Hjálmur - 07.12.1953, Qupperneq 3
HJÁLMUR
3
Þá skal gefin skýrsla um störf stjómar og trún-
aðarráðs fvrir síðasta starfsár og ákveðið ársgjald.]
X. KAFLI.
Trúnaðarráð.
32. gr.
Heimilt er að mynda trúnaðarráð innan félags-
ins. Umsagnar trúnaðarráðs skal leitað í öllum
mikilvægum málum félagsins. Fundir skulu haldn-
ir í trúnaðarráði rninnst einu sinni í mánuði. Trún-
aðarráð skal skipað trúnaðarmönnum félagsins á
vinnustöðvunum og stjórn félagsins. Stjón félags-
ins lætur kjósa trúnaðarmennina á vinnustöðvun-
um eða skipar þá.
XI. KAFLI.
T rúnaðarmannaráð.
33. gr.
Trúnaðarmannaráð hefur vald til þess að taka
ákvörðun um það, hvenær hefja skal vinnustöðv-
un, og hvenær henni skuli aflétt. í trúnaðarráði
eiga sæti stjórn félagsins og fjórir fullgildir félags-
menn, kosnir til eins árs í senn ásamt varamönn-
um. I forföllum aðalstjórnarmanna taka varamenn
sæti í trúnaðarmannaráði.
Trúnaðarmannaráðsfundur er lögmætur ef 2/3
meðlima þess mæta. Fonnaður félagsins skal vera
fonnaður trúnaðarmannaráðs og ritari hjlagsins
r.itari þess. Formaður kveður trúnaðarmenn sam-
an með þeim hætti, er hann telur heppilegastan.
Akvarðanir um að hefja vinnustöðvun eða aflétta
eru lögmætar og bindandi fyrir félagið, ef minnsta
kosti 3/4 hlutar greiddra atkvæða á lögmætum
trúnaðannannaráðsfundi hafa samþykkt þær.
XII. KAFLI.
Fjármál.
34. gr.
[Upphæð árstillaga og greiðsluaðferð skal ákveða
á aðalfundi hverjum fyrir það ár, sem yfir stendur.
Skal félagsstjómin leggja fyrir aðalfund ákveðnar
tillögur um það. Tillaga um lækkun á árstillagi
nær því aðeins samþykki, að 2/3 atkvæða séu með
henni. Gjalddagi ársgjaldsins er 15. marz ár hvert.
Stjórn félagsins hefur heimild til að veita sjúkum
og öldruðum félagsmönnum ívilnanir um ársgjöld.
35. gr.
Skuldi einhver félagi til félagsins, missir hann
atkvæðisrétt í því og á einnig á hættu að verða
sviptur félagsréttindum í því. Skal félagsmönnum
þó gefinn kostur á að greiða tillag sitt til félags-
ins fram að þeim degi, sem kosning stjómar fer
fram.
Af tekjum félagsins skulu greidd öll gjöld fé-
lagsins við störf þess, fundarhöld, ritföng, prent-
kostnaður og annar kostnaður, sem stafar frá sam-
þykktum félagsfunda.]
XIII. KAFLI.
Nefndir.
•36. gr.
Fastar nefndir í félaginu skulu vera: Fræðslu-
nefnd, skipuð þrem mönnum, og laganefnd, skip-
uð þrernur mönnum.
37. gr.
Verkefni fræðslunefndar skal vera að halda uppi
í félaginu fræðslu um verkalýðsmál, einkurn er
varða hagsmunalega og menningarlega baráttu
verkalýðsins og alþýðunnar og um sögu verka-
lýðshreyfingarinnar.
38. gr.
Laganefnd skal á ári hverju endurskoða lög fé-
lagsins og skal hún hafa lokið því starfi fyrir 1.
desember og skilað áliti. Einstakir félagsmenn
skulu fyrir þann tíma hafa sent nefndinni tillögur
eða óskir urn breytingu á lögum félagsins. Skulu
þær sæta sörnu meðferð sem tillögur frá nefndinni,
ef þær koma fram í tillögufonni, enda þótt nefnd-
in flytji þær ekki sem sínar tillögur, en leita skal
álits laganefndar um þær.
XIV. KAFLI.
Lagabreytingar.
39. gr.
Lögurn þessum rná breyta með meírihluta at-
kvæða við allsherjaratkvæðagreiðslu, enda hafi
breytingin verði rædd á tveim löglegum félags-
fundum.
A atkvæðaseðlinum skal fylgja álit meirihluta
trúnaðarráðs.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
x ■&
TILKYIVIVIIVG
Samkvæmt samningi vorum við Vinnuveitendasamband íslands og at-
vinnurekendur í Hafnarfirði, Árnessýslu, Akranesi, Keflavík og Rangár-
vallasýslu, verður leigugjald fyrir vörubifreiðir frá og með deginum í dag
og þar til öðruvísi verður ákveðið, sem hér segir:
Nætur-
Dagv. Eftirv. og helgid v.
Fyrir 2’i tonns bifreiðir .... 47,98 55,75 63,51
Fyrir 2% til 3 tonna hlassþunga 53,57 61,64 69,10
Fyrir 3 til 3/1 tonna hlassþunga 59,13 66,90 74,66
Fyrir 311 til 4 tonna hlassþunga 64,71 72,48 80,24
Fyrir 4 til 4/1 tonna blassþunga 70,27 78,04 85,80
Allir aðrir taxtar eru óbreyttir.
Reykjavík, 1. desember 1953.
Vörubílastöðin Þróttur, Vörubílastöð Hafnarfjarðar,
Reykjavík.
Vörubílstjórafélagið Mjölnir,
Ámessýslu.
Vörubílastöð Keflavíkur,
Keflavík.
Hafnarfirði.
Bifreiðastöð Akraness,
Akranesi.
Bílstjórafélag Rangæinga,
Hellu.
ír,- ■■■. ' --=---: 1 " ■...... =■
Skrifstofa Yerkamannafélagsins Hlífar
ER FLUTT AÐ AUSTURGÖTU 47.
Opin alla virka daga nema laugardaga frá kl. 5 til 7.
Pöntunarfélag Hlífar er á sama stað.
Pöntunardagar: Mánudaga og þriðjudaga frá kl. 5 til 7.
Afhending fer fram á laugardögum.
d ' ..-. ■■ --------v