Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2002, Page 21

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2002, Page 21
Skýrsla sljórnar SFR 2 0 0 1 IB| alfundar 23. mars 2002 Fjölskyldan og samfélagið Aðalfundur SFR vekur athygli á að þrátt fyrir að skatt- byrði hér á landi sé lægri en í flestum viðskiptalöndum okkar og umtalsverð tekjujöfnun eigi sér stað í gegn um skattakerfið þá er ennþá óleystur sá mikli vandi að fólk með lágar millitekjur og þunga framfærslubyrði verður harðast fyrir barðinu á jaðaráhrifum skatta- og bóta- kerfis. Aðalfundur SFR skorar á ríkisstjórnina að skera upp herör gegn svartri atvinnustarfsemi og koma þannig í veg fyrir að sífellt minni hluti landsmanna greiði til sam- félagsins. Aðalfundur SFR fagnar framkominni þingsályktunar- tillögu um að tryggja betur rétt foreldra til launa í fjar- veru úr vinnu vegna veikinda barna og skorar á Alþingi að veita tillögunni brautargengi. Með samþykkt hennar yrði stigið stórt skref til að bæta aðstæður barnafólks á vinnumarkaði. Félagsmál-símenntun Aðalfundur SFR lýsir ánægju sinni með þann árangur sem náðst hefur á sviði starfs- og símenntunar fyrir fé- lagsmenn. (sífellt flóknara samfélagi eru gerðar auknar kröfur til starfsmanna sem best verður mætt með fjöl- breyttri starfs- og símenntun og þar hefur félagið verið í fararbroddi. í Ijósi þessa er nauðsynlegt að standa vörð um starfsmenntunarsjóðina og efla þá enn frekar. Þá fagnar fundurinn einnig þeim áfanga sem náðst hefur í baráttunni fyrir auknum réttindum félagsmanna með stofnun Styrktar- og sjúkrasjóðs SFR. Aðalfundur SFR vill að aukin áhersla verði lögð á fræðslu trúnaðarmanna og í því sambandi verði rýmk- aður réttur þeirra til fjarvista frá vinnu vegna trúnaðar- mannastarfa og að núverandi sjö daga tímabil verði lengt. Fundurinn lýsir ánægju sinni með trúnaðarmanna- fræðslu sem veitt er í samstarfi við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og hvetur trúnaðarmenn til að taka þátt í fræðslunni. Verkalýðsbaráttan -alþjóðleg mannréttindabarátta Baráttan um bætt kjör og réttindi er ekki einskorðuð við fsland. Þessi barátta er alþjóðleg, hún er háð í okkar heimshluta og hún er háð í fjarlægum löndum. Við vilj- um í verki sýna bræðrum og systrum sem heyja mann- réttindabaráttu í nafni verkalýðshreyfingar stuðning. Mikilvægi fjölþjóðlegs samstarfs hefur verið að aukast, m.a á sviði vinnumarkaðsmála, og mun í fyrir- sjáanlegri framtíð ráða miklu um þróunina hér á landi. Það felur í sér hættur en líka möguleika fyrir íslenskt launafólk. SFR krefst þess að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að verkalýðshreyfingin og önnur frjáls félaga- samtök, eftir því sem við á, komi að borðinu þar sem fjallað er um ákvarðanir um þróun, skipulag og reglur hins alþjóðlega efnahagskerfis. ísland og Evrópa íslenskt launafólk hefur margvísleg samskipti við samtök launamanna í öðrum ríkjum. Á vettvangi Evrópu erum við í margþættu samstarfi sem leitt hefur til þess að verkalýðshreyfingin í Evrópu hefur átt auðveldara með sókn og vörn gagnvart sífellt fjölþjóðlegra ríkisvaldi og atvinnurekendum sem í vaxandi mæli eru skipulagðir þvert á landamæri. Evrópusambandið er mikilvægasti samningsvettvangur Evrópuríkja. Við eigum sjálfkrafa aðild að flestum samningum en höfum nær engin áhrif á gerð laga, reglugerða og tilskipana sem þó öðlast gildi á íslandi. Ljóst er að á næstu misserum verður um- ræðan um EES-samninginn og Evrópuaðild fyrirferðar- mikil. Það er afar nauðsynlegt að umræðan verði háð á grundvelli einstaklingsréttar, félagaréttar og mannrétt- inda en ekki einvörðungu á efnahagslegum forsendum. Þess vegna hvetur aðalfundurinn verkalýðshreyfinguna til þátttöku í umræðunni. Þannig getur hún haft mikils- verð áhrif á þann feril ákvarðana sem framundan er. Félagstfðindi - mars 2002 21

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.