Öreigaæska - 01.05.1934, Side 3

Öreigaæska - 01.05.1934, Side 3
ÖREIGAÆSKA. 3 seðla I umferð, falsa bókhald bankanna og hilma stórkostleg fjársvik stórfyrirtækja,lætur banka- valdið greipar sópa um eignir smáútvegsmanna og smábænda til lúkningar skuldum þeirra við bankanna. Harðast koma þessar árásir auðvaldsins niður á verkalýðsæsk- unni. Hún er að meiru og minna leyti útilokuð frá allri atvinnubóta- vinnu, og beitt hinni svívirðileg- ustu launa og vinnukúgun. ís- firsku kratabroddarnir hjálpuðu atvinnurekendum til að afnema unglingataxtann s. 1. vor undir því yfirskyni að það væri ósk for- eldranna. í Reykjavik gera þeir allt til að eyðileggja sigursæla bar- áttu sendisveina. Sjómannaæskan er miskunarlaust arðrænd gegnum hlutaskiftin. o. s. frv. o. s. frv. Þrátt fyrir þessar vaxandi kúg- unarárásir auðvaldsins, svika- og ósigurs-pólitik og beinar árásir Alþýðusambandsforingjanna hefir- verkalýðnum tekist að heyja sig- ursæla baráttu fyrir bættum kjör- um. Novadeilan á Akureyri, Rík- is.verksmiðju deilan á Siglufírði s. 1. sumar, 7. júlí, 9. nóvember I Reykjavík og Sjómannadeilan I Vestm.eyjum í vetur eru glæsileg vitni um baráttuþrótt og samtaka- mátt verkalýðsins. • Nú í sumar undirbýr verka- lýðurinn á Norðurlandi, undir forustu K. F. í. og V. S. N., sig undir baráttu fyrir launahækkun- um og lágmarkstryggingu á síld- veiðum. Verkalýðurinn á Blöndu- ósi stendur nú þegar í verkfalli. í öllum þeim vinnudeilum sem hafa verið og verða háðar reyn- ast Alþýðusambandsbroddarnir hlutverki sínu trúir í þvl að skipu- Ieggja ósigur verkalýðsins, annað- hvort með svikastarfsemi bak við verkalýðinn, eða beinum stuðn- ingi við vopnaðar árásir auðvalds- ins á hann. Það er þess vegna höfuð skilyrði fyrir sigursæla bar- áttu verkalýðsins að hann útrými öllum tálvonum um Alþýðusam- bandið sem baráttusamband verkalýðsins, skilji hlutverk sosi- aldemokratisins sem erindreka auðvaldsins innan verklýðshreyf- ingarinnar og losi sig undan á- hrifum þess, en berjist samfylktri baráttu án tillits til mismunandi stjórnmála- og trúarskoðana fyrir brýnustu hagsmunakröfum sínum undir forustu K. F. í. og S. U. K. Sosialdemokratíið og S. U. J. sem þjóðfélagsleg höfuðstoð auðvalds- ins og brautryðjandi fasismans. Eftir því sem kreppan harðnar og innri mótsetningar auðvaldsins skerpast kemur þjóðfélagslegthlut- verk sosialdemokratisins og S. U. J. stöðugt betur í ljós. Með svik- um sínum I verkalýðsbaráttunni, beinum stuðningi og þátttöku í blóðugum árásum yfirstéttarinnar á verkalýðinn, opinni sundrunar og klofningsstarfsemi innan verk- lýðshreyfingarinnar, kenningunni um stéttasamvinnu og stéttafrið og stöðugt örari þróun á brautum sosialfasismans, veitir sosialdemo- kratíið auðvaldinu þann þjóðfé- lagslega stuðning sem því er nauðsynlegur til að viðhalda valdi þess og kúgun. — „Meðal verklýðsæskunnar leikur S. U. J. hlutverk sitt sem þjóðfé- lagsleg aðalstoð íslensku borgara- stéttarihnar, og gengur sömu fasistisku þróunarbrautina, sem sosialdemokratíið í heild.. Meðal verklýðsæskunnar er það aðal brautryðjandi fasismans. Undir slagorðinu „menningarstarf“,draga ungkratarnir verklýðsæskuna, sem þeim fylgir, frá stéttabaráttunni. Þeir gera alt sem þeir geta til að breiða yfir stéttamótsettningarnar, þeir hætta að minnast á stétt og tala í þess stað stöðugt um „þjóð- ina“ og skapa þannig jarðveginn fyrir hinn fasistíska hugsunarhátt. Með gengdarlausum lygum og æsingum gegn kommúnistum og öðrum byltingarsinnuðum verkalýð undirbúa þeir hina opinbera ógn- arstjórn fasismans". (Úr pólitiskri ályktun 5. þings S. U. K.) S. U. J. neitaði samfylkingar tilboði S. U. K. um baráttu gegn auðvaldi og fasismans. í hags- munabaráttu verkalýðsæskunnar hefir það dyggilega fetað svika- braut kratabroddanna. Héi á ísa- firði studdu F. U. J. foringjarnir að afnámi unglingataxtans, og hafa stöðugt síðan gerst opinberir verjendur þess. Með kenningum sínum um nauðsyn á að kynn- ast öllum stefnum þjóðfélagsins og með gasprinu um að F. U. J. sé pólitiskur skóli, þar sem hægt sé að kynnast öllum stjórnmála- stefnum, gerast F. U. J. foringjarn- ir stuðningsmenn stéttasamvinn- unnar og stéttafriðarins meðal ísfirskrar verklýðsæsku. í stað þess að ræða brýnustu hagsmunamál verklýðsæskunnar láta þeir Fram- sóknarmanninn Ólaf Guðmunds- son og íhaldsmanninn Glsla Valdi- marsson (Hannibal) halda ræður um Framsóknar- og ihaldsstefn- una. Ungkratarnir gerðu tilraun til að hleypa upp æskulýðsfundi sem F. U. K. hélt hét I vetur. Þeir tóku ásamt ungfasistaskriln- um þátt I árásum á fundi komm- únista og gerðust þannig beinir þátttakendur fasistiskra árása auð- valdsins á verklýðinn. Samfylking verkalýðsæskunnar undir forustu K. F. í. og S. U. K. Auðvaldið sér enga færa leið út úr kreppunni. Með nýjum land- vinningastrlðum, árásum á Sovejt- ríkin, blóðugum ofsóknum á verka- lýðinn og fasistiskri ógnarstjórn hygst það að viðhalda valdi sinu enn um stund. Með beinum stuðn- ingi sosialdemokratisins undirbýr það og framkvæmir þetta ætlun- arverk sitt um allan heim, einnig hér á íslandi. — Einungis Komm- únistaflokkurinn og S. U. K. er fær til að Ieiða vörn verklýðsins gegn vaxandi árásum ahðvaldsins og breyta henni I sókn á hendur því. Sigrar samfylkingarbaráttu verkalýðsins fyrir dægurhagsmun- um eins og 9. nóvember og verk- fallssigrar síðustu ára sýna, að verkalýðsstéttin er þess megnug undir forustu K. F. í. og S. U. K. að stöðva fasistiska framrás ís- lensku borgarastéttarinnar. Þess vegna skorar Samband ungra kommúnista á allan vinnandi æskulýð til sjávar og sveita í alls- herjarsamfylkingu með eldri stétt- arsystkynum sinum 1. maí á þess- um grundvelli: 1. Gegn fasismanum, ríkislögreglu og hverskonar ofbeldisráðstöf- unum auðvaldsins móti verka- lýðnum og samtökum hans, gegn atvinnuofsóknuin á hend- ur veikalýðsæskunni. 2. Gegn atvinnuleysi, þegnskyldu- og þvingunarvinnu, fyrir at-

x

Öreigaæska

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öreigaæska
https://timarit.is/publication/1559

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.