Nýr dagur - 20.08.1933, Blaðsíða 4

Nýr dagur - 20.08.1933, Blaðsíða 4
grunað, að þröngt myndi verða í búi hjá fólki hér í sumar, því bæði í ræðu og riti, voru menn hvattir til að í'ara héðan að heiman, eitt- hvað út á land í atvinnuleit, án þess þó, að benda mönnum á þá staði, er þeir gætu fengið mán- aðarkaup og tryggt með því af- komu sína og sinna. Urðu margir til þess að fara að heiman, en flestir munu hafa orðið að blta í það súra epli, að taka part af afla upp í kaup sitt, enda er út- koman orðin sú, að menn eru farnir að koma heim á miðju sumri, sumir með skuld á bakinu, og dæmi eru til þess, að konan, sem heima var við þröngvan kost, varð að taka sinn síðasta eyri og borga fargjaldið fyrir manninn, svo hann kæmist heim. Þannig hefir þá farið sumaratvinnu manna. Þannig hafa þau reynzt ráðin, sem Tanginn gaf mönnum. Eftir að þeir eru búnir að vinna nótt og nýtan dag fyrir auðvaldið og skapa óhemju auð, sem fáír sérgóðir auðkífingar slá eign sinni á, vilja þeir reka verkalýðinn landshornanna á milli, svo þeir ekki einu sinni fái reykinn af réttunum, auðmennimir geti í næði setið að krásinni og þó fyrst og fremst til þess að þurfa ekki að eiga yfir höfði sér sókn og baráttu þess verkalýðs, sem krefst atvinnu og lífsframfæris af yfirstéttinni. Verkamenn! Lærið af reynsl- unni. Látið ekki þá menn, sem ykkur eru fjandsamlegir og hafa ánægju af því að taka í sundur heimili ykkar tæla ykkur til að fara út í óvissa atvinnuleit, berj- íst heldur sameinaðir heima fyrir vinnu og brauði. Síðastliðið sumar og haust kröfðust verkamenn atvinnubóta af bæjarstjórninni og fengu því til leiðar komið með öflugum sam- tökum og með því að fjölmenna á bæjarstjómarfundina þegar kröf- urnar vom ræddar, að á annað hundrað manns fengu atvinnu. Það er enginn vafi á því, að hefðu verkamenn ekki staðið jafn einhuga saman í baráttunni fyrir atvinnubótunum, þá hefði bæjarstjórnin ekki látið vinna einn einasta dag. Verkamenn! Við verðum að fara að hefjast handa og krefja bæjarstjómina um atvinnu handa öllum þeim verkamönnum, sem nú eru atvinnulausir, við verðum að gera þá kröfu til bæjarstjórnar, að hún haldi bráðlega fund, þar sem atvinnuleysismálið er tekið fyrir og afgreitt þannig að kröfur okkar verði uppfylltar. Við skul- um fjölmenn á alla þá fundi, sem verkamannafélagið heldur, þvi að- eins með öflugri baráttu getum við varið lífsrétt okkar. Verka- menn! Stöndum sameinaðir í þeirri baráttu sem framundan er, þá er sigurinn vís. A. Hvernig tekur verkalýð- urinn erlendis á móti Hitlers-skipum ? Verkfalli skelt á fjölda Hitlers-skipa. Gegn hakakrossinum í öllum dönskum höfnum. Vaxandi reiði ríkir nú í öllum dönskum hafnarborgum gegn ýf- ingum nazistaskipstjóranna. í Odense, Aalborg, Nakskov, Nörre- Sundby og Svendborg hafa hafn- arverkamennirnir neitað að snerta á nokkru verki á meðan að haka- krossinn hverfi ekki af skipunum. Já, í Aalborg og Nörre-Sundby fylktu verkamennirnir sér saman til stórrar kröfugöngu, þar eð kröfum þeirra var ekki sinnt, gengu um borgina og meðfram höfninni og sungu „Internation- alinn“. — Næstum alltaf hafa verkamennímir sigrað. Hin sósíaldemókratiska stjórn verkamannasambandsins hefir al- staðar att ríkisvaldinu fram til baráttu gegn and-fasistunum og lýst yfir, að allir atvinnulausir hafnarverkamenn yrðu sviftir styrknum ef vinnan við skipin með morðfána Hitlers yrði ekki strax hafin aftur. Atvinnurekendumir fylgja þessu fordæmi og leggja nú mál- Hreinlætisvörur. Handsápur, margar teg. Þvottasápa, blaut- sápa, sóda, Þvottaduft 4 teg. Tannkrem, andlitskrem, hár- þvottaduft, raksápa. Ódýrast eg bezt að kaupa í Kaupfélagi verka- rnanna. Til sölu með tækifærisverði, er hvít emalierað baðker. Afgr. vís- ar á. Lítill kolaofn óskast keyptur. A. V. á. ið fyrir gerðardóm og krefjast þess, að hafnarverkamennirnir verði dæmdir fyrir taxtabrot og brot á lögum um bann við verk- föllum, sem ríkisþingið sam- þykkti nýlega. Eins og xunnugt er hefir Stauning-stjórnin, sem sósíaldemókratar eru ráðandi í, höfðað mál gegn „Rauða fagleja andstöðuarmi“ sjómanna og hafn- arverkamanna fyrir útgáfu á flugriti, sem hvatti til verkfalls við nazistaskip. 4. júlí komu þýzk skemmtiskip til dönsku hafnarinnar Korsör, og eitt þeirra hafði dregið upp haka- krossinn. I kveðjuskyni var einn- ig fáni morðflokksins dreginn upp á þýzka konsúlsbústaðnum. Niður við skipin safnaðist saman mikill hluti íbúa borgarinnar og laust hann upp fagnaðarópi þegar ungur verkamaður einn reif fán- ann á skipinu niður. Fáum mín- útum síðar féll einnig hinn risa- stóri fáni konsúlsins til jarðar, hann hafði komizt í alltof náin kynni við rafhníf eins andfasist- ans. Til hollensku hafnarinnar Arnhem kom skipið „Flint“ frá Ruhrort 6. júlí, með steinfarm. Um hádegi, þegar skipstjórinn dró upp Hitlersfánann neituðu allir hafnarverkamennirnir, sem unnu í skipinu, að halda áfram að skipa upp úr því. Eftir margra klukku- tíma verkfall gaf skipstjórinn eftir. „Antifaschistische Front“ 12. júlí 1933. Ábyrgðarmaður: ísleifur HöguaKon. PrentsmiQjan Acta.

x

Nýr dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr dagur
https://timarit.is/publication/1488

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.