Fréttablaðið - 30.03.2021, Side 44

Fréttablaðið - 30.03.2021, Side 44
ÞAÐ ER MJÖG LÍTIL EFTIRSPURN Á MÉR Á ÍSLANDI OG ÉG ER EKKI SPÁ- MAÐUR Í MÍNU FÖÐURLANDI. AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Lengstu kaflarnir í bókinni eru um Friedrich von Hayek og Milton Friedman sem eru tveir af fimm í bókinni sem Hannes kynntist persónulega. Hinir eru Karl Popper, James M. Buchanan og Robert Nozick. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hu g v e i t a n N e w Direction í Brüssel hefur gefið út bók-ina Twenty-Four C o n s e r v a t i v e -Liberal Thinkers eftir stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmstein Gissurarson en eins og titillinn gefur til kynna fjallar hann þar um á þriðja tug íhaldssamra frjálshyggjukarla og eina konu, Ayn Rand. „Ég var nú beðinn um að skrifa þetta og svo varð þetta nú að heilli bók og meginstefið, eða boðskap- urinn, í bókinni er að frjálslyndi og íhaldssemi þurfa ekkert að vera neinar andstæður. Og þær eru ekki andstæður ef íhaldssemin er fólgin í að reyna að halda í frelsið,“ segir Hannes. Sjálfur Snorri Sturluson er fyrsti hugsuðurinn sem þú tekur fyrir í bókinni. Hvernig tekst þér að draga hann í þennan f lokk? „Ja, ef þú lest rit Snorra Sturlu- sonar; Heimskringlu, Eddu og Eglu, þá sérðu að þar ber mjög mikið á tortryggni gagnvart konungsvaldi. Þannig að ég held að Snorri Sturlu- son sómi sér mjög vel sem einn af frumkvöðlum frjálshyggjunnar þó að frjálshyggjan verði ekki til sem stjórnmálastefna fyrr en með bylt- ingunni 1688 í Bretlandi.“ Íslensk áhrif Hannes hafði sínar ástæður þegar hann fékk skopmyndateiknarann Halldór Baldursson til þess að gera kápumynd bókarinnar. „Mér finnst hann nú bara mjög góður teiknari og mér fannst að það væri dálítið gaman ef að við Íslendingar gætum lagt eitthvað til þessarar bókar. Kaf linn um Snorra Sturluson er auðvitað eitt dæmið. Teikning Halldórs Baldurssonar er annað dæmið og þriðja dæmið er að ég vík á nokkrum stöðum að Íslandi og tek íslensk dæmi. Þá kannski til þess að reyna að bæta einhverju við. Einhverju sjónarhorni sem enginn annar hefur. Ég held að margt af því sem ég er að segja í þessari bók hafi komið fram víða annars staðar en það er tvennt sem hvergi kemur fram ann- ars staðar. Það er í fyrsta lagi þetta íslenska sjónarhorn og í öðru lagi persónuleg kynni mín af fimm af þessum mönnum sem ég skrifa um,“ segir Hannes og nefnir sérstaklega þá Friedman og Hayeck. Heimildagildi minninganna „Þeir sögðu mér margt sem var mjög merkilegt og greyptist í minni mér og síðan auðvitað var Friedman náttúrlega svo skemmtilegur og orðheppinn að mér fannst rétt að færa í letur margt af því sem hann sagði.“ Þér leiðist nú ekkert þegar þú get ur komið að persónuleg um kynnum og þú „neimdroppar“ svo- lítið í bókinni. „Ég velti þessu mikið fyrir mér. Hvort ég ætti að segja frá persónu- legum kynnum mínum af þessum mönnum mörgum,“ segir Hannes og leggur mikla áherslu á að þetta hafi kostað hann mikla yfirlegu. „En ég komst að þeirri niður- stöðu að ég ætti að gera það því það getur verið að það bæti einhverju við vitneskju okkar og þekkingu um þá. Þannig að bókin verði eitt- hvað annað og meira heldur en bara endurtekning á því sem hefur komið fram í ótal öðrum bókum og sannleikurinn er sá að ég kynntist vel mörgum þessara manna.“ Upphefð að utan Bókin er á ensku eins og reyndar miklu fleiri greinar og bækur Hann- esar á undanförnum árum enda virðist eftirspurnin eftir Hann- esi meiri úti í hinum stóra heimi. „Það er mjög lítil eftirspurn á mér á Íslandi og ég er sko ekki spámaður í mínu föðurlandi. En það getur vel verið að ég sé spámaður þegar er komið út fyrir föðurlandið. Ég skal bara ekki um það segja. Ætli það komi ekki bara í ljós með þessari bók,“ segir Hannes. Eru þessi skrif þín á ensku drjúgur tekjupóstur? „Ja, ég kvarta ekki,“ svarar Hann- es mátulega dularfullur og við tekur þögn sem sýnir svo ekki verður um villst að þetta verður ekki rætt frekar. Bókinni hefur verið dreift í bóka- búðir á Íslandi en hana má einn- ig nálgast ókeypis á netinu á vef útgefandans Newdirection.online. Hvernig stendur á því? Það getur nú varla talist góður bissniss? „Það er bara vegna þess að útgef- andinn vill að þetta verði sem aðgengilegast fyrir sem flesta,“ segir Hannes hlæjandi. „Og nútíminn er þannig að þú prentar hluti og þú setur þá líka á netið og ég tel að næsta skref væri að gera þetta að hljóðbók,“ segir Hannes en hann ræðir bókina í mun lengra máli á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is. toti@frettabladid.is Heimskringla hugsuða Hannesar Hólmsteins Hannes Hólmsteinn taldi óhjákvæmilegt annað en að segja frá persónulegum kynnum af Friedman, Hayek og fleirum í nýrri bók um Snorra Sturluson og 23 aðra íhaldssama frjálshyggjuhugsuði. Halldór Baldursson teiknaði hóp- myndina sem prýðir bókakápuna. BARBER’S AGED RED LEICESTER 1599 KR/PK FORD FARM TRUFFLE CHEDDAR 1699 KR/PK FORD FARM CARAMELIZED ONION CHEDDAR 1699 KR/PK OSTAR Kemur með Costco til þín... ......................... Barónsstígur 8-24 Keflavík og Akureyri opið allan sólarhringinn. Opið alla páskana 3 0 . M A R S 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.