Kaupfélagsblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 5
Fréttir úr starfinu
Haustfundur
deildarstjóra og forstöðumanna
Síðastliðin 5 ár hefur það orðið venja hjá
Kaupfélaginu að halda fundi í nóvember með
öllum deildarstjórnum, deildarstjórum og
öðrum trúnaðarmönnum í kaupfélagi og
hraðfrystihúsi. Hinn árlegi haustfundur var
haldinn þann 12. nóvember sl.
Kaupfélagsstjóri og framkvæmdastjóri
hraðfrystihússins gerðu grein fyrir rekstri fyr-
irtækjanna fyrstu 9 mánuði ársins.
í skýrslu kaupfélagsstjóra kom fram að
vörusala hafði aukist um 43% frá árinu áður
og er það nægilegt til að halda í við verð-
bólguna. Gert var upp með rúmlega 12 millj.
kr. rekstrarhalla til 30/9 og er það heimingi
meira en á sama tíma í fyrra. I lok síðasta árs
hafði þó tekist að rétta hallann af, en mun
erfiðar verður að ná því marki nú, sagði kaup-
félagsstjóri.
Framkvæmdastjóri hraðfrystihússins gaf
skýrslu um rekstur hússins og taldi hann mjög
erfiðan. Aflib.v. Aðalvíkurvar rúmlega 2.200
tonn og var það heldur minna en á sl. ári, enda
tafðist skipið frá veiðum nokkurn tíma fyrr á
árinu er settur var flotvörpubúnaður í skipið.
Rætt var um fræðslu- og félagsmál og hafði
þar framsögu hinn nýi félagsmálafulltrúi
Sambandsins, Guðmundur Guðmundsson.
Var almennur áhugi fundarmanna um að efla
hin félagslegu tengsl milli félagsmanna með
auknu fræðslustarfi, m.a. með útgáfu félags-
blaðs. Fræðslufulltrui skýrði og frá þeim at-
burðum er helst væru á döfinni hjá Samband-
inu í þessum efnum.
V erslunarnámskeið
Þann 28. nóvember var haldið námskeið
fyrir starfsfólk kaupfélagsins er vinnur að
búðarstörfum. Námskeiðið var á vegum Sam-
vinnuskólans og er liður í nýju fræðslustarfi á
þessu sviði á vegum skólans.
Áformað er að skólinn taki virkari þátt í
starfsmenntun á vegum samvinnufélaganna
en verið hefur. Hefur verið útbúið námsefni
fyrir slíkt námskeiðshald í fjórum liðum er
fjallar um hina ýmsu þætti í verslunarstörfum.
Almenn ánægja var með námskeiðið en það
sóttu 25 starfsmenn kaupfélagsins. I lok þess
fengu menn viðurkenningarskjal fyrir þátt-
töku í því. Á næsta vetri mun verða haldið
annað slíkt námskeið.
Frá hraðfrystihúsinu
Þann 26. nóvember bilaði togspil b.v. Aðal-
víkur og mun viðgerð taka allt að 3 vikum.
Hafði þetta í för með sér að algjör hráefnis-
skortur varð hjá hraðfrystihúsinu og varð því
að segja verkafólki upp með löglegum fyrir-
vara.
Er þetta mjög bagalegt ekki síst á þessum
tíma, er allir hafa þörf fyrir sitt svona rétt fyrir
jólin.
Könnun hefur verið gerð á stöðu hrað-
frystihúsanna á Suðurnesjum, í því augnamiði
að bæta stöðu þeirra. Starfshópur sá er fékk
þetta verkefni telur í áliti sínu að fækka þurfi
vinnslustöðvum og bæta aðrar sem fyrir eru.
Er vonandi að þessi úttekt leiði til betri
afkomu fiskiðnaðarins í heild á svæðinu.
Jólatrésskemm tun Kaupfélag
Kaupfélagsins verður haldin Suðurnesja
á annan í jólum kl. 4 í Stapa. óskar ykkur öllum gleðilegra jóla
Verið Góða og þakkar ágæt viðskipti
velkomin skemmtun á árinu.