Kaupfélagsblaðið - 01.12.1990, Qupperneq 2

Kaupfélagsblaðið - 01.12.1990, Qupperneq 2
KAUPFÉLAGSBLAÐIÐ KA UPFÉLA GSBLAÐIÐ Ritstjóri: Páll Ketilsson Aðstoð við ritstjórn: Víkurfréttir. Ljósmyndir: Víkurfréttir og Heimir Stígsson. Litgreining: Litgreining sf. Kópavogi. Prentun og frágangur: Prentsmiðjan Grágás. Ábyrgðarmaður: Guðjón Stefánsson. Blaðinu er dreift í 5000 eintökum á hvert heimili á Suðurnesjum. LEIÐARI Guðjón Stefánsson kaupfélagsstjóri Stöðugleiki - þjóðarsátt eiri stöðugleiki hefur verið í íslensku efna- hagslífi á þessu ári en þekkst hefur í mjög langan tíma. Verðbólgan hefur verið á hraðri niðurleið og gengi krónunnar hefur verið stöðugt. Áhrifin af þessum nýju aðstæðum koma víða fram, og hafa í raun mótað algjörlega ný viðhorf í þjóðfélaginu. Þjóðarsáttin og sú breiða samstaða milli ólíkra hagsmunaafla sem skapaðist í upphafi þessa árs hefur sannað gildi sitt. En meginatriði þessarar samstöðu snýst um það að kveða niður verðbólgu og vaxtaokur. Það er þjóðarnauðsyn að þessi bar- átta haldi áfram og samstaðan bresti ekki. Stund- arhagsmunir stjórnmálamanna vegna væntanlegra kosninga og sérhagsmunir einstakra þrýstihópa verða að víkja fyrir þjóðarhag. Þjóðhagsstofnun gerir nú aftur ráð fyrir nokkru meiri verðbólgu á næstu mánuðum, þannig að allrar aðgæslu er þörf. Spár um lítinn hagvöxt fram til næstu aldamóta gefa heldur ekki tilefni til minna aðhalds og aðgæslu. Kaupfélag Suðurnesja, eins og önnur fyrirtæki og einstaklingar í landinu, hefur notið góðs af þjóðar- sáttinni og þeim stöðugleika sem henni hefur fylgt. Allar aðstæður til að vinna eftir fyrirfram gerðum áætlunum og ná settum markmiðum hafa þannig gjörbreytst. Auk þess hefur félagið eins og áður á að skipa mjög hæfu og góðu starfsfólki sem unnió hefur störf sín af dugnaði og alúð. Af þessum ástæðum er nú útlit fyrir að rekstur félagsins skili jákvæðri niðurstöðu í árslok. Guðjón Stefánsson. Öryggiskerfí íSamkaup ett hefur verið upp öryggiskerfi í Samkaup. Um er að ræða viðvörunarkerfi vegna eldsvoða, innbrota og þess háttar. Þá hafa einnig verið settar svokallaðar þjófavarnasmellur á vörur, sem teknar eru af við kassa. í framtíðinni verða allar vörur með þjófavörn því það nýjasta í þeim efnum eru límmiðar sem settir verða á alla pakkavöru og búsáhöld. Sem sagt; þjófavörn um alla búð. Skralli trúður sker tertuna góðu frá Sigurjónsbakaríi. Krakk- arnir fylgjast spenntir með. Goman o Sam- koupsofmœli □ að var mikið fjör þegar Samkaup fagnaði 8 ára afmæli sínu í nóvember. Mörg tilboð voru í gangi, boðið upp á af- mælistertu sem Skralli trúður úr Stundinni okkar skar af og gaf afmælisgestum og margt fleira skemmtilegt var gert. Var geysilega mikil traffík afmælisdagana og margt um manninn. 2

x

Kaupfélagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kaupfélagsblaðið
https://timarit.is/publication/1570

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.