Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2002, Síða 15
SkfrsU stjórnar SFR 2 0 0 1
Félagstíðindin
mælast vel fyrir
Þróttmikil útgáfa Félagstíð-
inda tíu sinnum á ári. Móttök-
urnar góðar, segir Jóhanna
Þórdórsdóttir fræðslustjóri.
Blaðið mælist mjög vel fyrir og fé-
lagarnir virðast sáttir, segir Jóhanna
Þórdórsdóttir, annar umsjónar-
manna blaðsins og fræðslustjóri
SFR, en Félagstíðindin hafa komið
út af miklum þrótti síðastliðið ár í
glæsilegum búningi.
-Útgáfan er reglubundin mánað-
arlega nema yfir hásumarið, þannig
að alls hafa tíu tölublöð verið gefin
út frá síðasta aðalfundi. Upplagið er
í kringum 6200 eintök, en það er
sent bæði heim til félagsmanna og
á vinnustaði þeirra. Eldri félagsmenn
og fjöldi annarra fá auk þess blaðið
sent og því má segja að það fari
nokkuð víða.
-Auðvitað er mun meiri vinna í
kringum nýja útgáfuformið en það
er ánægjulegt hversu vel það mælist
fyrir. Breytingarnar urðu um áramót-
in 2000/2001 þannig að reynsla er
komin á þetta form. Miklu skiptir
líka að fyrir vikið eru Félagstíðindin
orðin vænlegri auglýsingamiðill en
áður var.
Hverjir skrifa í blaðið?
-Auk mín skrifa blaðið ritnefndar-
menn, starfsmenn á skrifstofu fé-
lagsins og Sævar Guðbjörnsson hjá
Blaðasmiðjunni. Síðan skrifa ein-
Jóhanna Þordórsdóttir
fræðslustjóri.
staka félagsmenn, ína varaformaður
og fleira gott fólk. Viðbrögð við
breytingum á blaðinu hafa verið
góð en við vildum gjarnan fá tillög-
ur eða efni í blaðið frá félagsmönn-
um.
- Ritnefndin heldur fundi tvisvar í
mánuði. í ritnefnd eru Birna Karls-
dóttir, Jan Agnar Ingimundarson,
Eyjólfur Magnússon, Sigríður Krist-
insdóttir og Valdimar Leó Friðriks-
son.
Ný heimasíða á döfinni
Heimasíðan er unnin sérstaklega og
ekki beinlínis (tengslum við Félags-
tíðindin. Tækninni fleygir ört fram
þannig að bæði efni og framsetning
þarf stöðugt að vera í endurskoðun.
Von er á endurbættri heimasíðu nú
á vormánuðum þar sem allt aðgengi
verður mun auðveldara en nú er,
segir Jóhanna fræðslustjóri kankvís-
lega að lokum.
Erlend samskipti
SFR verður í forsæti norrænu samtak-
anna NSO á næsta ári.
f ársbyrjun tók stjórn SFR þátt í
sérstakra ráðstefnu í Kaupmannahöfn
um kosti og galla Evrópusambandsins
frá sjónarhóli stéttarsamtaka. Frá
þessu var sagt ( síðustu ársskýrslu.
Þátttakendur voru auk okkar systur-
samtök SFR í Noregi en fyrirlesarar
voru frá öllum Norðurlöndunum.
Að öðru leyti voru erlend sam-
skipti í hefðbundnum farvegi. SFR
leggur mikið upp úr samstarfinu inn-
an NSO, sem eru norrræn samtök rík-
isstarfsmanna. Ráðstefna á vegum
NSO var haldin í Helsingeyri síðastlið-
ið sumar. Forysta í þessum samtökum
skiptist á milli aðildarfélagana og á
næsta starfsári er röðin komin að
SFR. Þá verður Jens Andrésson forseti
samtakanna og Árni Stefán Jónsson
framkvæmdastjóri þeirra.
Sjúkra- og styrktar-
sjóður - 1356 fengu
styrki til forvarnar
Á árinu 2001 voru samþykktar 158
umsóknir vegna sjúkradagpeninga
að upphæð rúmar 15 milljónir króna.
1356 umsóknir voru samþykktar
vegna forvarnarstarfs, krabbameins-
leitar og fleira og voru heildar-
greiðslur vegna þessa um 5,7 milljón-
ir króna.
Starfsmenntunar-
sjóður SFR
Starfsmenntunarsjóður SFR samþykkti
1025 umsóknir á síðastliðnu ári að
upphæð samtals 27,5 milljónir króna.
Félagið þitt
Félagið þitt, sem er almennur bæk-
lingur um starfsemi félagsins, var
endurútgefinn í nóvember á síðast-
liðnu ári. Bæklingurinn er sendur nýj-
um félagsmönnum og einnig er hon-
um dreift á námskeiðum.
Félagstfðindi - mars 2002
15