Rit Mógilsár - 2013, Page 11
Rit Mógilsár 28/2012 11
gróðursetninga er ennþá meðtalin (sjá
4. töflu).
Þetta verður að hafa í huga þegar ferlar
yfir árlega bindingu eru skoðaðir en þeir
eru birtir í 2. mynd
Ljóst er á 2. mynd að hámarksbinding
næst ekki fyrr en að 30 árum liðnum.
Þetta sést betur í 5. töflu þar sem tíma-
bilið með mestri árlegri bindingu er á
árabilinu 2043-2052. Það tímabil er
með 25-30% meiri bindingu en næstu
tímabil á undan og eftir.
Áætlaður kostnaður við nýskógrækt
Nákvæmar kostnaðaráætlanir, þar sem
stofnkostnaður við skógræktina var
tilgreindur og færður á áætluð gjaldaár,
voru til fyrir þrjár af jörðunum. Gerð var
l ít i lsháttar lagfæring á þessum
kostnaðaráætlunum til að samhæfa
kostnaðarliði. Þrátt fyrir það eru ekki
allir hefðbundnir kostnaðarliðir teknir
með þar sem í sumum tilvikum var búið
að ljúka framkvæmdum áður en kom til
tals að Landsvirkjun ætlaði að
fjármagna nýskógrækt á þessum
svæðum (sjá 6. töflu). Ekki lá fyrir
sundurliðuð kostnaðaráætlun fyrir
Skarfanes en þar var stofnkostnaður
áætlaður 300 þús. kr á hvern brúttó-
hektara nýskógræktar. Brúttóflatarmál
nýskógræktar er, eins og áður hefur
verið getið, 504 ha en nettóflatarmál
nýskógræktar er 444 ha. Stofn-
kostnaður á hvern ha var því metin 340
þús. kr. í tilviki Skarfaness.
Eins og sjá má í 6. töflu var eininga-
kostnaður nokkuð misjafn á milli
svæða. Þar sker Belgsá sig mest út með
lægstan kostnað. Þar voru líka tveir
kostnaðarliðir undanskildir. Hæsti
einingakostnaðurinn var á Laxaborg og
er þar smæð svæðisins áreiðanlega stór
áhrifavaldur.
Hér er einungis talinn til stofnkostnaður
en í hefðbundinni skógrækt mun líka
verða kostnaður vegna umsýslu og um-
hirðu að loknum stofnframkvæmdum. Í
samningsdrögum Landsvirkjunar og
Skógræktar ríkisins tekur Skógrækt
ríkisins á sig þann kostnað enda mun
hún eiga skóginn og hafa möguleika á
að uppskera hann af samnings-
Laxaborg Belgsá Ormsstaðir Skarfanes
Áætlanagerð Ekki innifalin Ekki innifalin Innifalin Innifalin
Girðing Innifalin Ekki innifalin Innifalin Innifalin
Slóðagerð Innifalin Innifalin Innifalin Innifalin
Eftirlit og úttektir Innifalin Innifalin Innifalin Innifalin
Endurplöntun 10% Innifalin Innifalin Innifalin Innifalin
Stjórnunargjald 6% Innifalin Innifalin Innifalin Innifalin
Kostnaður á hektara (þús. kr.) 374 239 345 340
6. tafla. Kostnaðarliðir stofnkostnaðar í ræktunaráætlunum ásamt stofnkostnaði á
flatareiningu.