Nýr dagur - 20.08.1933, Blaðsíða 3

Nýr dagur - 20.08.1933, Blaðsíða 3
styrkþega bæjarins. Nei, „ó- fremdarástandið" liggur auðvita* ekki í þessu að dómi Jóhanns, Tangaherrans, heldur hinu, að ekki skuli vera svínað meir en gert er á „þurfalingunum", sem Jóh. nefnir svo, „því ástandi, sem nú er, verður því að breyts í betra horf“, segir Jóhann, og þetta „betra horf“ er auðvitað ermþá ósvífnari meðferð á styrk- þegum bæjarins en hingað til, eða hvorki meira né minna en þrælahald. Bærinn (þ. e. Jóhann og hans nótar) skulu fá óskorað- an yfirráðarétt yfir vinnuafli „þurfalinganna“ og vera heimilt að leigja þá út sjálfum sér og öðrum fyrir lítið gjald. Kaupið á sem sé að vera lægra en nú ger- ist. Jóhanni, Hjálmi og þeim herrum þykir ekki nóg að fá á- góðann af verzluninni með nauð- synjar þeirra, sem fá styrk hjá bænum. „Meira blóð í kúnni!“ — Bærinn á að taka að sér foryst- una í launalækkunarherferðun- um á hendur verkalýðnum. Með beinu þrælahaldi skal láta Tang- anum og öðrum burgeisum hér í té ódýrara vinnuafl. Til þess að reyna að klora yfir þennan óþokkatilgang, er í grein- inni þvoglað um, að þetta nýja fyrirkomulag eigi að koma þeim, sem bæjarstyrks njóta, sjálfum að góðu. Seint mun Jóhanni tak- ast að telja verkalýðnum trú um að launalækkanir verði til þess að bæta kjör hans — og litla hvöt mun verkalýðurinn finna hiá sér til þess að fara að gefa burgeisunum hér hús og trillu- báta, til viðbótar því, sem þeir þegar hafa í ránskíóm sínum. Það er hentugt fyrir Jóhann að geta gripið til Sig. Schevings, þessa pólitíska þurfa’ings síns, til þess að skrifa undir greinar sem þessa. „Fíflunum skal á foraðið etja“. Verkalýðurinn mun svara þess- um svívirðingum Jóhanns, sem öðrum, með því að fylkja sér saman um samtök sín, til varnar gegn árásum auðvaldsins — og til sóknar á hendur því. — Níður með fasÉsmann í Verklýðsblaðinu og á mann- fundum hefir Jóhann Þ. Jósefs- son verið afhjúpaður sem einn af aðal styrktar- og forvígis- mönnum hins nýstofnaða fasista- flokks hér á landi og njósnari Hitlers. — Hér í Eyjum hefir hann otað fram fyrir sig í hir.ni ógrímuklæddu fasismaútbreiðslu ýmsum fasistiskum smápeðum, sem hefir þó brostið kjark til þess starfa fram að þessu og þráfaldlega afneitað fasismanum aí ótta við almenningsálitið. Sjálfur hefir Jóhann nú „sýnt lit“. Þegar þýzka skemmtiskipið kom hingað fyrir nokkru, dró hann upp flokksfána þýzku Naz- istanna og sýndi með því á hinn ótvíræðasta hátt hollustu sína og undirlægjuhátt gagnvart múg- morðingjanum Hitler. í slíkum skriðdýrshætti íslenzku yfirstétt- arinnar fyrir hinum þýzka blóð- hemaði liggur ótvíræð ógnun tii verkalýðsins og allrar alþýðu á fslandi, — ógnun um enn ægi- legri neyð og ofsóknir en nú þekkist hér, sem sé ógnunartíma morða og pyndinga, eins og nú ríkja í Þýzkalandi undir stjórn Nazistanna, fyrirmyndar íslenzku íasistanna. Hver sá, sem sýnir hér hakakrossinn, hvort sem það er með því að draga hann á stöng eða á annan hátt, fram- kvæmir þessa ógnun og særir um leið stéttarvitund alþýðunnar og samúðartilfinningu hennar með þýzku alþýðunni, sem nú er kval- in og ofsótt á allar lundir undir þessu merki. Jóhanni hefir heldur ekki dulist að hann var með þessu að ganga í berhögg við almenningsálitið. Eigi alls fyrir löngu flutti hann flaggstengur sínar upp á svalir húss síns svo að örðugra væri fyrir andstæðinga fasismans að komast að þeim. Það var undir- búningurinn undir þetta frum- blaup á hendur verkalýðnum — og öllu vinnandi fólki hér. Þar sem hann heldur að hann í skjóli fyrir réttlátri reiði fjöldans, dreg- ur Jóhann upp morðfána Hitlers og gerir hann, frammi fyrir öll- um almenningi, að sínum fána, — stefnu hans að sinni stefnu, — fleygir sér hundflötum að fótuni hans! Hinn stéttvísi verkalýður, sem fylgst hefir með stéttabaráttunni hér, þekkir Jóhann sem fasistiskt sinnaðan stóratvinnurekanda og verklýðskúgara. í hans augum er þetta frumhlaup Jóhanns aðeins ein sönnunin enn fyrir þeirri staðreynd. En hvað segið þið, al- þýðufólk, sem Jóhanni hefir tek- ist að blekkja til fylgis við sig? Þekkið þið Jóhann nú? Vitið þið nú hvers þið megið vænta af honum og yfirstéttinni yfirleitt? Látið ykkur þetta að kenningu verða! Fylkið ykkur við hlið okkar hinna, sem viljum, eins og þið, fasismann feigan! Niður með hakakrossinn! Niður með fasismann! Verkamaður. Atvinnuleysið í Vestmannaeyjum. Ein af fylgjum auðvaldsþjóð- félagsins er atvinnuleysið. Þegar auðmennirnir sjá ekki fyrirfram vísan gróða, af því að láta vinna, stöðva þeir framleiðslutæki og framkvæmdir. Þúsunair manna verða atvinnulausir, neyðin hel- tekur hverja fjölskylduna eftir aðra, andlegri og líkamlegri heil- brigði er misþyrmt. Síðastliðin vertíð var mjög tekjurýr fyrir sjómenn, þrátt fyr- ir vökur og þrældóm, urðu þeir að viðhafa ítrasta spamað á lífs- nauðsynjum. Orsökin er hin ill- ræmda hlutaráðning, sem banka- og Tángavaldinu hefir tekizt að þröngva upp á menn. Þegar þannig vinna verka- manna og sjómanna, er gerð að engu, aðalbjargræðistímann, er ekki von að lífskjör almennings séu góð, enda mun þá Tangamenn og aðra stóratvinnurekendur hafa

x

Nýr dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr dagur
https://timarit.is/publication/1488

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.