Rit Mógilsár - 2013, Page 12
12 Rit Mógilsár 28/2012
tímabilinu liðnu.
Arðsemi eða innri vextir fjárfestingar í
bindingu CO2 með nýskógrækt
Að lokum eru birtar niðurstöður úr ein-
földum arðsemisútreikningum fyrir ný-
skógrækt á þessum fjórum svæðum
(sjá 7. töflu). Reiknaðir er innri vextir
fjárfestingar, sem segir þá til um hvaða
vexti fjárfestingar, sem jafngilda stofn-
kostnaði við skógræktina, munu bera
miðað við mismunandi verð fyrir hverja
losunarheimild sem er hér á forminu
bundið tonn af koldíoxíði. Tekið er mið
af opinberum Evrópumarkaði með
framtíðarlosunarheimildir en verðið þar
hefur farið lækkandi eftir að fjár-
málakreppan hófst. Miklar sveiflur eru í
verði á markaði en frá miðju ári 2010 til
lok mars 2012 sveiflaðist framtíðar-
verðið frá því að vera hæst um 28 € í
mars 2011 niður í 14 € í lok tímabilsins
(http://www.emissierechten.nl/). Þó er
gert ráð fyrir að á árunum 2013-2020
muni verð fara hækkandi aftur vegna
áætlana Evrópusambandsins um að
minnka árlega losunarheimildir iðnfyrir-
tækja um 1,74% á þessu árabili fram-
lengingar Kyótó samningsins.
Í öllum tilvikum er arðsemi kolefnis-
bindingar jákvæð. Munur í stofnkostnaði
á flatareiningu á milli svæða (sbr. tafla
6) hefur minni áhrif á arðsemi kolefnis-
bindingar en verð á hverju bundnu
tonni af kolefni. Þannig er mestur
munur á arðsemi milli svæða 3,8% en á
milli verðflokka á bundnu kolefni 5,9%.
Verð losunarheimilda Laxaborg Belgsá Ormsstaðir Skarfanes
30 € 6,0% 9,8% 7,8% 8,4%
20 € 4,3% 7,3% 5,6% 6,0%
10 € 1,6% 3,9% 2,6% 2,7%
7.tafla. Arðsemi eða innri vextir fjárfestingar í kolefnisbindingu með nýskógrækt á fjórum
svæðum Skógræktar ríkisins miðað við mismunandi verð losunarheimilda.