Hjálmur - 29.01.1953, Síða 1
070
Jiíe^
Tillögur atvinnumálanefndar Verkamanna-
félagsins Hlífar
TIL ÚRBÓTA NÚVERANDI ÁSTANDI:
1. Togarar gerðir út frá Hafnarfirði leggi
afla sinn hér á land til vinnslu.
2. Bæjarvinnan verði aukin.
3. Hafnarfgerðinni verði haldið áfram.
TIL FRAMTÍÐARÚRLAUSNAR
1. Byggt verði nýtízku fiskiðjuver, sem
bærinn reki.
2. Bæjarútgerðin kaupi tvo nýja togara.
3. Byggðar verði fullkomnar verbúðir fyr-
ir vélbáta svo og athafnasvæði, bryggj-
ur og fleira, sem nauðsynlegt er til auk-
innar vélbátaútgerðar í bænum.
4. Byggð verði fullkomin dráttarbraut eða
þurrkví, er geti tekið upp skip á stærð
við togara.
5. Byggð verði nýtízku stálverksmiðja.
6. Byggð verði hraunsteypuverksmiðja,, er
vinni úr hraungrýti götuhellur, gang-
stéttarhellur og fleira.
7. Hitaveita verði lögð frá Krýsuvík til
Hafnarfjarðar og í sambandi við hana
byggð saltvinnslustöð.
8. Bætt verið skilyrði smábátaútvegsins í
bænum (trillubáta) vegna aukningar í
sambandi við friðun Faxaflóa.
9. Félagi vörubílstjóra verði veitt heimild
til sandnáms á Hvaleyrarsandi.
10. Bæjarfélagið láti fara fram athugun á
möguleikum til stofnunar líndiíkaverk-
smiðju í Krýsuvík.
GREINARGERÐ
Nefndin tnldi sér skylt, er henni var falið að
gera tillögur tii úrbóta því atvinnuleysi, sem rikt
hefur hér að meira eða minna leyti undanfarin
2—3 ár, að byggja tillögur sínar á þann veg, að
nokkur framtíðarlausn væri í þeim falin. Nefndin
áleit, að tillögurnar yrðu að miðast við það, að
Ilafnfirðingar, sem aðrir Islendingar, yrðu að
byggja afkomu sína á eigin framleiðslu, en ekki
á vinnu hjá erlendu herliði. Nefndinni var það
ljóst að nú vinna allmargir Hafnfirðingar hjá ame-
ríska hcrliðinu á Keflavíkurflugvelli og jafnframt
að enn um nokkum tíma mun svo verða, en hitt
er jafn ljóst, að þegar lýkur þeirri vinnu, og þá
koma þeir menn á vinnumarkað okkar að nýju.
Vegna þess hvað Hafnfirðingar hafa verið dreifð-
ir allt frá stríðsbyrjun, er lítið hægt að styðj-
ast við reynslu undanfarinna ára hve mikil at-
vinnuþörf hafnfirzk verkalýðs raunverulega er.
Hins vegar hefur nefndin bæði kunnugleika og
heimildir fyrir því, hver framleiðslutæki voru liér
í bæ fyrir 20 ámm og hvað íbúar bæjarins vom
margir þá, og hversu mikið atvinnuleysi þá var
ríkjandi. Einnig taldi nefndin rétt að hafa í huga
þann aukna innflutning íbúa, sem átt hefur sér
stað s. 1. 2—3 ár.
Eins og framanskráðar tillögur bera með sér,
áleit nefndin að jafnframt fiskframleiðslunni bæri
að leggja áherzlu á aukna iðnframleiðslu.
Um hverja sérstaka tilögu vill nefndin taka þetta
fram:
TIL ÚRBÓTA Á NÚVERANDI
ÁSTANDI
Tillaga I
(Togararnir gerðir út fyrir irmanlands-
vinnslu):
Atvinnuleysi hefur verið meira og minna að
haustinu og það sem af er þessum vetri, þó nokk-
uð hafi ræst úr annað kastið er togaramir hafa lagt
afla sinn á land. Aukning atvinnunnar í bænum,
byggist því mjög á því, að afli þeirra skipa, sem
gerðir era út héðan, sé unnin hér í frystihúsunum
og úrgangurinn í fiskimjölsverksmiðju Lýsi &
Mjöl h.f. Herzla á fiski kemur og til greina svo og
ávallt saltfiskverkun. Krafan um að togararnir leggi
afla sinn hér á land til vinnslu er bæði sjálfssögð
og eðlileg, þegar þess er gætt, sem áður er sagt
að því viðbættu, að íyrir þjóðfélagið hlýtur það
að vera mikið atriði að fá meiri gjaldeyri sem því
nemur, er unnin vara gefur umfraiu hráefni.
Tillaga II
(Bæjarvinnan verSi aúkin):
Bæjarvinnan í þessum bæ, hefur verið æði mis-
jöfn hvað framkvæmd snertir. Bæjarstæði Hafnar-
fjarðar er að stómm hluta mjög erfitt sökum lands-
lags. Byggingalóðir og gatnagerð mikið örðugri,
en í flestum öðram bæjum á landinu. Verkefni era
því óþrjótandi enda má með sanni segja, að hér
sé flest ógert, sem gera þarf bæjarbúum til hag-
ræðis. AUs staðar blasa við hálfleyst eða óleyst
verkefni. Aukin bæjarvinna er því sjálfsögð krafa.
Sú krafa þýðir ekki aðeins aukna vinnu fyrir verka-
menn, lieldur og aukið hagræði fyrir bæjarbúa í
heUd. Sú viðbára bæjary'firvaldanna að eigi sé hægt
að halda uppi bæjarvinnu eða auka hana, verður
ekki tekin alvarlega, þegar vitað er, að engin
tilraun hefur verið gerð til spamaðar af bæjarins
hálfu, þar sem frekar væri hægt að spara en í
bæjarvinnunni og er þá átt við það skrifstofulið og
aukabitlinga, sem bærinn er svo óspar á.
Einnig er vert að minnast þess, að fyrir sérstaka
hlífð við innheimtu útsvara hjá efnamönnum í
bænum var bæjarvinnan stöðvuð í sumar í tvo
mánuði.
Tillaga III
(HafnargerSinni verði lialdið úfram):
20 verkamenn hafa unnið að hafnargerðinni frá
því fyrst í júlí í sumar. Ætlunin mun vera að hætt
verði störfum, þegar frjósa tekur og ekki verður
hægt að steypa. Nefndin álýtur að nauðsyn bert til
að halda vinnunni áfram og þar sem henni er
kunnugt um að hafnarsjóður hefur vilyrði fyrir
!;, A: 4 Q s S C K A S A r N '|
ivM .'9594 8 !
I__ I
fastaláni þcgar eftir áramótin og hefir jafnvel feng-
ið bráðabyrgðalán til áramóta. Telur hún ekkert
til fyrirstöðu að vinnunni verði haldið áfram þar
sem fjöldi verkefna eru fyrir höndum, þó erfitt
verði að vinna við steypugerð og fleira.
TIL FRAMTÍÐARÚRLAUSNAR
UM TILLÖGU I
(Bygging fiskiðjuvers):
Nefndin leggur til að bæjarfélagið byggi fyrsti-
hús, með því að hún hefur heimild fyrir því að
frystihús eru rekin með hagnaði til dæmis hef-
ur nýtt frystihús á Húsavík birt hálfs árs reikn-
ing sinn og sýnir liann á 5. hundrað þúsund króna
hagnað. Einnig höfum við í huga að bæjarfélagið á
allt að lielming á átta vélbátum, sem reknir eru
með tapi á sama tíma og frystihúsin græða. Nefnd-
in telur nauðsyn að frystihúsum fjölgi því í kjöl-
far þeirra kemur aukinn vélbátaútvegur.
UM TILLÖGU II
(Bæjarútgerðin kaupi tvo togara):
Nefndin álvtur það aðeins eðlilega aukningu hjá
Bæjarútgerðinna að kaupa tvo nýja togara. Kyrr-
staðan í bæjarútgerðinni álýtur nefndin að sé ein
megin orsök atvinnuleysins nú s. 1. ár. Bæjarútgerð-
in var stofnuð til að fyrirbyggja atvinnuleysi, sem
ávallt getur komið fram, þegar einkabraskarar ráða
yfir stórframleiðslunni. Þetta hlutverk sitt hefur
hún vanrækt svo að skipastóllinn er hjá henni sá
sami og var fyrir 20 árum. En aðstæður bæjarins
hafa á sama tima versnað svo, að nú eru gerðir héð-
an út 5 togarar en fyrir 20 árum voru þeir 12.
Þessi krafa er því aðeins lámarkskrafa. Nefnd-
inni er kunnugt um að hægt er að fá keypta tvo
togara innanlands.
UM TILLÖGU III
(Bygging verhúða, athafnasvæðis
og bátabryggju):
Nefndin telur óþarft að fjölyrða um þessa tillögu.
Hún er aðkaUandi sem einn liður í fiskframleiðslu
bæjarins og hefur lengi verið á dagskrá. Vert er
að minnast þess að fyrir fáum árum fór stórútgerð-
armaður burt úr bænum vegna skorts á athafna-
svæðis. Einnig hins að ýmsir aðkomubátar, sem
hér hafa viljað var hafa ekki getað fengið ver-
búðir sér til handa.
UM TILLÖGU IV
(Dráttarbraut eða Jmrrkví):
Nefndin vill aðeins vekja athygli á því, hve mikil
vinna hverfur úr bænum við það að togararnir
þurfa að fara til Reykjavíkur til viðgerðar, hreins-
unar og málningar. Því leggur hún áherzlu á að
í framtíðinni verði hér um breytt.
UM TILLÖGU V
(Byggð verði stálverksmiðja):
Nefndin hefur orðin þess vör, að bygging og
starfsræksla nýtízku stálverksmiðju hefur komizt
á dagskrá í sambandi við hinn stórfellda útflutning
á brotajámi, sem átt hefur sér stað á s. 1. ári og
það, sem af er þessu.
Vestur-íslenzkur sérfræðingur hefur ritað um
þetta efni athyglisverða grein í Lesbók Morgun-
blaðsins. Bendir hann rækilega á þá óhæfu, að
(Framhald á bls. 2)