Hjálmur - 07.12.1953, Page 2
2
HJÁLMUR
V. KAFLI.
Stjóm og starfsmenn.
13. g r.
Stjórn félagsins skipa 7 menn: formaður, vara-
formaður, ritari, féhirðir, fjármálaritari og tveir
meðstjórnendur. Varastjóm skipa 3 menn. End-
urskoðendur 2 og 1 til vara.
14. gr.
[Formaður kveður til félagsfunda og trúnaðar-
ráðsfunda og stjórnar þeirn. I upphafi hvers fund-
ar hefur hann leyfi til að stinga upp á einhverj-
um viðstöddum félagsmanni til að stjóma fund-
inum. Hann undirskrifar gerðir félagsins og gætir
þess, að starfsmenn þess geri skyldur sínar. Hann
hefur eftirlit með starfsemi félagsins og eftirlit
með því, að fylgt sé lögum þess og reglum í öll-
um greinum. Hann geymir skjöl þess, ef það hef-
ur ekki skrifstofu, ella skulu þau geymd þar. Hann
ávísar reikningum á félagið til greiðslu. Varafor-
maður gegnir sömu störfum og fomiaður í for-
föllum hans.
15. gr.
Ritari heldur fundargerðarbækur félagsins og
færir í þær allar fundargerðir, lagabreytingar og
aðalreikning.
16. gr.
Féhirðir hefur á hendi eftirlit með fjárhaldi
félagsins og bókfærslu, sem að því lýtur, eftir
nánari fyrimiælum stjómarinnar.
17. gr.
Fjámiálaritari hefur eftirlit með innheimtu fé-
lagsgjaldanna, eftir nánari fyrirmælum stjómarinn-
ar.
18. gr.
Aðalmenn í stjóm em skyldir að tilkynna for-
föU svo tímanlega, að unnt sé að boða varamenn.
19. gr.
Stjórn félagsins ræður starfsmann félagsins, á-
kveður laun hans og vinnuskilmála. Enginn starfs-
maður skal ráðinn til lengri tíma en kjörtímabils
þeirrar stjórnar, er ræður hann.
Starfsmenn félagsins mega ekki taka að sér
launuð aukastörf, nema með samþykki stjórnar-
innar.
Stjómin getur sett starfsmönnum félagsins er-
indisbráf, er tiltaki nánar starfssvið þeirra og
skyldur í starfinu.
Starfsmenn félagsins bera ábyrgð á fjárreiðum
félagsins og eignum, og skulu þeir setja tryggingu
fyrir varðveizlu sjóða félagsins og eigna, ella ber
stjóm félagsins sameiginlega ábyrgð á eignum
félagsins.
Sjóði félagsins skal geyma á vöxturn í banka eða
öðram jafntryggum stað, eftir nánari fyrirmælum
stjómarinnar.]
VI. KAFLI.
Allsherjaratkvæðagreiðsla.
20. gr.
[Allsherjaratkvæðagreiðslu skal viðhafa:
a) Um kosningu stjómar, varastjómar, endur-
skoðenda, svo og annarra trúnaðarmanna, er
trúnaðarráð telur, að - allsherjaratkvæða
greiðslu þurfi með.
b) Þegar stjóm félagsins, trúnaðarráð eða lög-
mætur félagsfundur, sem sóttur er af minnst
25 félagsmönnum, samþykkir að viðhafa alls-
herjaratkvæðagreiðslu í félaginu. Slíkar at-
kvæðagreiðslur er þó aðeins hægt að við-
hafa um mál, sem lögð eru þannig fyrir, að
hægt er að svara með já eða nei, eða kjósa
megi milli tveggja tiHagna, og skulu þá út-
búnir greinilegir atkvæðaseðlar um rnálið, svo
að kjósandi þurfi aðeins að krossa við já
eða nei, eða við aðra tillöguna, ef tvær eru.
Á atkvæðaseðilinn má prenta álit félagsfund-
ar, trúnaðarráðs eða stjórnar, um mál það,
er greitt er atkvæði um.
Allsherjaratkvæðagreiðsla er úrslitaályktun í öll-
um málefnum félagsins.]
VII. KAFLI.
Kjörstjórn.
21. gr.
[Kjörstjóm skal skipuð þremur félagsmönnum.
Skal einn skipaður af stjórn félagsins, annar af
trúnaðarráði og sá þriðji af félagsfundi. Jafnmarg-
ir varamenn skulu tilnefndir af sömu aðilum. Kjör-
stjórn skal skipuð í október ár hvert.
Þess skal gætt, að ekki séu fleiri en einn af
stjórnarmeðlimum félagsins í kjörstjóm.
22. gr.
Kjörstjórn annast prentun allra atkvæðaseðla,
er gilda eiga við aUsherjaratkvæðagreiðslu og sér
um, að atkvæðagreiðslan fari löglega fram og að
fullkomin leynd sé á því, hvemig menn greiða
atkvæði. Hún telur atkvæði að lokinni atkvæða-
greiðslu og úrskurðar um vafaatkvæði.
23. gr.
Kjörstjórn heldur gerðabók, og skal í hana fært,
hvenær kosningar hefjast. Þá skal og bókað, hve-
nær kosningar hefjast. Þá skal og bókað, hvenær
atkvæðakassi er innsiglaður og tölu atkvæðaseðla
áður en kosning hefst, svo og þegar henni er lok-
ið og þá tekið fram, hve margir seðlar era ónot-
aðir, hve margir hafa greitt atkvæði, svo og, eftir
talningu, hver úrslit atkvæðagreiðslan sýnir. Kjör-
stjóm skal þegar eftir talingu atkvæða er lokið,
í hvert skipti, afhenda formanni félagsins gerða-
bókina, eða afrit af úrslitum atkvæðagreiðslu.
24. gr.
Kjörseðill er gildur, ef hann ber greinUega með
sér, hver eða hverja kjósandi hafi ætlað að kjósa
og enginn sérstök einkenni era á honum, er sýni,
hver kosið hafi.
25. gr.
Urslit kosningu stjómar og trúnaðarmannna
skal tilkynna á aðalfundi. Eru þeir kosnir, sem
flest fá atkvæði. Séu atkvæði jöfn ræður hlutkesti.
Urslit annarra allsherjaratkvæðagreiðslna skal til-
kynna á næsta félagsfundi eftir atkvæðagreiðslu.
26. gr.
Stjórn félagsins skal láta gera skrá yfir alla fuU-
gilda félagsmenn í sérstaka bók — kjörskrá —.
Skal merkja við hvern þann í skránni, er neytt hef-
ur atkvæðisréttar síns.
Umboðsmönnum þeirra, sem standa að sérstök-
um listum við kosningu stjómar og trúnaðarmanna,
skal heimill aðgangur að kjörskrá.]
VIII. KAFLI.
Kosningar.
27. gr.
[Þriggja manna nefnd gerir tiHögur til allsherjar-
atkvæðagreiðslu, um hverjir skipi stjórn félagsins,
varastjórn, endurskoðendur, trúnaðarráð, svo og
aðra trúnaðarmenn félagsins, er trúnaðarráð telur
að allsherjaratkvæðagreiðslu þurfi um.
Nefndin skal skila tillögum sínum, um hverjir
skipi fyrrgreindar trúnaðarstöður, til trúnaðarráðs
félagsins. Sé nefndin klofin, skal tiHaga meiri-
hluta nefndarinnar merkt A. En kjörstjóm merkir
aðrar tiUögur, er fram kunna að koma.
Nefndin skal skipuð þannig. Tveir skulu kosnir
af félagsfundi, en einn af trúnaðarráði. Sömu að-
ilar kjósa jafnmarga varamenn.
Nefndin skal kosin í októbermánuði ár hvert
og starfa árið.
Nefndinni skal skylt að leggja tillögur fyrir trún-
aðarráð 15 dögum áður en kosning á að hefjast.
TiUaga A skal lögð fram á skrifstofu félagsins,
og auglýst félagsmönnum til sýnis, 10 dögum áður
en kosning hefst.
Korni fleiri tillögur, skulu þær afhentar skrif-
stofu félagsins ekki síðar en 7 dögurn áður en
kosning hefst.
28. gr.
Minnst 25 og ekki fleiri en 35 félagsmenn geta
lagt fram tillögu um kosningu trúnaðarmanna við
aUsherjaratkvæðagreiðslu. Tillögunni skulu fylgja
meðmæli 25—35 félagsmanna. Skrifleg viðurkenn-
ing þeirra manna, sem í kjöri eru, skal jafngilda
meðmælum.
I enga tiUögu má taka upp nöfn manna, sem
gefa skriflegt leyfi til þess, að nafn þeirra sé sett
á aðra tillögu. Kosning stjómar skal fara fram 1.
sunnudag í febrúarmánuði ár hvert. Skal hún
standa yfir frá kl. 10 árdegis til kl. 12 síðdegis.
Kosning fer fram á skrifstofu félagsins og skal þar
komið fyrir kjörklefa, svo að kosning geti farið
fram leynilega.
Oski kjósandi að kjósa eina prentaða tillögu,
óbreytta á kjörseðli, krossar hann við tillögubók-
stafinn, en óski hann að gera breytingu á tillögu,
er hann kýs, er honum heimilt að strika út nöfn
og getur hann kosið menn í staðinn af annarri
tiUögu, og skal hann þá krossa við nöfn þeirra.
Ávallt skal einn maður, tilnefndur af kjörstjórn,
vera kjörstjóri.
Þeir, sem fyrirfram er kunnugt um, að hafi 25—
35 stuðningsmenn til kjörs, hafa einnig rétt til að
hafa viðstadda fulltrúa fyrir sig. Óheimilt er að við-
hafa nokkurn kosningaáróður á kjörstað, né við
liann, né hafa þar tillögur, áskoranir eða hvatn-
ingar, um kosninguna, aðrar en leiðbeiningar sam-
kvæmt lögum félagsins.
29. gr.
Eftir að félagsmaður hefur greitt atkvæði skal
hann láta atkvæðaseðilinn í lokaðan atkvæðakassa.
Lykillinn að kassanum geymir fonnaður kjörstjóm-
ar. Kjörstjóm skal ganga úr skugga um, að kassinn
sé tómur, áður en hún innsiglar hann. Þeim sem
að tillögum standa, er einnig heimilt að vera við-
staddir innsiglun atkvæðakassa og að innsigla kass-
ann með eigin innsigli. Kosning má aðeins standa
yfir fyrirfram auglýstan tíma daglega. Urnboðs-
mönnum þeirra, er að tillögum standa, er ávaUt
heimilt að vera viðstaddir við kosninguna.
Hver kjósandi skal undirrita, með eigin hendi,
viðurkenningu fyrir því, að hann hafi tekið við
atkvæðaseðli. Kjörstjórn skal merkja við nöfn
þeirra, félagsmanna, í kjörstjórn, er neytt hafa at-
kvæðisréttar síns.]
IX. KAFLI.
Fundir.
30. gr.
[Fundur skal haldinn í félaginu, þegar stjómin
álítur þess þörf eða minnst 15 félagsmenn óska
þess skriflega. Þó skal fundur haldinn eigi sjaldn-
ar en einu sinni í mánuði frá 1. sept til 1. apríl.
Fundum skal stjórna eftir fundarsköpun, sem fé-
lagið hefur samþykkt. Meirihluti atkvæða á fé-
lagsfundum ræður úrslitum í málurn félagsins
nema öðru vísi sé ákveðið í lögum þessum. Vafa-
atkvæði um fundarsköp úrskurða fundir við ein-
stök tækifæri. í öllum stærri málum, er félagið
varða, skal viðhöfð leynileg atkvæðagreiðsla á fund-
um þess, ef óskað er. Fundir eru lögmætir í félag-
inu, ef minnst 25 félagsmenn mæta á fundi.]
31. gr.
[Aðalfundur félagsins skal haldinn í byrjun febr-
úar ár hvert. Þar skulu lagðir fram reikningar
félagsins endurskoðaðir, til athugunar og samþvkkt-
ar. Þar skal lýsa kosningu stjómar, varastjórnar,
endurskoðenda, trúnaðarráðs og annarra trúnað-
armanna.