Mosfellingur - 24.06.2021, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 24.06.2021, Blaðsíða 8
Ingólfur Hrólfsson formaður s. 855 2085 ihhj@simnet.is Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður s. 896 5700 bruarholl@simnet.is Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri s. 863 3359 margretjako@gmail.com Snjólaug Sigurðardóttir ritari s. 897 4734 snjolaugsig@simnet.is Kristbjörg Steingrímsdóttir meðstjórnandi s. 898 3947 krist2910@gmail.is Jóhanna B. Magnúsdóttir 1. varamaður s. 899 0378 hanna@smart.is Þorsteinn Birgisson 2. varamaður s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com StJÓrn FaMoS Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16. FélaG aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is - Fréttir úr bæjarlífinu8 SÍðSUMarSFErð 11. ÁGÚSt Á vegum FaMos og félagsstarfsins á Eirhömrum Farið verður að Flúðum á mjög flottan veitingastað hjá Flúðasveppum þar sem við fáum okkur að snæða af þeirra flotta sælkerahlaðborði, kaffi á eftir. Aðrir drykkir ekki innifaldir. Síðan verður farið í hellaskoðun í Landsveit en þar er mjög gott aðgengi. Þar verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Verð í þessa ferð er kr. 8.000 á mann. lagt verður af stað frá Eirhömrum kl. 10, heimkoma milli kl. 17–18. Skráningarblöð liggja frammi hjá félagsstarfinu. Einnig er hægt að skrá sig hjá Elvu, forstöðumanni félagsstarfsins, í síma 586-8014 milli 13-16 virka daga eða hringja í Snjólaugu, ritara FaMos, í síma 897-4734. Halla og Berta bjóða upp á útileikfimi Halla Karen Kristjánsdóttir og Berta Þórhalladóttir standa fyrir fjögurra vikna útinámskeiði í sumar. Þær bjóða stelpum/konum að hittast á Hlégarðstúninu þriðjudaginn 29. júní kl. 17 í fríum kynningartíma, án allra skuldbindinga. Boðið verður upp á fjölbreyttar æfingar með tónlist, stuði og stemmingu. Síðan hefst fjögurra vikna útinámskeið þrisvar í viku. Mánudögum kl. 20 (eitt fell ásamt öndunaræfingum og góðum teygjum), þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17 og þá eru fjölbreyttar þol-, styrktar- og liðleikaæfingar. Frekari upplýsingar er hægt að fá í gegnum netfangið utifjor@gmail.com. Sunnudaginn 20. júní var útialtarið við Esjuberg undir Kerhólakambi á Kjalarnesi vígt af Biskupi Íslands. Fjölmenni var við vígsluna og hátíðarbragur var yfir gestum sem gæddu sér á kaffi og kleinum eftir at- höfn í boði Sögufélagsins Steina og sóknar- nefndar Brautarholtssóknar. Hátíðleg athöfn á Kjalarnesi Ásamt Biskupi Íslands þjónuðu próf- astur Kjalarnessprófastsdæmis sr. Hans Guðberg Alferðsson, sóknarprestur Reyni- vallaprestakalls sr. Arna Grétarsdóttir og sr. Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur Lágafellsprestakalls. Reynivallaprestakall og Lágafellsprestakall mynda samstarfs- svæði prestanna á svæðinu. Auk þeirra þjónuðu sr. Gunnþór Inga- son, fyrrverandi prestur þjóðmenningar, en hann var sérlegur ráðgjafi keltneskrar kristni við hönnun og gerð altarishringsins. Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir formaður Sögufélagsins Steina flutti upphafsorð. Bjarni Sighvatsson, varaformaður Sögu- félagsins Steina, las úr Kjalnesingasögu. Bænir fluttu Björn Jónsson sóknarnefnd- arformaður Brautarholtssóknar, Guðlaug Kristjánsdóttir, ritari sögufélagsins, og Sigríður Pétursdóttir sem bæði situr í sóknarnefnd og í stjórn sögufélagsins á Kjalarnesi. Fermingardrengur úr Brautarholtssókn, Jón Þórður Björnsson, bar sálmabók á alt- arið, handbók bar Björn Jónsson sóknar- nefndarformaður og prófastur færði fallega áletraða Biblíu til altarisins. Þá söng kór Reynivallaprestakalls við athöfnina. tveggja metra hár kross Útialtarið er hlaðinn altarishringur úr grjóti í anda keltneskrar kristni. Altaris- steinninn er stór grágrýtissteinn staðsettur fyrir miðjum hringnum. Krossinn er steypt- ur um 2 m hár og festur niður í altarisstein- inn. Á krossinn eru festir fjörusteinar sem börn á Kjalarnesi tíndu og gáfu til krossins. Á krossinum eru einnig fjörusteinar frá eyj- unum helgu við Bretlandsstrendur, Iona og Lindisfarne. Þar stóðu hin fornu keltnesku kirkjuklaustur og fræðasetur. til minningar um fyrstu kirkju landsins Hugmynd að útialtari fæddist í hjörtum velunnara sögu og kristni. Fyrsta skóflu- stunga var tekin 8. maí 2016 af Biskupi Ís- lands. Sögufélagið Steini tók þá ákvörðun um að reisa keltneskt altari til minningar um fyrstu kristnu kirkju á Íslandi sam- kvæmt Landnámabók. Safnað hefur verið fyrir framkvæmdum og hafa framlög einstaklinga, fyrirtækja og þjóðkirkjunnar verið vegleg. Við altarið munu eflaust fara fram hjóna- vígslur og skírnir auk þess sem Sögufélagið Steini og kirkjan munu áfram standa fyrir kyrrðar- og helgistundum við altarið. Fólki er bent á að hafa samband við sóknarprest Reynivallasóknar eða formann Sögufélags- ins Steina ef það hefur í hyggja að leita eftir kirkjulegri athöfn við altarið. Altarið vígt af biskupi Íslands • Sögufélagið Steini stendur á bak við framkvæmdina Útialtarið við Esjuberg vígt Fjölmennt við vígslu á Kjalarnesi

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.