Rit Mógilsár - 2013, Side 6

Rit Mógilsár - 2013, Side 6
 6 Rit Mógilsár 28/2012 af sér gróskuflokka fyrir síberíulerki á þessu svæði (Lárus Heiðarsson 1998, Pesonen o.fl. 2009). Svipaðar rannsóknir hafa verið gerðar á stafafuru á helstu ræktunarsvæðum Skógræktar ríkisins (Mervi Juntunen 2010). Þar tókst þó aðeins að skilgreina einn gróskuflokk fyrir tegundina enda ræktunarsvæði Skógræktar ríkisins bundin við staði þar sem skógræktarskilyrði og gróska eru frekar jöfn og með betra móti. Aðrar trjátegundir hafa verið lítið rannsakaðar og gróskuferlar fyrir lífmassa trjánna og þ.m.t. kolefnis hafa ekki verið útbúnir fyrr en í úrvinnslu sem farið var í sam- bandi við þá vinnu sem hér er kynnt (Arnór Snorrason, í handriti). Efni og aðferðir Stærð ræktunarsvæðis, val trjátegunda og gróðursetningartími 1. tafla sýnir stærð áætlaðrar nýskóg- ræktar á svæðunum fjórum ásamt hlut trjátegunda samkvæmt ræktunaráætl- unum og árabil framkvæmda við ný- gróðursetningu. Gerðar voru smávægilegar breytingar á upphaflegum áætlunum varðandi gróður- setningartíma. Áætlunin var óbreytt fyrir Laxaborg enda búið að ganga frá samningi fyrir það svæði. Á Belgsá var gróðursetningu hliðrað fram um eitt ár. Fyrir Ormsstaði var gróðursetningartími óbreyttur en í Skarfanesi var í drögum að ræktunaráætlun ekki búið að tímasetja gróðursetningar. Það var gert hér og markið sett á að gróðursetja í a.m.k. 50 ha árlega frá og með 2014. Í 1. töflu er birt nettóflatarmál nýskógræktar fyrir Skarfanes en það er skilgreint sem það svæði sem verður gróðursett í. Aftur á móti er í áætlun birt brúttóflatarmál nýskógræktar 504 ha. Þessi mismunur Jörð Laxaborg Belgsá Ormsstaðir Skarfanes Sveit Dalir Fnjóskadalur Breiðdalur Landssveit Landshluti Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Brúttóflatarmál svæðis (ha) 46 705 178 751 Flatarmál nýskógræktar (ha) 10 49 139 444 Hlutfall trjátegunda í gróðursetningu Alaskaösp 33% 0% 3% 11% Stafafura 57% 75% 76% 45% Sitkagreni 10% 9% 21% 4% Síberíulerki 0% 16% 0% 0% Birki 0% 0% 0% 40% Gróðursetningarár 2012-2014 2013-2014 2015-2019 2014-2022 Fjöldi ára 3 2 5 9 1. tafla. Stærð og staðsetning nýskógræktarsvæða. Taflan sýnir einnig hlutfall trjátegunda á hverju svæði og árabil gróðursetningar.

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.