Víkurfréttir - 27.05.2021, Blaðsíða 6
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi
Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
augNabliK mEÐ JÓNi StEiNari
Jón Steinar Sæmundsson
Sjórinn, litirnir
og ljósið
Hver kannast ekki við það að fara
niður í fjöru til þess að hlaða aðeins
á batteríin?
Hvað er betra en fjaran til þess að
lyfta andanum á aðeins hærra plan?
Setjast á stein, horfa á öldurnar,
hlusta á niðinn er þær lemja á
grótinu og sjá hvernig ljósið brotnar
í þeim og magnar upp litina.
Það er alltaf meira líf í samfélaginu þegar það eru alþingis-
kosningar framundan og sama má segja um prófkjör. Um
næstu helgi verða sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi með
prófkjör. Frambjóðendur hafa verið nokkuð duglegir að
undanförnu að láta vita af sér og verða það eflaust til loka
vikunnar fyrir prófkjörsdag.
En hvað eru frambjóðendur að segja þessa dagana. Hér
má sjá eina setningu úr greinum nokkurra frambjóðenda
sem skrifa grein í blað vikunnar:
„Öflugt atvinnulíf og fjölbreytt vel launuð störf eru
forsenda fyrir góðri afkomu heimilanna.“
„Auðvitað á fólk að geta gengið að fyrsta flokks
þjónustu í heilbrigðismálum á sínu svæði, og þá ber
að líta til þess að fleiri geti tekið þátt í að veita þá
þjónustu, þótt kostnaður sé greiddur af opinberum
aðilum.“
„Ástandið í heilbrigðismálum á Suðurnesjum er
kapítuli út af fyrir sig og óboðlegt með öllu.“
„Við flytjum of stóran hluta þess, sem við neytum, inn
með tilheyrandi tjóni fyrir umhverfið. Við ættum að
vera að útflutningsþjóð en erum innflutningsþjóð.“
Og hver hefur ekki skrifað svona:
„Ég er í framboði og tel mig hafa sýnt það í verki að
mér er annt um svæðið og tel mig geta nýtt krafta
mína á Alþingi Íslendinga, með ykkar umboði.“
Þetta eru allt fín mál sem fólkið talar fyrir og við trúum því
auðvitað þegar einhverjir þessara frambjóðenda komast á
Alþingi að þá munu þeir gera sitt besta. Sumir jafnvel enn
betur. Því miður er það þó staðreynd að það vantar veru-
lega upp á í mörgum þáttum í okkar kjördæmi í opinberri
þjónustu. Það hefur oft verið
rætt en lítið gengið að fá því
breytt að framlög til margra þjón-
ustuþátta á Suðurnesjum eru
lægri en annars staðar. Við getum
nefnt mennta- og skólamál, lög-
gæslu og samgöngur sem dæmi.
Þrátt fyrir að gott fólk frá Suður-
nesjum og úr Suðurkjördæmi hafi reynt sitt besta er það til
dæmis ísköld staðreynd að hér er heilbrigðisþjónusta mun
lakari en í öðrum kjördæmum. Nær allir frambjóðendur í
prófkjöri og frambjóðendur í öðrum flokkum eru sammála
því og einnig þeir sem hafa verið áður frá okkar svæði á
Alþingi. Samt er bara ein heilsugæslustöð á Suðurnesjum
þar sem búa rétt tæp 30 þúsund manns á meðan það ættu
að vera að minnsta kosti þrjár. Nú erum við samt komin
að þolmörkum og það er algerlega óásættanlegt að Suður-
nesjamenn þurfi að leita að heilugæsluþjónustu til höfuð-
borgarsvæðisins en það gera þrjú, fjögur þúsund manns.
Hvað þarf eiginlega að gera til að ná betri árangri? Víkur-
fréttir hafa ekki skipt sér af flokkapólitík en það er þó ekki
hægt að sleppa tækifærinu að hvetja Suðurnesjamenn sem
taka þátt í vali á fólki til áhrifa á hinu háa Alþingi að standa
saman um að ná forystu í pólitísku flokkunum. Þannig
eru möguleikarnir svæðisins betri. Hjá þremur pólitískum
flokkum sem hafa nú þegar valið sína frambjóðendur er
fólk búsett á Suðurnesjum í oddvitasætum. Hvernig sem
sætin skipast á Alþingi næsta haust er ljóst að Suðurnesja-
menn þurfa ráðherra og fólk í framlínuna sem getur haft
áhrif á að laga núverandi stöðu. Framlínan þarf að skora
mörk og við þurfum sterkari sóknarleik. Árangur af því gæti
komið okkur af botninum í Alþingisdeildinni.
RITSTJÓRARPISTILL - PÁLL KETILSSON
Á BOTNINUM
FIMMTUDAG KL. 19:30
HRINGBRAUT OG VF.IS
6 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár