Víkurfréttir - 27.05.2021, Blaðsíða 24
Mundi
Var ekki nóg af vindbelgjum
fyrir í Vogunum?
Nýr Matseðil
l
F R Í T T F Y R I R B Ö R N
1 2 Á R A & Y N G R I
www.TheBridge.is
@thebridge.courtyardkef
Börn
Ég er alin upp í Keflavík, þaðan sem
ég sleit barnsskónum. Mamma og
pabbi ólust bæði upp í Keflavík og
fjölskyldur báðum megin eru mjög
stórar. Ég sótti mikið í ömmur mínar
og afa í Keflavík sem barn og átti
einstakt samband við móðurömmu
mína. Sem unglingur bjó ég hjá henni
um stundarsakir, ég hafði sérstakt
dálæti á henni. Amma var einstök,
hún átti einstaklega gott samband
við barnabörnin sín, þau leituðu
mikið til hennar og hún kom fram
við okkur öll sem jafningja. Amma
gat samt átt það til að vera tann-
hvöss og sat ekki á skoðunum sínum.
Hún ól ellefu börn, mamma var
næstyngst þeirra systkina. Á mínum
uppvaxtarárum fannst mér alltaf
jafn kómískt hvernig móðuramma
mín talaði við mömmu. Ekki hvað
hún sagði, heldur hvernig hún sagði
það. Hún talaði alltaf við hana eins
og barn og með þannig tóni eins og
hún væri hálfpartinn að skamma
hana. Ef mamma gerði eitthvað sem
ömmu mislíkaði þá átti amma það
til að lesa henni pistilinn, í jákvæðri
merkingu. Hún gat líka tuðað heil
ósköp ef henni fannst mamma vera
að taka fram fyrir hendurnar á sér.
Þessar minningar höfum við í fjöl-
skyldunni ósjaldan talað um þegar
við minnumst ömmu. Það sem ég hef
hins vegar áttað mig á með árunum
er að þetta er ekki eingöngu bundið
við ömmu mína, ég get nánast fullyrt
að þetta á við allar mæður.
Ég fór snemma að heiman. Fór
utan að vinna sem au-pair og flutti
svo til Reykjavíkur þegar ég hóf
háskólanám. Hef samt alltaf leitað
mikið til foreldra minna og var hjá
þeim öllum stundum þegar ég var
ekki í skóla. Þar var sömu sögu að
segja. Mamma breyttist í ömmu
mína þegar ég var orðin ung kona.
Hún talaði við mig eins og barn, lét
mig vita ef ég væri að gera eitthvað
sem henni mislíkaði, nákvæmlega á
sama hátt og amma gerði.
Í uppeldi barna er maður alltaf
að fara yfir hvenær þau byrja á ein-
hverju og hvenær þau hætta ein-
hverju. Hvenær ætli þau byrji að
ganga? Hvenær hætta þau með
bleyju? Hvenær hætta þau „terrible
two“-skeiðinu? Byrjar unglingaveikin
þegar þau eru sex ára? Mikið hlakka
ég til þegar þau geta vaknað sjálf
á morgnana. Mikið verður nú ljúft
þegar þau klára grunnskóla. Mikið
verð ég þakklát þegar ég er búin að
koma börnunum mínum í gegnum
framhaldsskóla. Þá er minni vakt sko
lokið! Sú staðreynd er eitthvað sem
ég hef heyrt frá flestum foreldrum og
hef sjálf sagt þetta margoft – en þetta
er aldeilis ekki rétt.
Ég er að breytast í ömmu og
mömmu. Ég á tvær fullorðnar
stelpur, 23 ára og 19 ára. Ég tala við
þær eins og þær séu litlu börnin mín.
Ég er ekki róleg þegar þær eru undir
álagi. Ég finn sársaukann þegar þeim
líður illa. Ég gleðst úr hófi mikið
þegar þeim gengur vel. Ég er montin
af þeim. Ég skamma þær. Ég heyri
í þeim oft á hverjum degi. Ég spyr
þær báðar hvort þær séu í mat dag-
lega. Það er ljóst að börnin manns
hætta aldrei að vera börnin manns,
sama hversu gömul þau verða. Sem
betur fer ekki, segi ég bara. Njótum
barnanna okkar á öllum aldri.
LO
KAO
RÐ
INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR
Nýr ærslabelgur við íþróttamiðstöðina í Vogum
Belgurinn hefur slegið í gegn meðal barnanna í bænum og hoppa þau
nær látlaust frá morgni til kvölds. Sagan segir að börnin séu orðin
duglegri við að fara að sofa á kvöldin þegar þau loks koma heim.