Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2021, Side 2

Víkurfréttir - 27.05.2021, Side 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði og bergfræði, segir að eldgosið í Fagradalsfjalli beri öll merki þess að þar sé dyngjugos og að í fjallinu sé að myndast hraun- skjöldur eða dyngja. „Eitt af því sem eldgosið í Geld- ingadölum hefur verið að vinna ötullega að undanfarnar vikur eru myndun hrauntjarnar austan við gíg 5a og á pallinum ofan við Nafnlausadal. Tjörn þessi var fyrst ekkert annað en hylur í hraunánni, en hefur jafnt og þétt stækkað og dýpkað, með því að byggja upp og hækkað barmana,“ segir Þorvaldur í færslu á fésbókarsíðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. Þorvaldur segir að með þessu er hraunflæðið frá gígnum hreinlega að búa til sitt eigið miðlunarlón. Staðsetning tjarnarinnar er slík að hún getur veitt hrauni, í opnum sem og lokuðum flutningsrásum, niður í Meradali, inn í Geldingadali og niður í Nafnlausadal. Jafnframt vellur gjarnan yfir barma tjarnarinnar í mestu kvikustrókahrinunum, þ.e. þegar flæðið um yfirfallið frá gígnum er í stærra lagi. Hann bendir á að aðal aðfærsluæðin frá gígunum er undir yfirfallinu og stundum brýst kvika út við rætur tjarnabakkanna. Þessi ofanhlaup og undanhlaup hafa verið áberandi í síðustu viku, með þeim árangri að nú er stór hluti hraunsins í Nafnlausadal þakið nýju helluhrauni. „Þetta er athyglisverð þróun, því að myndun svona hrauntjarnar (miðlunarlóns) er grunnskilyrðið skilyrðið fyrir myndun hraunskjaldar (þ.e. dyngju),“ segir Þorvaldur Þórð- arson prófessor í færslunni. Hraun rennur í Nátthaga Hraun tók að renna niður í Nátthaga síðasta laugardag. Hraunflæðið hefur verið yfir eystri varnargarðinn sem ýtt var upp ofan dalsins. Snemma á laugardagsmorgun flæddi hellu- hraun yfir eystri varnagarðinn; fór fyrst fram sem helluhraun, sem breyttist í uppbrotið helluhraun með vaxandi flæðihraða þegar það rann eftir hallalitlu og grunnu gild- ragi um 500 m vegalengd fram að hádegi á laugardag. Þá steyptist það niður um 100 m langa og bratta hlíð niður í gilið norður af Nátthaga og strunsaði svo niður í hagann á um það bil klukkustund. Alla síðustu viku hafa undan- hlaup frá aðalhraunánni og hraun- tjörninni verið að teygja sig lengra suður í Nafnlausadal. Meginhlaupið lagðist að vestari varnagarðinum, rann síðan til austurs með suður- jaðri hraunsins í Nafnlausadal. Jafn- framt reis, vegna innri upptjökkunar á yfirborðinu, þar til að það hafði náð nokkurn veginn sömu hæð og garðurinn. „Þegar undanhlaupið náði að eystri garðinum reis hraunið, enda engin önnur undankomuleið nema í gegnum eða yfir garðinn. Eins og við var búist, þá ruddi hraunið ekki garðinum úr vegi, heldur tjakkaði sig yfir það, enda kjöraðstæður til slíks, vel einangrað (þ.e. einangrað/ hitavænt) flutningskerfi frá gígum og gegnum allan Nafnlausadal. Það er athyglisvert að hraunið hélt þessum einkennum eftir að það fór yfir garðinn, þ.e. flæddi fram sem helluhraun og uppbrotið hellu- hraun þangað til að það steyptist ofan í gilið ofan við Nátthaga. Þar myndaði það opna hraunrás, sem jók hitatapið frá flæðandi hrauninu um tvær stærðargráður (frá c.a. 1 gráðu á km í einangruðu rásunum í yfir 100 gráður í opnu rásinni). Afleiðingin af þessu hitatapi er að hraunið stífnar, myndar apalhraun og hægir veru- lega á sér. Sem sagt, varnagarðarnir stóðust þrýstingin frá hrauninu og töfðu framrás hraunflæðisins niður í Nátthaga um allt að einni viku. Jafnframt, varnargarðarnir beindu flæðinu í austur og það er líklegt að skorpumyndunin á suðurhlið undan- hlaupsins hafi aukið viðspyrnuna gegn beinni framrás til suðurs. Í til- felli vestri varnagarðsins þá leiddi þetta til framrásar til austurs, en þegar kom að þeim eystri, var auð- veldasta leiðin upptjökkun og yfir- flæði eins og raun ber vitni,“ segir í færslu Eldfjallafræði og náttúruvár- hóps Háskóla Íslands. Óljóst hversu lengi gosið stendur yfir Ármann Höskuldsson eldfjallafræð- ingur var í Kastljósi RÚV á þriðju- dagskvöld og tók undir þá skoðun að eldgosið í Fagradalsfjalli væri farið að líkjast dyngjugosi. „Minnstu dyngjugosin sem við þekkjum hafa staðið í svona þrjú ár, stærstu kannski upp undir 50 eða 100 ár. Vissulega gætum við verið að glíma við þetta í einhver ár,“ sagði Ármann í þættinum en kvað alls óljóst hversu lengi gosið standi yfir. Hann sagði að ef eldgosið stæði yfir í þrjú ár yrði það álíka stórt og Surtsey. Þá myndi gosið fylla upp í Nátthaga, Merardali, Geldingadali og fara yfir á Fagradals- fjall. Þarf að verja innviði Ari Guðmundsson byggingafræð- ingur var einnig í Kastljósþættinum þar sem hann og Ármann fóru yfir þá vinnu sem nú er í gangi til að verja innviði fyrir næstu gosum. Það væri ljóst að líkur væri á fleiri gosum og við værum komin inn í nýja goshrinu þar sem gos verða með reglulegu millibili á Reykja- nesinu. Innviðir sem talað var um í Kastljósþættinum eru m.a. orkuverið í Svartsengi, byggðin í Grindavík og lagnir eins og vatnslagnir fyrir heitt og kalt vatn ásamt háspennumann- virkjum. Undirbúa þarf varnargarða upp á a.m.k. eina milljón rúmmetra. Þetta eru kílómetrar af görðum. Ármann sagði í viðtalinu fulla þörf fyrir tímanlegan undirbúning. „Auð- vitað verðum við að vera tilbúin því þarna eru einhverjir hlutir sem við viljum ekki missa úr. Ef við fáum vetrargos inni í Eldvörpum, sem eru á þessum rafmagnssvæðum þar sem heitavatnslagnirnar og fleira eru þá er bara heitt vatn farið af Keflavík og Njarðvíkum og þeim hluta nessins og jafnvel líka Grindavík. Það er ekkert grín ef fleiri þúsund manns hafa allt í einu engan hita og ekkert rafmagn og ekki neitt. Menn verða að gera sig klára.“ Verja þarf Svartsengi, Grindavík og veitukerfi fyrri framtíðargosum með varnargörðum Hraunið fossar í Nátthaga og gosið ber öll merki dyngjugoss Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Hraun tók að flæða yfir eystri stífluna á laugardag og þaðan fossaði það niður í Nátthaga. VF-myndir: Jón Steinar Sæmundsson Reglulegur taktur er á gosinu í Fagradalsfjalli. Hér sést maísólin í gegnum gosstrókinn. VF-mynd: Jón Hilmarsson Í gildandi aðalskipulagi Sveitar- félagsins Voga er gert ráð fyrir að nýtt vatnsból sveitarfélagsins yrði tekið í notkun á síðari hluta skipu- lagstímabilsins. Skipulagstímabilið er 2008–2028. Þegar árið 2017 var hafinn undirbúningur að málinu en í aðalskipulaginu var þegar gert ráð fyrir hinu nýja vatnsbóli sunnan Reykjanesbrautar. Svæðið sem um ræðir tilheyrir Heiðarlandi Vogajarða en það land er í sameign sveitarfélagsins og nokk- urra annarra aðila. Af hálfu með- eigenda sveitarfélagsins að landinu komu fram ábendingar um stað- setningu vatnsbólsins, sem leiddu til þess að ákveðið var að breyta staðsetningunni í samræmi við þær ábendingar. Ráðist var í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins í sam- ræmi við þetta. Þessu næst tóku við samningaviðræður við meðeigendur sveitarfélagsins að landinu, þar sem sveitarfélagið setti fram beiðni um kaup þess á landsvæðinu sem þyrfti fyrir hið nýja vatnsból. Meðeigendur sveitarfélagsins hafa ekki viljað ljá máls á því að selja landið, heldur vilja útfæra málið með öðrum hætti. Ekki náðist sam- komulag um það. Sveitarfélagið taldi því samningaviðræður fullreyndar og óskaði eftir eignarnámsheimild samkvæmt ákvæðum laga þar að lútandi. Beiðnin var send atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu þann 20. september 2020. Ráðuneytið birti úrskurð sinn loks þann 17. maí 2021, þar sem beiðni sveitarfélagsins var hafnað. Málefni nýs vatnsbóls er nú í uppnámi, þar sem ekki fæst heimild ráðuneytisins til að umrætt land undir vatnsból verði tekið eignarnámi. „Það verkefni bíður nú sveitar- stjórnar að leita leiða til að finna lausn á þessu brýna og mikilvæga máli,“ skrifar Ásgeir Eiríksson, bæjar- stjóri í Vogum í pistli sem hann birti í lok síðustu viku. Eignarnámsbeiðni á landi undir vatnsból hafnað 2 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.