þá (af sárri reynslu, hefði e.t.v. verið hægt að kom- ast hjá ef maður hefði vitað betur), var frábært á allan hátt að vera þarna, bæði var um- hverfið og aðbúnaður allur eins og best verður á kosið - og svo er nú Spánn alltaf Spánn. Birna Karlsdóttir L -I

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.