Rit Mógilsár - 2013, Síða 5
Rit Mógilsár 28/2012 5
Inngangur
Verið er að kanna möguleika á því að
Landsvirkjun fjármagni nýskógrækt á
völdum svæðum á löndum Skógræktar
ríkisins og geti á móti talið sér til tekna
kolefnisbindingu sem á sér stað í 50 ár
eftir gróðursetningu. Þessi svæði eru:
Á Vesturlandi: Laxaborg í Haukadal í
Dalasýslu
Á Norðurlandi: Belgsá í Fnjóskadal
Á Austurlandi: Ormsstaðir í Breiðdal
Á Suðurlandi: Skarfanes í Landsveit
Á einu þessara svæða, Laxaborg, er
þegar búið að ganga frá samningum
milli Skógræktar ríkisins og Lands-
virkjunar.
Tilgangur þessarar vinnu sem hér er
kynnt og gerð er fyrir og kostuð af
Landsvirkjun er að;
1. Spá fyrir um kolefnisbindingu ný-
skógræktar með tilliti til vaxtarskil-
yrða eða gróskustigs
a. viðkomandi svæða
b. trjátegunda sem á að rækta
á þessum svæðum
2. Meta arðsemi kolefnisbindingar ný-
skógræktar miðað við kostnað við
skógrækt og ræktunaráætlanir á
hverjum stað og mismunandi verð
á bundnu tonni af CO2.
Samkvæmt ræktunaráætlunum fyrir
svæðin og gögnum sem safnað var við
gerð þeirra (Lárus Heiðarsson 2011,
Rúnar Ísleifsson 2011 a,b,c) er áætlað
að rækta á þessum svæðum skóga með
fimm trjátegundum; alaskaösp, ilmbjörk
(kallað hér birki), síberíulerki1, sitka-
greni og stafafuru. Þessar fimm trjá-
tegundir eru algengustu trjátegundirnar
í skógrækt á Íslandi (Einar Gunnarsson
2011). Á Belgsá er gert ráð fyrir að nota
náttúrulegan blending af sitkagreni og
hvítgreni sem oftast gengur undir
nafninu sitkabastarður. Vaxtareinkenni
flestra kvæma sitkabastarðs sem notuð
eru hér á landi eru mun líkari
einkennum sitkagrenis en hvítgrenis og
verður því fjallað um hann með sitka-
greni sem ekki ósjaldan ber í sér væga
blöndun við hvítgreni þó að það sé skráð
sem sitkagreni (Aðalsteinn Sigurgeirsson
1992).
Vaxtar- og lífmassarannsóknir á þessum
trjátegundum eru mislangt komnar á
Íslandi. Fyrir liggja jöfnur um lífmassa
ofanjarðar hjá einstökum trjám (Arnór
Snorrason o.fl. 2006, Brynhildur Bjarna-
dottir o.fl. 2007, Jón Ágúst Jónsson
2007, Matthias Hunziker 2011) ásamt
rannsóknum á hlutfalli neðanjarðarhluta
trjánna (Arnór Snorrason o.fl. 2002c,
Brynhildur Bjarnadottir o.fl. 2007,
Matthias Hunziker 2011).
Bolviðarvöxtur og bolviðarmagn síberíu-
lerkiskóga hefur verið rannsakað nokkuð
ítarlega á Hallormsstað og næsta
nágrenni og hafa þær rannsóknir gefið
1Hér er notað nafnið síberíulerki sem samheiti fyrir síberíulerki og rússalerki sem eru skildar tegundir og oftast
taldar vera undirtegundir einnar tegundar sem heitir síberíulerki.