Kaupfélagsblaðið - 01.12.1978, Side 1

Kaupfélagsblaðið - 01.12.1978, Side 1
Kaupfélags- blaðið Útgefandi: Kaupfélag Suðurnesja Ábm.: Sigfús Kristjánsson GÓÐIR LESENDUR Kaupfélag Suðurnesja er hér á ferð með fyrsta félagsblað sitt. I þessu blaði verður skýrt frá ýmsu í rekstri Kaupfélagsins og Hraðfrystihúss Keflavíkur, sem er eins og menn vita eign K.S. Þessi tvö fyrirtæki standa á sama grunni. Þar af leiðir að ef annað verður fyrir skakkaföllum dregur úr mætti hins. Eignir þeirra eru orðnar geysimiklar og það er hagur allra Suðurnesjabúa að þær nýtist sem best. Atvinnuöryggi byggist á traustri afkomu atvinnuveganna. Á síðasta ári greiddu Kaupfélagið og Hrað- frystihúsið yfir 267 milljónir í bein vinnulaun. Vonandi þarf ekki að draga saman seglin vegna erfiðrar lausafjárstöðu. En til þess þurfa félagsmenn og aðrir velunnarar Kaupfélagsins að vera vel á verði. Við þurfum ekki að bæta stöðu þess með fjárframlögum heldur aðeins með því að skipta við búðir Kaupfélagsins. Við tökum ákvarðanir um framtíð þess á deildafundum og aðalfundum, en ekki síður með daglegum viðskiptum okkar. Allir peningar sem koma inn í reksturinn hjáKaupfélaginu ogHraðfrystihúsinu fara beint til uppbyggingar og heilbrigðrar þjónustu. Enginn hefur leyft til að ráðskast með þá eins og um einkafjármagn væri að ræða. Þótt allir stjórnendur kaupfélagsins fyttu burt af félagssvæðinu værifélagið eftir sem áður á sínum stað. Agóðinn af rekstri Kaupfélagsins og Hraðfrystihússins flytst ekki burt með einstaklingum. Það er ekki höfuð markmið Kaupfélagsins að komast mikið niðurfyrir almennt vöruverð, heldur að tryggja að sá arður sem verslunin getur skilaðfari til uppbygg- ingar almenningi til hagsbóta. Samt hefur nýleg verðkönnun sem náði víðs vegar um landið sannað, að íbúðum Kaupfélagsins er verðið mjög hagstætt miðað við aðrar verslanir á Suðurnesjum. Að lokum viljum viðfyrir höndKaupfélagsinsþakkaykkurgóð viðskiptiáárinu- og óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Stjórnin

x

Kaupfélagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kaupfélagsblaðið
https://timarit.is/publication/1570

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.